Færslur: 2010 Mars
08.03.2010 00:00
Sjö myndir af 11 nöfnum, því vantar fjórar myndir

918. Gullfaxi NK 6 © mynd dagsbrúnarætt.bloggar.is

918. Þorgrímur ÍS 175 © mynd Snorri Snorrason

918. Sigurvík SH 117 © mynd Snorrason

918. Sigurvík SH 117 © mynd Tryggvi Sig.

918. Sigurvík SH 117 © mynd Tryggvi Sig.

918. Sigurvík VE 555 © mynd Tryggvi Sig.

918. Sigurvík VE 555 © mynd Snorrason

918. Skuld VE 263 © mynd Tryggvi Sig.

918. Skuld VE 263 © mynd batarogskip

918. Sigurbára VE 249 © mynd batarog skip

918. Sigurbára VE 249 © mynd Jón Páll

918. Hrauney VE 41 © mynd Tryggvi Sig.

918. Hrauney VE 41 © mynd batarogskip

918. Hrauney VE 41 © mynd Tryggvi Sig.
Smíðaður hjá Mortensen Skibsbygg A/S, Frederikssund, Danmörku 1955. Endurbyggður hjá Dráttarbraut Keflavíkur hf., Keflavík 1971. Mulinn niður í Vestmannaeyjum 2005.
Nöfn: Gullfaxi NK 6, Þorgrímur ÍS 175, Þorgrímur KE 81, Þingey ÞH 102, Sigrún ÞH 169, Sigurvík SH 117, Sigurvík VE 555, Vík VE 555, Skuld
07.03.2010 22:31
Óskar kominn að bryggju
Hafnsögubáturinn Hamar dró Óskar síðan að bryggju og eru kafarar að skoða hvort einhverjar skemmdir hafi orðið.
Mannskapnum varð ekki meint af og var hann í skipinu allan tímann.
Óskar var að hefja þriðju ferð sína með varning til Grænlands vegna gullvinnslunnar sem þar fer fram.
07.03.2010 22:19
Hafnarfjarðarsyrpa dagsins

1143. Sæberg HF 224

F.v. 1321. Stormur KE 1, 1204. Jón Gunnlaugs ÁR 444, 137. Surprise HF 8 og 1081. Valþór NS 123.

2702. Gandí VE 171

Antigone Z

Friðborg FD 242 © myndir Emil Páll, 7. mars 2010 í Hafnarfirði
07.03.2010 20:07
Kristbjörg ÁR 177

239. Kristbjörg ÁR 177 © mynd Emil Páll, 7. mars 2010
07.03.2010 19:27
Myndasyrpa af Happasæl KE 94



1767. Happasæll KE 94 © myndir Emil Páll, 7. mars 2010
07.03.2010 18:29
Nýjar myndir af Óskari RE á strandstað í Hafnarfirði
Flutningabáturinn Óskar RE 157, strandaði í Hafnarfjarðarhöfn í dag, er hann var nýfarinn frá bryggju á leið með farm fyrir gullvinnsluna á Grænlandi. Talið er að bilun hafi orðið í skiptiskrúfu með þessum afleiðingum.
Er nú beðið eftir að það flæði að, en flóð er einhvern tímann fyrir miðnætti. Er ég kom þarna um kl. 17 var fjara og tók ég þá þær fjórar myndir sem nú fylgja með.
Eins og oft áður hefur Köfunarþjónusta Sigurðar björgunina á sínum snærum en nú eru þeir Köfunarþjónustu Gunnars til aðstoðar. Að sögn Sigurðar Stefánssonar ætlðu þeir að fara að kafa til að skoða skipið, en þeir vonuðust til að ekki yrði kippt í það fyrr en nær vær dregið háflóði.



962. Óskar RE 157, á strandstað í gömlu höfninni, í Hafnarfirði í dag © myndir Emil Páll, 7. mars 2010
07.03.2010 11:31
Eldfim umræða: Hvers vegna er gömlu bátunum ekki sökkt á veiðislóð?

