Færslur: 2014 Ágúst

14.08.2014 06:44

Makrílbátum fjölgar í nágrenni Keflavíkur - en makríllinn dyttóttur

Makrílbátum hefur fjölgað í nágrenni Keflavík, frá því í gærmorgun og núna áðan virtust þeir aðallega vera úti í Garðsjó, inn við Keflavíkurhöfn og svo voru einhverjir bátar að stefna inn með Vatnsleysuströndinni. Þó ég sé ekki enn búinn að sjá aflatölur frá því í gær, heyrði ég á þeim sem voru að landa að makríllinn væri ansi dyttóttur og voru dæmi um að tvær bátar sem væru hlið við hlið og væri annar í góðum aflabrögðum en hinn fengi ekki neitt. Hvað um það hér kemur skjáskot sem ég tók fyrir nokkrum mínútum af MarineTraffic


                                             Kl. 06.42 í dag 14. ágúst 2014

14.08.2014 06:00

Hvalskurður, í Hvalfirði


                                          Hvalskurður í Hvalfirði © mynd Sólarfilma

13.08.2014 21:00

17 úr bátaflota Haraldar Böðvarssonar & Co

Hér fyrir neðan birtast 24 myndir sem ég tók sl. föstudag í Víkinni við Grandagarð í Reykjavík, er Sveinn Sturlaugsson bauð mér í heimsókn þangað. Sveinn fékk Grím Karlsson, á sínum tíma,  til að smíða fyrir sig líkön af 17 bátum úr mun stærri bátaflota Haraldar Böðvarssonar & co. Að sögn Gríms var það þannig að um leið og Grímur lauk við smíði á einu líkani, gerði Sveinn upp verkið og pantaði annan bát frá Grími. Líkön þessi hafa verið til sýnis í Víkinni frá því um sumarið 2012 og eru í eigu Sveins.

Sveinn er barnabarn Haraldar Böðvarssonar og Ingunnar Sveinsdóttur og í dag gerir hann út dekkaðann plastbát sem heitir eftir ömmu hans þ.e. Ingunn Sveinsdóttir AK 91. Sagði Sveinn mér að amma hans hefði haldið mjög mikið upp á hann, en hann er skírður í höfuðið á langafa sínum Sveini Guðmundssyni, hreppstjóra, föður Ingunnar og á einni myndanna sem hér koma heldur hann einmitt á báti sem bar nafn langafa hans Sveinn Guðmundsson AK 70.

Þar sem bátarnir eru sumir hverjir þannig staðsettir á safninu að erfitt er að ná góðum myndum af þeim öllum, einum og sér svo þeir sjáist vel, tók ég 24 myndir og eru 22 þeirra af þessum 17 bátum og því birtast nokkrar myndir af sömu bátunum, en frá mismunandi sjónarhornum. Hinar tvær sýna annarsvegar þær upplýsingar sem safnið setti upp um sýningu þessa og svo er ein mynd af Sveini Sturlaugssyni, þar sem hann heldur á bátnum sem ber nafn langafa hans, Sveini Guðmundssyni.

Fyrir neðan myndirnar birtist saga hvers báts fyrir sig í stuttu máli, þ.e. þegar ég hef birt þær allar 24. Raðast þær eftir stafrófsröð og kemur skipaskárnúmer með þeim bátum sem voru á skipaskrá 1964, er skipaskrárnúmer voru tekin í notkun.

 

           Þetta er mynd af því sem þarna er í boði á Víkinni, Grandagarði Reykjavík. Tvennt er þó þarna sem þarf að leiðrétta eða taka öðruvísi til orða.

1. Þar sem línan hefst með orðunum ,,Sumarið 2012" ef villandi upplýsingar því líkönin hafa verið til sýnis frá sumrinu 2012 og eru enn þar til sýnis.

