Færslur: 2014 Ágúst
16.08.2014 16:53
Góður makrílafli við Grindavík
Hér birtist mynd frá löndun í dag í Grindavík, en í kvöld kemur syrpa sem ég tók þar í dag.

Þessa mynd tók ég í dag við Grindavíkurhöfn © mynd Emil Páll, 16. ágúst 2014 - í kvöld kemur syrpa sem ég tók í dag, einmitt í Grindavík
16.08.2014 16:35
Straumur ST 65 o.fl. á Hólmavík

2346. Straumur ST 65 o.fl. á Hólmavík © mynd Jónas Jónsson, í ágúst 2014
16.08.2014 16:17
Örninn ÓF 28, í Keflavík, í fyrradag

2606. Örninn ÓF 28, í Keflavík, í fyrradag © mynd Emil Páll, 14. ágúst 2014
16.08.2014 15:52
Bibbi Jónsson ÍS 65

2317. Bibbi Jónsson ÍS 65 © mynd Jónas Jónsson, í ágúst 2014
16.08.2014 13:14
Sigurvon ÍS 26, á Ísafirði



2161. Sigurvon ÍS 26, á Ísafirði © myndir Jónas Jónsson, í ágúst 2014
16.08.2014 12:13
Örvar SH 777, á Ísafirði

2159. Örvar SH 777, á Ísafirði © mynd Jónas Jónsson, í ágúst 2014
16.08.2014 11:12
Árni á Eyri ÞH 205, á Húsavík

2150. Árni á Eyri ÞH 205, á Húsavík © mynd Árni Árnason, í ágúst 2014
16.08.2014 10:11
Ólafur Jóhannsson ST 45 o.fl. á Hólmavík

2032. Ólafur Jóhannsson ST 45 o.fl. á Hólmavík © mynd Jónas Jónsson, í ágúst 2014
16.08.2014 09:10
Hamona ÍS 36

1695. Hamona ÍS 36 © mynd Jónas Jónsson, í ágúst 2014
16.08.2014 08:24
Landaði 10,5 tonnum af grálúðu á fimmtudaginn að verðmæti tæpar 200 þúsund nkr.
Guðni Ölversson, Noregi: Þessi landaði 10,5 tonnum af grálúðu á fimmtudaginn að verðmæti tæpar 200 þúsund nkr.

Selma F-19-TN ex 2658. Selma Dögg BA,
16.08.2014 08:09
Sæbjörg, nýskeruð á Akureyri

1627. Sæbjörg, nýskeruð á Akureyri © mynd Sigurbrandur Jakobsson, 14. ágúst 2014
16.08.2014 08:00
Andlát: Þorsteinn Gíslason, skipstjóri og fiskimálastjóri
mbl.is:
Þorsteinn Gíslason, skipstjóri og fv. fiskimálastjóri, lést á Landspítalanum 12. ágúst sl., 85 ára að aldri.
Þorsteinn fæddist 1. desember 1928 í Kothúsum í Garði, sonur hjónanna Gísla Árna Eggertssonar, skipstjóra í Kothúsum í Garði, og Hrefnu Þorsteinsdóttur.
Þorsteinn tók kennarapróf frá KÍ 1952, próf frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1953, stundaði framhaldsnám í stjórnun og tæknigreinum sjávarútvegs í Danmörku og Noregi 1975-76 og í Bandaríkjunum 1978 auk þess sem hann sótti fjölda námskeiða í stjórnun og á tæknisviði, hér á landi og erlendis.
Þorsteinn var kennari í Gerðaskóla í Garði 1953-54 og skólastjóri þar 1954-1960. Hann var stýrimaður og skipstjóri á sumrin á tímabilinu 1953-80 og landsþekkt aflakló, kennari í Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1960-82, varafiskimálastjóri 1969-83 og fiskimálastjóri 1983-93. Þá var Þorsteinn varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík 1967-71. Hann hlaut riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu árið 1995 fyrir störf að sjávarútvegsmálum
16.08.2014 07:08
Ásbjörn RE 50, á Ísafirði

1509. Ásbjörn RE 50, á Ísafirði © mynd Jónas Jónsson, í ágúst 2014
16.08.2014 06:00
Náttfari og Hildur á Húsavík

