Færslur: 2014 Ágúst

13.08.2014 08:24

Blíða SH 277, Bolli KE 400, Svala Dís KE 29 og Guðbjörg Kristín KÓ 6, í gær

 
 

         1178. Blíða SH 277, 6996. Bolli KE 400, 1666. Svala Dís KE 29 og 1765. Guðbjörg Kristín KÓ 6 , rétt við Hafnargarðinn, í Keflavík, í gær © myndir Emil Páll, 12. ágúst 2014

13.08.2014 07:00

Erlendar skútur

 
 

                  Erlendar skútur © myndir Ragnar Emilsson, 5. ágúst 2014

13.08.2014 06:00

Lómur I EA

 

              Lómur I EA, við Akureyri © mynd Sigurbrandur Jakobsson, 2014

12.08.2014 21:58

Mok-makrílveiði í kvöld við endann á hafnargarðinum í Keflavík

Í dag og í kvöld hefur verið góð veiði á makríl út af enda á hafnargarðinum í Keflavík og voru dæmi um að sami báturinn var um kl. 17 í dag búinn að landa á 12. tonn og var enn að. Sem dæmi um nálægð bátanna við bryggjuna var Blíða SH nánast fast upp við bryggjuna eins og sést á myndum þeim sem ég tók núna áðan og birtast nú.


 

 


 


 

 

 

             Makrílbátar, við enda hafnargarðsins í Keflavík núna í kvöld © myndir Emil Páll, 12. ágúst 2014
 
 
 

12.08.2014 21:00

Algjör veisla framundan

Í sumar hef ég viðað að mér miklu og skemmtilegu efni til birtingar hér á síðunni.  Um er að ræða hátt í 300 myndir frá mér og Birgi Guðbergssyni, en mínar myndir eru flestar teknar á árunum 1965 til 1975 og hafa ekki komið fram áður og myndir Birgis eru teknar nær 1980 og þar í kring, jafnvel upp úr því ári. Þar sjáum við mörg skip, nánast eingöngu íslensk og þá bæði skipin sjálf og eins innanborðs, mannskap og fleira. Birting á þeim hefst upp úr miðri næstu viku og kemur í bland við annað efni hér á siðunni, en hér fyrir neðan, kemur eitt lítið sýnishorn sem birtist nú.

Annað kvöld birti ég svo myndir og sögu 17 af fjölmörgum skipum Haraldar Böðvarssonar & Co.

Öðru hvoru megin við helgina koma hugrenningar um mál sem skiptir sjómenn og útgerðarmenn þó nokkru máli. Áformað er að vera með hugrenningar af og til, hér á síðunni.

AF þessu tilefni sendi ég  Birgi Guðbergssyni, sem starfar sem friðarliði hjá Sameinuðu þjóðunum í Afríku, Sveini Sturlaugssyni útgerðarmanni, o.fl. er hjálpuðu mér að ná þessu, kærar þakkir fyrir samstarfið                             

                                                                Elvis

             Úrklippa úr blaði er segðir frá því er Elvis, týndist snemma á níunda áratug síðustu aldar

 

Það sem nú birtist er um bát þennan og það merkilega við þann bát er að hann er ennþá til.

Báturinn hét Elvis og var skráður í Keflavík og bar hann það nafn á árunum 1981, að hann kom nýr frá Hafnarfirði og til 1987 að hann var seldur.

Eftir að hafa verið gerður út sem Hringur II, Hringur ÞH 265 og Hringur HF 40, tók Kristján Nielsen að sér að lengja bátinn árið 1995, fyrir þáverandi eigendur. Kristján var tengdur eigendum bátsins í upphafi, því það var faðir hans Preben Nielsen og bróðir Kristjáns, Baldvin Nielsen sem skráðir voru eigendur á honum fyrst.

Bátur þessi er ennþá til og heitir í dag Bjarmi HF 368 og birti ég mynd af honum undir því nafni svo og undir nafninu  Hringur HF 40 auk mynda frá Elvistímanum.

Elvisnafnið á bátnum er þannig tilkomið að Baldvin Nielsen var  og er mikill Elvisaðdáandi og því var hann skírður í höfuðið á Elvis Prestley. Næstkomandi laugardag 16. ágúst eru liðin 37 ár síðan Elvis Presley féll frá, en goðið hefði orðið áttræður  8. janúar nk.

Um borð í Elvis í þessari ferð voru Baldvin Nielsen og Birgir Guðbergsson, ásamt Hafrúnu Hermannsdóttur, þáverandi sambýliskonu Baldvins og barnsmóðir hans, af þremur börnum.

           Hér sjáum við þyrluna er hún sveimaði yfir þeim á 6908. Elvis, eftir að báturnn fannst að nýju

                                            6908. Elvis í prufusiglingu eftir viðgerð á Patreksfirði


                         6908. Elvis í prufusiglingu á Patreksfirði

                                                  © myndir Birgir Guðbergsson

                      6908. Hringur HF 40 ex ex Elvis á árunum 1992 - '97

             6908. Bjarmi HF 368, sami bátur, en nokkuð breyttur í útliti © mynd Emil Páll, í Hafnarfirði 18. apríl 2014

 

AF FACEBOOK:

Sigurbrandur Jakobsson Já þetta lofar sko góðu big like á þetta
 

 

 

12.08.2014 20:21

Royal Justice

 

                       Royal Justice © mynd Ragnar Emilsson, 5. ágúst 2014

12.08.2014 19:20

Hamar GK 176

 

              7269. Hamar GK 176 © mynd Ragnar Emilsson, 8. ágúst 2014

12.08.2014 18:19

Þórdís GK 198

 

              6159. Þórdís GK 198 © mynd Ragnar Emilsson, 6. ágúst 2014

12.08.2014 17:20

Ebbi AK 37, Andri SH 450 og Sæþór EA 101, á veiðum við Snæfellsnesið í dag

Sæll hér koma myndir af Ebba AK-37, Andra SH-450 og Sæþóri EA-101. Stundum eru ekki einu sinni bátslengdir á milli báta, enda sýnist mér flestir makrílbátar landsins vera á veiðum við Snæfellnesið.
Kv. Sæljómi


             7028. Andri SH 450 og 2705. Sæþór EA 101, við Snæfellsnesið í dag


                                 2705. Sæþór EA 101 og 7028. Andri SH 450


                                                 2705. Sæþór EA 101


                                                   2737. Ebbi AK 37

               Við Snæfellsnesið í dag © myndir feðgarnir á Sæljóma BA 59

 

AF FACEBOOK:

Guðni Ölversson Hrikalega flottir bátar þessir stóru.

12.08.2014 17:18

Ragney HF 42

 

               5889. Ragney HF 42 © mynd Ragnar Emilsson, 5. ágúst 2014

12.08.2014 16:17

Strekkingur HF 30

 

               2650. Strekkingur HF 30 © mynd Ragnar Emilsson, 30. júlí 2014

12.08.2014 15:16

Kristbjörg SH 112, á siglingu

 

              2468. Kristbjörg SH 112 © mynd Ragnar Emilsson, 5. ágúst 2014

12.08.2014 14:15

Hlöddi VE 98, á siglingu

 

                  2381. Hlöddi VE 98 © mynd Ragnar Emilsson, 6. ágúst 2014

12.08.2014 13:14

Máni ÁR 70

 
 

                1829. Máni ÁR 70 © myndir Ragnar Emilsson, 16. júli 2014

12.08.2014 12:18

Lilja BA 107

 

               1762. Lilja BA 107 © mynd Ragnar Emilsson,  30. júlí 2014