Færslur: 2012 September
11.09.2012 16:35
Nýr þjónustubátur Fjarðalax
"Báturinn er mikilvæg forsenda fyrir áframhaldandi uppbyggingu laxeldis á svæðinu og framundan er mikil vinna við nótaskipti og er hann því mjög kærkomin fyrir starfsmenn fyrirtækisins," segir Jón Örn Pálsson svæðisstjóri Fjarðalax á Tálknafirði.
Frá þessu er greint á vef Tálkafjarðarhrepps.
11.09.2012 16:00
Ingunn AK 150

2388. Ingunn AK 150 © mynd Faxagengið, faxire9.123.is, 14. ágúst 2012
11.09.2012 15:00
Örvar SH 777 og Ágúst GK 95

2159. Örvar SH 777 og 1401. Ágúst GK 95, Siglufirði © mynd Hreiðar Jóhannsson, 5. spet. 2012
11.09.2012 14:00
Örvar SH 777

2159. Örvar SH 777, Siglufirði © mynd Hreiðar Jóhannsson, 5. sept. 2012
11.09.2012 13:01
Viggó SI 32

1544. Viggó SI 32, Siglufirði © mynd Hreiðar Jóhannsson, 9. sept. 2012
11.09.2012 12:30
Steini Vigg SI 110

1452. Steini Vigg SI 110, Siglufirði © mynd Hreiðar Jóhannsson, 1. sept. 2012
11.09.2012 12:00
Steini Vigg og Sigurvin

1452. Steini Vigg SI 110 og 2683. Sigurvin, Siglufirði © mynd Hreiðar Jóhannsson, 9. sept. 2012
11.09.2012 10:00
Þorleifur EA 88

1434. Þorleifur EA 88, Siglufirði © mynd Hreiðar Jóhannsson, 9. sept. 2012
11.09.2012 09:00
Keilir SI 145

1420. Keilir SI 145, Siglufirði © mynd Hreiðar Jóhannsson, 9. sept. 2012
11.09.2012 08:00
Sigurborg SH 12

1019. Sigurborg SH 12 © mynd Hreiðar Jóhannsson, 9. sept. 2012
11.09.2012 07:20
Lundey NS 14




155. Lundey NS 14 © myndir Faxagengið, faxire9.123.is, í sept. 2012
11.09.2012 07:00
Ugla, á Siglufirði




1754. Ugla, á Siglufirði © myndir Siglufjarðar-Seigur, í sept. 2012


1754. Ugla, hjá Siglufjarðar-Seig © myndir Hreiðar Jóhannsson, í sept. 2012
10.09.2012 23:00
Stýrishúsa-haugur í Grenaa

Vanti mönnum stýrishús, er úrvalið mikið hjá þeim í Grenaa, Danmörku © mynd Guðni Ölversson, í ágúst 2012
10.09.2012 22:00
Silver Ocen

Silver Ocen, í Reykjavík © mynd Sigurður Bergþórsson, 4. sept. 2012
10.09.2012 21:48
Góð síldveiði í blíðskaparveðri
10. sep. 2012
,,Við vorum að ljúka við seinna holið
með Ingunni AK og erum komnir með hátt í 600 tonn af síld og nú verður
stefnan tekin á Vopnafjörð. Það var kaldaskítur hér í gærkvöldi en frá
því í nótt og í allan dag hefur verið blíðskaparveður hjá okkur. Við
erum hér í miðri lægðarmiðjunni og njótum þess greinilega."
Þetta sagði Stefán Geir Jónsson, skipstjóri á Lundey NS, er rætt var
við hann nú síðdegis en þá var Lundey í utanverðu Glettinganesgrunninu
eða um 65 sjómílur austur af Vopnafirði. Að sögn Stefáns Geirs hófst
veiðiferðin í fyrradag og þá um kvöldið og nóttina voru tekin tvö hol
með Faxa RE en uppsjávarveiðiskip HB Granda eru á tveggja skipa veiðum
og saman með eitt stórt troll á síldveiðunum. Í gærkvöldi var þriðja
holið klárað og þá fór Faxi til Vopnafjarðar með hátt í 600 tonn af
síld. Ingunn kom í staðinn á veiðisvæðið og togaði á móti Lundey. Lokið
var við fyrra holið í morgun og nú um miðjan dag fengust rúmlega 300
tonn af síld eftir um fimm tíma hol.
,,Síldin er fín og af góðri stærð og makríll hefur ekki verið með í aflanum," segir Stefán Geir Jónsson.
Magnús Róbertsson, vinnslustjóri HB Granda á Vopnafirði, tekur undir með Stefáni Geir. Hann segir að uppistaðan í síldaraflanum sé síld af stærðinni +350 til 370 grömm. Öll síldin er unnin í svokölluð samflök fyrir frystingu.
Eiginlegar síldveiðar á vegum HB Granda hófust í síðustu viku eftir velheppnaða makrílvertíð og síðan þá hafa Lundey, Ingunn og Faxi öll komið einu sinni með síldarafla til vinnslu á Vopnafirði. Faxi er nú í höfn á Vopnafirði en þegar löndun lýkur mun skipið fara til móts við Ingunni sem bíður á miðunum.