2. Sagt er að fyrirtækið hafi verið stofnað 1915, en á að vera 1906.

             Sveinn Sturlaugsson, sýnir okkur bátinn sem ber nafn langafa hans,

                                       815. Sveinn Guðmundsson, AK 70

                                                 120. Höfrungur II AK 150

           191. Skírnir AK 12, 766. Skírnir AK 94, 84. Haraldur AK 10 og 878. Ver AK 97

                 873. Ver AK 97, 736. Reynir AK 98 og 120. Höfrungur II AK 150


                        873. Ver AK 97, 736. Reynir AK 98 og 120. Höfrungur II AK 150


                 373. Ásbjörn AK 90, 331. Bjarni Jóhannesson AK 130 og 637. Keilir AK 92

            Höfrungur AK 98, Víkingur AK 80, 815. Sveinn Guðmundsson AK 70, 331. Bjarni Jóhannesson AK 130 og 637. Keilir AK 92


                                   Böðvar AK 33 og 249. Höfrungur III AK 250

         Höfrungur AK 98, Víkingur AK 80, 815. Sveinn Guðmundsson AK 70, 373. Ásbjörg AK 90, 331. Bjarni Jóhannesson AK 130 og 637. Keilir AK 92

                                    191. Skírnir AK 12 og 84. Haraldur AK 10


                  191. Skírnir AK 12, 766. Skírnir AK 94, 84. Haraldur AK 10 og 878. Ver AK 97


                191. Skírnir AK 12, 766. Skírnir AK 94, 84. Haraldur AK 10 og 878. Ver AK 97


                               873. Ver AK 97, 736. Reynir AK 98 og 120. Höfrungur II AK 150


               381. Egill Skallagrímsson AK 73,Böðvar AK 33 og 249. Höfrungur III AK 250

              637. Keilir AK 92, 331. Bjarni Jóhannesson AK 130, 373. Ásbjörn AK 90 og 815. Sveinn Guðmundsson AK 70

                                                     597. Höfrungur AK 91

                                                  836. Reynir AK 98

                                      766. Skírnir AK 94 og 878. Ver AK 97

             Höfrungur AK 98, Víkingur AK 80, 815. Sveinn Guðmundsson AK 70, 331. Bjarni Jóhannesson AK 130 og 637. Keilir AK 92

             383. Ásbjörn AK 90, 331. Bjarni Jóhannesson AK 130 og 637. Keilir AK 92

           Höfrungur AK 98, Víkingur AK 80, 815. Sveinn Guðmundsson AK 70, 373. Ásbjörn AK 90, 331. Bjarni Jóhannesson AK 130 og 637. Keilir AK 92


                                                         873. Ver AK 97

                 873. Ver AK 97, 836. Reynir AK 98 og 120. Höfrungur II AK 150

                              © myndir og texti, Emil Páll, 8. ágúst 2014


             Hér kemur saga hvers báts fyrir sig í stuttu máli


373. Ásbjörn AK 90

Eik, á Ísafirði 1943.

Talinn ónýtur og tekinn af skrá 11. des. 1979

Nöfn: Ásbjörn MB 90, Ásbjörn  AK 90, Dreki  RE 134,  Þórveig GK 222 og Trausti ÁR 71

 

331. Bjarni Jóhannesson AK 130

Eik. Danmörku 1947.

Eldur kom upp í bátnum er hann var á veiðum á Selvogsbanka 25. maí 1975. Áhöfnin komst í gúmmíbát og siðan bjargaði áhöfnin á Jóhannesi Gunnar GK 268 áhöfninni.

Nöfn: Bjarni Jóhannesson AK 130 og Ásgeir Magnússon II GK 59

 

Böðvar AK 33

Eik í Svíþjóð 1947.

Strandaði undar Beruvík á Snæfellsnesi  6. des. 1961. Áhöfnin bjargaðist um borð í Sæfara ÍS 360.

Bar aðeins þetta eina nafn.

 

381. Egill Skallagrímsson AK 73

Eik, Danmörku 1927

Talinn ónýtur og tekinn af skrá 1. okt. 1969

Nöfn: Bjarnarey VE 9, Egill Skallagrímsson MB 73, Egill Skallagrímsson AK 73, Egill Skallagrímsson ÍS 130, Egill Skallagrímsson GK 100, og Sæberg SK 38

 

84. Haraldur AK 10

Stál, Kristiansand, Noregi  1961. Yfirbyggður 1981. Lengdur 1990.

Fór til Belgíu í niðurrif í júlí 2014

Nöfn: Haraldur AK 10, Gandí VE 171, Guðjón VE 7 og síðan aftur Gandí  VE 171 og Kristbjörg VE 71

597. Höfrungur AK 91

Eik Akranesi 1955.

Seldur til Portúgals 14. okt. 1986, en dagaði uppí slippnum á Akranesi, þar sem hann stendur ennþá.

Nöfn: Höfrungur AK 91, Harpa GK 111 og Harpa GK 101

 

Höfrungur AK 98

Eik, Akranesi  1929

Seldur til Færeyja 1947.