992. Náttfari og 1292. Hildur, á Húsavík © mynd Árni Árnason, í ágúst 2014
15.08.2014 21:00
Strandið á Sigga Gísla EA: Árni Óskars sem kom björguninni af stað - Hörður - Sigurður
Strandið á Sigga Gísla EA 255, í fyrradag hefur mikið verið í umræðunni manna milli. Enda margt furðu-óljóst að því er virðist vera. Hér mun ég fjalla um þrjá einstaklinga sem komu mikið við sögu varðandi björgun bátsins og ræða sérstaklega við einn þeirra, en björgun bátsins er mikið til honum að þakka. Þessir einstaklingar eru Árni Óskarsson, Hörður Óskarsson og Sigurður Stefánsson, en nánar er fjallað um þeirra þátt undir myndum af þeim, auk þess sem ég birti viðtal við þann sem hrundi af stað björgunar aðgerðunum. Í lokin birti ég síðan aftur myndir af tjóninu á bátnum og auðvitað fleiri nýjar myndir.
Árni Óskarsson
Það er öruggt mál, að hann kom björgunarþættinum í gang. Gefum honum því orðið:
,,Ég var nýbúinn að landa úr honum, en af einhverjum ástæðum var báturinn lengi undir krananum, en þar sem mikið var um að vera , margir bátar inni, fylgdist ég ekki sérstaklega með bátnum. Man þó eftir að hafa séð hann fara frá bryggjunni , eftir smástund og eins og hann væri að bakka út á höfnina og fór hann fram hjá Happasæl, án þess að koma við hann. Ekkert var sem benti til þess að báturinn væri mannlaus, en ég var uppi á vigt þegar báturinn fór frá bryggjunni.
Síðan var hann í rólegheitunum úti á höfninni, eins og oft er með báta að löndun lokinni og því var ég ekkert sérstaklega að spá í hann. Er stefni bátsins var komið út undir enda hafnargarðsins fór hann í áttina að fjörunni, en það var eins og áður ekkert athugavert við það því bátarnir fara oft ansi grunnt. Þegar ég sá að hann var kominn mjög nálægt fjörunni fór ég að hringja í skipstjórann, en hann svaraði mér ekki.
Þá fór ég af stað á lyftaranum og hringdi um leið í hafnarskrifstofuna og sagði þeim að mér litist illa á þetta, eins hafði ég samband við Neyðarlínuna og þá hafði ég samband við Hákon á Blíðunni og þegar ég kom að bátnum klifraði ég strax um borð og sá að þar varn enginn maður og síðan komu tveir af Blíðunni og haft var samband við eigendur bátsins. Fyrsta var að athuga hvort kominn væri leki að bátnum og skömmu síðar kom skipstjóri bátsins þarna að. Lögreglan kom fljótt og fór Hörður Óskarsson strax um borð. Einnig kom báturinn Ísak AK, en gat ekkert gert
Fljótlega var fluglínu skotið að bátnum frá öðrum báti til að geta dregið dráttarlínuna, en skotið var svo kraftmikið að það endaði á þaki SS bílaleigunnar.
Síðan var komið línu frá bátnum að hafnsögubátnum Auðun og eftir að lína var komin á milli hófst dráttur á bátnum, en Auðunn tók þrisvar niðri á tindi sem kemur þarna upp og kengurinn sem bundið var í brotnaði og þurfti þá að koma taug aftur í bátinn", sagði Árni.

Hér sjáum við mynd sem ég tók í gær af kengnum sem brotnaði þegar verið vara að draga bátinn úr fjörunni.

Hörður Óskarsson
Hann fór ásamt skipstjóra bátsins og einum af Blíðunni í bátnum og var í honum meðan hann var dreginn inn til Njarðvíkur af Auðunn. Er þeir voru komnir vel frá fjörunni, brotnaði síðan kengurinn að framan, undan drættinum. Engu að síður tókst að koma bátnum til Njarðvíkur og að sögn manna var það ekki síður vegna kunnáttu Harðar, að það tókst.


Þessar tvær myndir sýna kenginn að framan sem brotnaði er verið vara að draga bátinn til Njarðvíkur

Sigurður Stefánsson
Þegar hér var komið sögu og slökkviliðið og björgunarsveitir voru komnar á staðinn til að dæla úr bátnum, ákvað tryggingafélag bátsins að Sigurður Stefánsson eða Siggi Kafari eins og hann er oftast kallaður, skyldi fara með stjórnun á vettvangi. Tók hann við stjórninn um leið og báturinn kom til Njarðvíkur og stjórnaði aðgerðum þar til báturinn var kominn til Sólplasts í Sandgerði.
Báturinn var í gærmorgun tekinn í Gullvagninn og fluttur út í Sandgerði, en Sólplast mun annast viðgerð bátsins. Ljóst er að hér er mjög mikið tjón að ræða, bæði á skrokk bátsins og búnaði og því klárt að það mun líða þó nokkur tími þangað til hann fer á sjó að nýju. Endurbirti ég nú myndirnar sem ég birti í gær af skemmdum á bátnum.

© Myndir og texti: Emil Páll, í gær 14. ágúst 2014
Þorsteinn Gíslason. 