Gamlir bátar í Njarðvikurhöfn, sem og víðar og virðast aðallega vera þar til að skapa hafnarstarfsmönnum og öðrum vinnu með að gæta þess að þeir sökkvi þar ekki © mynd Emil Páll 7. mars 2010
Nú ætla ég að taka fyrir mál sem flestir forðast að ræða, en þarf samt að komast í umræðuna. Því á ég allt eins von á að enginn tjái sig hér fyrir neðan af ótta við umræðuna, eða að einhverjir sem eru mér ekki sammála þori að koma fram. Hvað um það ég mun engu svara frekar um málið, hvað sem sagt verður, ef eitthvað verður þá sagt.
Í dag horfum við fram á tvennskonar vandamál, annars vegar það að ekki er lengur að finna nokkur skjól fyrir fiskinn til að hrygna, eða til að alast upp búið er að skarkast með troll eða dragnót á þeim þannig að skjólið er að mestu farið.
Á sama tíma stöndum við uppi með það vandamál að hafnir landsins eru komnar felstar með mikið af ónýtum skipum sem þarf að farga, en ekki má brenna út frá umhverfissjónarmiðum og ekki heldur sökkva af sömu ástæðum.
Því er spurningin afhverju ekki að gefa undanþágu og sameina þetta hvorutveggja. T.d. með því að sökkva gömlum skipum á veiðislóð já eða t.d. í Hafnarleirnum og skapa þar með möguleika fyrir því að skól myndist fyrir fiskana til að fæðast og alast upp. Menn furða sig á að ekki skuli lengur sjást sandsíli, en hvar fær það frið í sandi til að verða fullþroska, hvergi eða alla vega á mjög fáum stöðum.
Í dag er bannað að brenna þessum gömlum bátum sökum mengunarhættu. Það er hinsvegar hægt að fjarlægja þau úr bátum sem sást best er Svanur sökk í Njarðvíkurhöfn, þá kom varla brák á sjóinn. Bátinn mátti hinsvegar ekki brenna, því talið var að mengun yrði er gömul málning myndi brenna.
Málið er að við erum komnir í svo mikil reglugerðaþjóðfélag að ekkert er hægt að gera og því finnst mér nú vera komin þörf á að taka þessi bæði mál og skoða hvort ekki megi samræma þau og gera undanþágu, því fiskurinn þarf staði til að alast upp, það sést á þeim flökum sem hann kemst í skjól í nú þegar. En betur má ef duga skal.
Sameinumst nú og skoðum málið vel ofan í grunninn og hugum að því hvort þarna sé ekki leið til að fara leið beggja, þ.e. umhverfissinna og þeirra sem vilja sjá fiskinn aukast á ný í veiðarlegar stærðir.
07.03.2010 11:26
Berglín GK 300 í Njarðvík
Togarinn Berglín GK 300 kom til Njarðvikur í morgun, en á morgun verður landað úr togaranum sem er með góðan afla. Tók ég eftirfarandi myndir þegar búið var að binda skipið.



1905. Berglín GK 300, í höfn í Njarðvík © myndir Emil Páll 7. mars 2010
07.03.2010 11:16
Netaveiði á Stakksfirði

1767. Happasæll KE 94 á netaveiðum á Stakksfirði í morgun © mynd Emil Páll 7. mars 2010
07.03.2010 00:00
Kristján Valgeir GK 575 / Grindvíkingur GK 606 / Gígja RE 340 / Stakkanes ÍS 847 / Stakkanes