Nöfn: Höfrungur MB 98 og Höfrungur AK 98

 

120. Höfrungur II AK 150

Stál  Avalsnes, Noregi 1957. Keyptur hingað til lands 1960. Yfirbyggður 1985.

Rifinn niður í gamla Drafnarslippnum í Hafnarfirði 2010

Nöfn: Höfrungur II AK 150, Höfrungur II GK 27, Erling KE 140, Kambaröst SU 120 og Kambaröst RE 120

 

249. Höfrungur III AK 250

Stál, í Harstad, Noregi 1964. Yfirbyggður 1989.

Seldur úr landi til Ghana  sennilega 2005 eða 6

Nöfn:  Höfrungur III AK 250, Höfrungur II ÁR 250, Hafnarröst ÁR 250 og síðan fréttist af skipinu á Spáni á síðasta ári og þá kom það þar í höfn og var skráð sem flutningaskip með nafninu FRIDA.

 

637. Keilir AK 92

Eik, Halsö.  Svíþjóð 1935.

Talinn ónýtur og tekinn af skrá 3. maí 1976

Nöfn: Keilir GK 92, Keilir MB 92, Keilir AK 92 og Dís RE 95

 

736. Reynir AK 98

Eik, Landskrona, Svíþjóð 1945

Brann og sökk á Selvogsbanka 20. júní 1968. Áhöfnin bjargaðist í gúmmíbát og síðan í varðskipið Þór.

Nöfn: Eiríkur SK 2 og Reynir AK 98

 

191. Skírnir AK 12

Stál, í Leirvik, Noregi 1960. Lengdur 1981.

Seldur til Svíþjóðar upp í nýsmíði og tekinn af skrá 11. des.  1987. Seldur strax áfram til Kolumbíu, í Suður-Afríku

Nöfn:  Katrín SU 54,  Skírnir AK 12, Skúmur KE 111, Skúmur GK 22, Arnfirðingur GK 22 og aftur Skúmur GK 22. Í Svíþjóð var hann skráður sem Skumur.

 

766. Skírnir AK 94

Eik, Ísafirði 1927

Talinn ónýtur og tekinn af skrá 1966.

Nöfn:  Skírnir GK 515, Skírnir MB 94, Skírnir AK 94 og Skírnir GK 79

 

815. Sveinn Guðmundsson AK 70

Eik, Friðrikssun,  Danmörku 1947

Sökk suður af Stokksnesi 25. Nóv. 1975. Áhöfnin bjargaðist í gúmmíbát og síðan um borð í Skinney SF 20.

Nöfn: Sveinn Guðmundsson AK 70,  Haukur RE 64 og Haukur SU 50

 

873. Ver AK 97

Eik Akranesi 1929

Talinn ónýtur og tekinn af skrá 8. des. 1975.

Nöfn: Ver MB 97, Ver AK 97 og Ver ÍS 120

 

878. Ver AK 97

Eik,í Djúpvik, Svíþjóð 1955.

Talinn ónýtur og tekinn af skrá 21. nóv. 1973

Bar aðeins þetta eina nafn

 

Víkingur AK 80

Eik Friðrikssun, Danmörku 1927

Strandaði við Akranes 18. Jan. 1947 og eyðilagðist.

Nöfn: Heimaey VE 7, Víkingur MB 80 og Víkingur AK 80.

13.08.2014 20:21

Haddi Möggu BA 123, Ölver ST 15 og Hafgeir ÍS 115                                6337. Haddi Möggu BA 123, á Patreksfirði, 11. maí 2013

                                         6350. Ölver ST 15, í Norðurfirði, 28. sept. 2013


                                       6752. Hafgeir ÍS 117, í Norðurfirði, 28. sept. 2013

                                       © myndir MarineTraffic, Sigurður Bergþórsson

13.08.2014 19:20

Hafdís SI 131 o.fl. á Siglufirði


             7396. Hafdís SI 131 o.fl. á Siglufirði © mynd Hreiðar Jóhannsson, 11. ágúst 2014

13.08.2014 18:43

Siggi Gísla EA 255, tekinn á land í dag - Sólplast mun gera við hann

Í dag hífði Jón & Margeir upp Sigga Gísla EA 255, sem strandaði mannlaus í Keflavík í dag og hafnsögubáturinn Auðunn náði á flot og dró til Njarðvíkur. Stóð til að taka bátinn beint í Gullvagninn sem myndi flytja hann til Sólplasts í Sandgerði þar sem gert verður við bátinn, en ekki var hægt að fá Gullvagninn í dag og því varð ekkert af því.
Tók ég þessar myndir við það tækifæri og sýni jafnfram skemmd á skrokknum sem varð er báturinn barðist í grjótinu á strandstað.           2775. Siggi Gísla EA 255, kominn á land í Njarðvík, í dag © myndir Emil Páll, 13. ágúst 2014

