Skipasmíðastöð Njarðvíkur flutti inn þrjá skipsskrokka og kláraði tvo þeirra, en sá þriðji var fluttur aftur út hálf kláraður. Allir voru þeir að lokum seldir erlendis og er aðeins einn þeirra enn til og sá verður kynntur hér. Jafnframt birtast myndir af öllum nöfnum sem hann hefur borið, þ.e. er því fullt hús.
1625. Gunnjón GK 506 © mynd Tryggvi Sig.

1625. Gunnjón GK 506 © af síðu ieinarssonar

1625. Ljósfari HF 182 © mynd Snorrason

1625. Stefán Þór RE 77 © mynd Snorrason

1625. Jónína Jónsdóttir SF 12 © mynd Þór Jónsson

1625. Jónína Jónsdóttir SF 12 © mynd Þór Jónsson

Veidar M-1-G © mynd Aager Schjölberg / Shipspotting
Smíðanúmer 103 hjá Vaagland Batbyggeri A/S og einnig með smíðanúmer 38 hjá Solstrand Slip og Batbyggeri A/S, Tomrefjord, Noregi 1982. Skrokkurinn var dreginn frá Noregi til Njarðvíkur og kom þangað 7. jan. 1982 og var innréttaður og smíði og frágangi lokið hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur hf með smiðanúmer 5 frá þeirri stöð. Skipið var að lokum sjósett í Njarðvik 30. apríl 1982 og afhentur 28. maí sama ár.
Eldur kom upp í bátnum 20. júní 1983 er hann var að rækjuveiðum 60 sm. N af Horni og létust þrír skipverjar. Dró Bjarni Ólafsson AK bátinn til Njarðvikur þar sem gert var við hann.
Úreldingastyrkur var samþykktur fyrir bátinn í nóv. 1994, en hætt var við úreldingu 31. mars 1995, en þá hafði skipið verið selt úr landi, þó sú sala sé formlega sögð hafa gerst 20. júní 1995 og þá til Noregs. Hinir nýju eigendur þar hófu á skipinu miklar breytingar, en fljótlega kom upp mikill eldur í skipinu og því stöðvuðust framkvæmdir um tíma. Að lokum var báturinn þó gerður upp og skipt um brú á honum í Noregi í kjölfar brunans.
Nöfn: Gunnjón GK 506, Ljósfari HF 182, Stefán Þór RE 77, Jónína Jónsdóttir SF 12 og núverandi nafn: Veidar M-1-G