Færslur: 2014 Ágúst
22.08.2014 05:33
Skútan Dís, strönduð við Viðey
Skútan Dís strandaði í gærkvöldi á sundunum í Reykjavík og sendi Kristján Kristjánsson, mér þessa mynd
![]() |
|
AF FACEBOOK: Emil Páll Jónsson Skútan losnaði af strandstað suður af Viðey um kl. 1 í nótt og sigldi síðan fyrir eigin vélarafli. |
21.08.2014 21:00
Veislan hefst á morgun
Eins og þig eigið flest að vita, sagði ég frá því í síðustu viku að senn myndi ég hefja birtingu á myndum sem ég og Birgir Guðbergsson tókum fyrir þó nokkru síðan og eru sumar hverjar hreinar perlur. Þarna koma myndir af ýmsum hásetum sem nú eru yfirmenn, svo og fleirum en það. Mun ég sleppa því að birta nöfnin áður en myndirnar birtast. Um er að ræða hátt í 300 myndir, sem flestar hafa aldrei birts áður.
Auk mynda af bátum og skipum, eru syrpur teknar um borð í ákveðnum bátum, ýmist á nótaveiðum, reknetum eða netaveiðum.
Í síðustu viku þegar ég kynnti þetta, birti ég frásögn af bátnum Elvis og það þegar hann týndist og fannst sem betur fer aftur. Nú kemur mynd af öðrum eiganda bátsins, en þessi mynd er tekin af honum um borð í Helgu Guðmundsdóttur BA 77 á árinu 1980, sá er Baldvin Nielsen og verður sá bátur m.a. mikið í sviðsljósinu. En hann er einn þeirra báta sem koma við sögu á næstu vikum.
Fyrst ég er að birta mynd af Baldvini, birti ég samkvæmt hans ósk eftirfarandi um það sem kom fram í greininni í síðustu viku og meira um það mál.
Myndir þær sem fylgdu umræddri grein og voru af Elvis voru teknar er hann var í prufusiglingu eftir viðgerð á Patreksfirði, eftir að hafa verið dreginn þangað í framhaldi af því að hann fannst. Hafrún sem var um borð í Elvis þessa ferð var 16 ára og strákarnir Birgir og Baldvin voru 18 ára, skipverjar á Helgu Guðmundsdóttur BA 77.
Í umfjölluninni birti ég mynd af úrklippu úr blaði einu, sem sagði frá atburðinum og óskaði Baldvin eftir því að fram kæmi að frásagnir blaðana voru mjög misjafnar og sumt alls ekki rétt með farið. Dagblaðið Vísir var fyrst með fréttina, en hún birtist á forsíðu blaðsins 30. júní 1982. Tíminn birti frétt um málið á bls. 3 þann 1. júlí og Morgunblaðið á blaðsíðu 9 þann 3. júlí 1982.
|
Baldvin Nielsen við blökkina á 1076. Helgu Guðmundsdóttur BA 77, er þeir voru á loðnuveiðum © mynd Birgir Guðbergsson, haustið 1980.
AF FACEBOOK: Sigurborg Sólveig Andrésdóttir flottur þarna Balli
|
21.08.2014 20:21
Frár VE 78 og Tryggvi Sigurðsson, Drullusokkur nr. 1
1595. Frár VE 78, kominn upp í slipp hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur í ágúst 2009

1595. Frár VE 78, tilbúinn til sjósetningar í Skipasmíðastöð Njarðvíkur í sept. 2009

1595. Frár VE 78, laus úr sleðanum og stefnir á bryggjuna til að taka hjól Tryggva
Eftir sjósetningu á Frá kom Tryggvi á mótórfáki sínum að skipshlið
Áður en gengið er frá hjólinu til hífingar um borð þarf að taka af sér hjálminn
Það er ekki sama hvernig tógið er sett á hjólið
Ekki var þetta alveg nógu gott og því þurfti að laga áður en híft var
Þetta er allt annað
Hjólið komið á loft
Svo allt færi nú eins og Tryggvi vildi sjálfur tók hann við stjórn kranans

Eftir að hjólið og Tryggvi voru komin um borð var siglt út frá Njarðvík

© myndir Emil Páll í ágúst og september 2009
21.08.2014 19:19
Skútusyrpa af Vestfjörðum
![]() |
||||||||||||||
|
|
21.08.2014 19:11
Bátar við bryggju í Stykkishólmi og gamall bátur á legu á Vestfjörðum
![]() |
||
|
|
21.08.2014 18:18
ms. Lagarfoss fer frá Eyjum í fyrsta sinn í dag
![]() |
|
|
||
|
ms. Lagarfoss fer frá Eyjum í fyrsta sinn í dag © myndir Heiðar Baldursson, 21. ágúst 2014
21.08.2014 18:07
Dísa o.fl. á Vestfjörðum
![]() |
2591. Dísa o.fl., á Vestfjörðum © mynd Jónas Jónsson, í ágúst 2014
21.08.2014 17:18
Skúta o.fl. í Stykkishólmi, í fyrradag

Skúta o.fl. í Stykkishólmi, í fyrradag © mynd Sigurbrandur Jakobsson, 19. ágúst 2014
21.08.2014 16:17
Skemmtibátur á Vestfjörðum

Skemmtibátur á Vestfjörðum © mynd Jónas Jónsson, í ágúst 2014
21.08.2014 14:15
Marco Polo, á Akureyri
![]() |
Marco Polo, á Akureyri © mynd Sigurbrandur Jakobsson, 14. ágúst 2014
21.08.2014 13:14
Óþekktur bátur á Ísafirði

Óþekktur bátur, á Ísafirði © mynd Jónas Jónsson, í ágúst 2014
21.08.2014 12:19
L'Austral, á Akureyri og á Ísafirði

L'Austral, á Akureyri © mynd Sigurbrandur Jakobsson, 2014



L'Austral, á Ísafirði © myndir Jónas Jónsson, í ágúst 2014
21.08.2014 11:12
Falkland Cement, á Akureyri

Falkland Cement, á Akureyri © mynd Víðir Már Hermannsson, 27. júlí 2014





