1011. Kristján Valgeir GK 575 © mynd í eigu Ljósmyndasafns Akraness

1011. Grindvíkingur GK 606 © mynd Snorrason

1011. Gígja RE 340 © mynd Emil Páll

1011. Stakkanes ÍS 847 © mynd af heimasíðu Álasunds

1011. Stakkanes ÍS 847 © mynd skerpla.is

Stakkanes, í höfn í Noregi © mynd Fiskeri.no Akse KNittysen 2008
Smíðanúmer 51 hjá Kaarbös Mek. Verksted A/S, Harstad, Noregi 1966. Kom til Sandgerðis 23. júlí 1966. Lengdur og yfirbyggður hjá Hákonsen Mekanik, Skudenshavn, Noregi 1974 og aftur 1979. Selt til Svíþjóðar í apríl 1978, en keypt aftur til landsins í sama mánuði.
Meðan Svíar áttu skipið lá það í Grindavíkurhöfn og fór því aldrei úr landi ( í apríl 1978).
Leigt Hauki Guðmundssyni, Íshúsi Njarðvíkur til að nota við björgun á 1246. Guðrúnu Gíosladóttur KE 15, við Noregi frá haustinu 2002. Seldur á uppboði 31. maí 2007 og átti í framhaldi af því að fargast. En síðan birtist allt í einu mynd sú sem hér sést fyrir ofan af bátum í janúar 2010, sem Stokksnes í höfn í Noregi og er ekkert vitað nánar um skipið.
Nöfn: Kristján Valgeir GK 575, Kristján Valgeir NS 150, Grindvíkingur GK 606, Grindvíkingur GK 707, Gígja RE 340, Gígja VE 340, Stakkanes ÍS 847, Stakkanes ÍS 848 og Stakkanes.
06.03.2010 23:10
,,Glimrandi gott að vera kominn aftur í slaginn"
220. Víkingur AK 100 © mynd af heimasíðu HB Granda
Víkingur AK er nú á leið til Vopnafjarðar með fullfermi af loðnu eða um 1.400 tonn sem fengust í gær og í dag suðvestur af Malarrifi á Snæfellsnesi. Að sögn Magnúsar Þorvaldssonar skipstjóra er þetta fyrsti fullfermistúrinn hjá Víkingi á loðnuvertíðinni. Ákveðið var að senda skipið til veiða í síðustu viku í því skyni að auka líkurnar á að hægt yrði að nýta sem allra mest af loðnukvóta HB Granda til hrognatöku.
Magnús Þorvaldsson er gamalreyndur í hettunni en hann var síðast með Sunnuberg NS þegar hann var fenginn til þess að vera með Víking ef sú staða kæmi upp að nota þyrfti skipið. Magnús var síðast á loðnuveiðum með Víking fyrir tveimur árum en í fyrra var skipið notað til flutninga á makrílafla og fór þá tvo túra með makríl til Færeyja og einn til Vopnafjarðar.
,,Það er glimrandi gott að vera kominn í slaginn að nýju og það þrátt fyrir að það hafi verið skítabræla frá því að við fórum til veiða fyrir tæpri viku," sagði Magnús er tíðindamaður heimasíðunnar ræddi við hann í dag. Reyndar gekk erfiðlega að ljúka spjallinu því fyrst er hringt var í Magnús var hann að búa sig undir að kasta og næst þegar samband náðist var verið að dæla úr nótinni í haugabrælu. Því verki lauk um kl. 17 og í framhaldinu var stefnan tekin til Vopnafjarðar og ákveðið var að fara suðurleiðina.
,,Þetta var búið að vera hálfgert bras frá því að við fórum til veiða. Við höfum verið að veiða úr litlum torfum og veðrið hefur ekki hjálpað til. Það var fyrst í dag sem skipin voru að fá ágætis köst og við náðum að fylla með um 400 tonna kasti um 12 mílur suðvestur úr Malarrifinu. Fyrsta fullfermið okkar en áður vorum við búnir að landa tveimur slöttum á Akranesi," sagði Magnús Þorvaldsson en þegar hann var spurður að því hvenær hann reiknaði með því að Víkingur myndi koma til Vopnafjarðar með aflann, svaraði hann einfaldlega: ,,Hvaða dagur er í dag? Miðvikudagur? Ætli við verðum ekki komnir á föstudag en annars á ég eftir að skoða það betur."
06.03.2010 22:29
Viltu komast á rækju?
Svona í leiðinni þá spurði ég hann út í ábendingu sem kom inn á síðuna í dag um að hann væri eigandi af Jóhönnu Margréti en ekki Gísli og Hálfdán ehf., sem ég hét að væri eigandi. Sagði hann þetta vera rétt, hann hefði keypt bátinn á nauðungaruppboði en fyrri eigandi var þrotabú Marbergs ehf. Aðspurður taldi hann að báturinn myndi fara að lokum í pottinn fræga.
Varðandi umsögn mína í nótt um eiganda Jóhönnu Margrétar, þá fórsts annar aðilinn að fyrirtækinu Gísla og Hálfdáni nýverið. En eins og kemur fram hér að ofan átti það fyrirtæki ekki Jóhönnu Margréti, en mun hafa verið eitthvað tengt Marbergi.
78. Ísborg ÍS 250, í höfn í Njarðvík © mynd Markús Karl Valsson í sept. 2009
163, Jóhanna Margrét SI 11, sem nú er í eigu sama aðila og á Ísborgina þ.e. Arnars Kristjánssonar á Ísafirði © mynd Emil Páll 2009
06.03.2010 13:16
Súlan sat föst í morgun og Erika kom og náði að losa hana

Erika GR 18-119 yfirgefur Neskaupstað, eftir að hafa losa loðnu í hrognatöku

Hér hefur Erika snúið við til að aðstoða Súluna EA 300

Áður en Erika kom til hjálpar var allt reynt, en án árangurs





Hér er Erika komin á staðinn og tóg sett á milli skipanna

Erika byrjar að kippa í Súluna

Hér er Súlan laus úr festunni, en enn í togi hjá Eriku

1060. Súlan EA 300 siglir síðan að löndunarbryggjunni á Neskaupstað
© myndir Bjarni G. í morgun 6. mars 2010
06.03.2010 12:38
Siglir SI 250 tekur hráefni úr öðru skipi

2236. Siglir SI 250, utan við Grindavík að taka við afla úr að mér sýnist 979. Víkurbergi GK 1 © mynd Kr.Ben