13.08.2014 18:28

Akraberg SI 90, á Siglufirði


             2765. Akraberg SI 90, á Siglufirði © mynd Hreiðar Jóhannsson, 11. ágúst 2014

13.08.2014 16:09

Makrílbátur: Rak mannlaus upp í fjöru

Í dag gerist sá atburður í Keflavíkurhöfn að báturinn Siggi Gísla EA 255, sem nýbúið var að landa úr losnaði frá bryggjunni, en mannskapurinn var uppi á bryggju. Tókst mönnum ekki að komast út í bátinn áður enn hann fór að reka út úr höfninni. Enginn þeirra sem sá bátinn reka hélt að hann væri mannlaus og því var ekkert gert til að stoppa bátinn sem að lokum strandaði neðan við Pósthússtræti í Keflavík. Fljótlega kom hafnsögubáturinn Auðunn og er hann hafði komið taug um borð með hjálp manna sem komu á vettvang, tók hann einnig niðri, en tókst að losa sig og dró hinn bátinn til hafnar í Njarðvík, þar sem dælt var upp úr honum en þó nokkur sjór hafði komist í bátinn.

Köfunarþjónusta Sigurðar kom á staðinn og stjórnaði dælingu úr bátnum, en Brunavarnir Suðurnesja dældu sjónum og fyrir utan lögreglu var Björgunarsveit á staðnum. Nú á eftir mun Jón & Margeir mæta á staðinn og hífa bátinn upp á bryggju til að skoða hann.


                 2775. Siggi Gísla EA 255, á strandstað og 2043. Auðunn kominn með taug í bátinn © mynd vf.is


                              2043. Auðunn með  2775. Sigga Gísla EA í togi


 


 


                 Auðunn kominn með Sigga Gísla að bryggju í Njarðvík © myndir Emil Páll, 13. ágúst 2014
 

 

 

13.08.2014 13:14

Oddverji ÓF 76, Bíldsey SH 65 o.fl. á Siglufirði


         2102. Oddverji ÓF 76, 2704. Bíldsey SH 65, o.fl. á Siglufirði © mynd Hreiðar Jóhannsson, 11. ágúst 2014

13.08.2014 12:31

Ebbi AK 37, Valþór GK 123 og Svala Dís KE 29, að veiðum í Keflavíkurhöfn í morgun


                             2737. Ebbi AK 37, að landa í Keflavík, í morgun


               1666. Svala Dís KE 29 og 1081. Valþór GK 123, í Keflavíkurhöfn í morgun

                                          © myndir Emil Páll, 13. ágúst 2014

13.08.2014 12:15

Sóley Sigurjóns GK 200 að koma inn til Keflavíkur, í gær

 
 
 

               2262. Sóley Sigurjóns GK 200  að koma inn til Keflavíkur. í gær © myndir Emil Páll,  12. ágúst 2014

13.08.2014 11:12

Nökkvi ÞH 27, landaði makríl í Njarðvík í gær

 

             1622. Nökkvi ÞH 27, að landa makríl, í Njarðvíkurhöfn, í gær © mynd Emil Páll, 12. ágúst 2014

13.08.2014 10:40

Svala Dís hæst í Keflavík í gær og Máni II, í Grindavík

Í gær landaði Svala Dís KE 29, 16 tonnum af makríl í Keflavík og var hún hæsti báturinn. Hæsti báturinn í Grindavík var Máni II ÁR 7 með 11 tonn.


            1666. Svala Dís KE 29, í Keflavíkurhöfn, í morgun © mynd Emil Páll, 13. ágúst 2014

13.08.2014 10:11

Njáll RE 275, í Skipasmíðastöð Njarðvíkur

 

               1575. Njáll RE 275, í Skipasmíðastöð Njarðvíkur - mynd Emil Páll, 12. ágúst 2014

13.08.2014 09:10

Oddverji ÓF 76, á Siglufirði

 

          2102. Oddverji ÓF 76,  á Siglufirði © mynd Hreiðar Jóhannsson, 11. ágúst 2014