Færslur: 2010 Mars

14.03.2010 14:35

Eldhamar GK 13 / Eldhamar II GK 14 / Kofri ÍS 41 / Pétur Jakob SH 37 / Laxdal SH 37 / Laxdal NS 47

Þá tek ég aftur upp þráðinn í að birta seríumyndir af bátum og nú er það einn sem smíðaður var á Fáskrúðsfirði árið 1979 og er enn í rekstri.


       1538. Eldhamar GK 13, siglír út Hafnarfjörð © mynd Snorrason


                         1538. Eldhamar GK 13, í Grindavík © mynd Tryggvi Sig.


   1538. Eldhamar II GK 14, í innsiglingunni til Grindavíkur © mynd Snorrason


                           1538. Kofri ÍS 41 © mynd Halldór Magnússon


                             1538. Pétur Jakob SH 37 © mynd Jón Páll


                            1538. Laxdal SH 37 © mynd Jón Páll


                1538. Laxdal NS 47, í Reykjavík © mynd holmarinn.blog.is 2007

Smíðanúmer 37 hjá Trésmiðju Austulands hf. Fáskrúðsfirði 1979, eftir teikningu Egils Þorfinnssonar.

Upphaflega smíðaður fyrir Baldur Guðlaugsson á Fáskrúðsfirði, en hann hætti við. Smíði bátsins stóð síðan yfir frá 1976 til 1979.

Úreldingastyrkur samþykktur 1994, en hætt við að nota hann 31, mars 1995.

Nöfn: Tjaldur SU 115, Húnavík HU 38, Eldhamar GK 13, Guðmundur K. SH 126, aftur Eldhamar GK 13, Eldhamar II GK 14, Atlanúpur ÞH 162 (aðeins í nokkra daga), Öxarnúpur ÞH 162, Kofri ÍS 41, Gustur SH 13, Pétur Jakob SH 37, Laxdal SH 37, Laxdal NS 47, Laxdal HF 15 og núverandi nafn: Laxdal HU 47.

14.03.2010 00:00

Sjö togarar

Hér kemur myndasyrpa með sjö togurum, sem Þór Jónsson á Djúpavogi hefur tekið.


                                                         1478. Bergey VE 544


                                                     1492. Hegranes SK 3


                                                     1495. Birtingur NK 119


                                                     1497. Kambaröst SU 200


                                                      1505. Ásgeir RE 60


                                                    1529. Þorlákur ÁR 5


                                      1548. Barði NK 120 © myndir Þór Jónsson

13.03.2010 17:32

Óli Færeyingur SH 315

 

Segja má að atburðarrásin í kring um Gáskabátinn Gullbjörgu ÍS 666, sem senn mun fá nafnið Óli Færeyingur SH 315, hafi verið nokkuð furðuleg frá síðarihluta síðasta árs og fram til dagsins í dag. Hófst þetta með því, að er ljóst var að báturinn myndi lenda á uppboði virðist einhver hafa tekið vél bátsins upp í skuld og síðan var hann seldur á uppboði vélalaus og eignaðist þá Haraldur Árni Haraldsson bátinn og stóð til að draga hann frá Ísafirði til Bíldudals, en af einhverju ástæðum var lyftari að lyfta honum og rann þá báturinn út af og skall niður með þeim afleiðingum að hátt í eins metra löng sprunga kom á stefni bátsins neðan sjólínu. Var hann því drifin upp á flutningabíl og ekið með hann frá Ísafirði og suður í Sandgerði og þangað var komið með hann í 22. desember sl  og þar var gert við hann hjá Sólplasti ehf. Segja má að þar með hafi báturinn næstum því verið kominn heim til föðurhúsanna því hann var framleiddur hjá Mótun ehf. í Njarðvík á sínum tíma.
Í dag fór bátunn aftur upp á flutningabíl, því nú var búið að selja hann til Rifs á Snæfellsnesi, þar sem hann mun fá nafnið Óli Færeyingur SH 315. Áður en að útgerð hefst verður sett niður í hann vél og báturinn málaður hátt og lágt og mun eigandi bátsins annast það í húsnæði í Ólafsvík.

Hér verðar birtar myndir af bátnum er teknar voru af honum er hann kom til Sandgerðis í viðgerðina og síðan er hann var tekin út úr húsi í dag og settur á flutningabílinn sem flutti hann á Snæfellsnesið. Einnig birtast myndir af hinum nýja eiganda bátsins, frænda hans og fulltrúa frá Sólplasti ehf.  Þá verður saga bátsins rakin einnig.


    2452. Gullbjörg ÍS 666 komin að bátasmiðju Sólplasts ehf., í Sandgerði © mynd Emil Páll 23. desember 2009


           2452. Óli Færeyingur SH 315, tilbúinn til flutningsins á Snæfellsnesið


    Frændurnir Snorri Birgisson (t.v.) sem var að hjálpa, Óla Olsen, eiganda bátsins


   F.v. Kristján Nielsen, hjá Sólplasti, Óli Olsen, eigandi bátsins og Snorri Birgisson
                                      © myndir Emil Páll 13. mars 2010


                              2452. Gullbjörg ÍS 666 © mynd Jón Páll 2007


      2452. Gullbjörg ÍS 666 © mynd Guðmundur St. Valdimarsson

Af gerðinni Gáski 960D frá Mótun ehf., í Njarðvík og var í raun nýsmíði nr. 3 frá þeirri stöðu, en fyrirtækið Eldafl í Njarðvík sá um niðursetningu á vél og tækjabúnaði. Var hann afhentur í des. 2000.

Nöfn: Gyllir ÍS 251, Brekey BA 136, aftur Gyllir ÍS 251, Gullbjörg ÍS 666 og nú fær hann nafnið Óli Færeyingur SH 315

13.03.2010 17:07

Gulltoppur GK 24
              1458. Gulltoppur GK 24, í höfn í Njarðvík © myndir Emil Páll, 13. mars 2010

13.03.2010 17:05

Ingibjörg SH 174


             2615. Ingibjörg SH 174, í Sandgerðishöfn © mynd Emil Páll, 13. mars 2010

13.03.2010 12:55

Spánskir ferðamenn með skemmtiferðaskipum fjölmenna til Reykjavikur

Af vef Faxaflóahafna:
 
Grand Mistral

Í júlí og ágúst í sumar  kemur spánska skemmtiferðaskipið Grand Mistral tvisvar sinnum til Reykjavíkur og stoppar í fyrra skiptið í 3 sólarhringa og síðan hefur skipið tveggja daga viðdvöl.

Farþegar með skipinu eru eingöngu Spánverjar og er þetta í fyrsta skipti sem Ísland er markaðssett á Spáni sérstaklega fyrir skemmtiferðaskip. Ferðatilhögun er þannig að skipið kemur frá Evrópu með 1200 farþega sem fara af skipinu í Reykjavík og farþegar koma til Reykjavíkur flugleiðina frá Barcelona og Madrid og fara um borð hér. Síðan fer skipið í 14 daga siglingu til Grænlands og snýr aftur og tekur þá við öðrum hóp frá Spáni og skilar af sér þeim sem komu frá Grænlandi og heldur áfram með nýja farþega til Evrópu.

Samtals ferðast 3600 farþegar með skipinu í Íslandsferðinni og verður þeim að sjálfsögðu boðið upp á ýmsar ferðir og afþreyingu á meðan á dvölinni á Íslandi stendur.

Í farþegaskiptum af þessari stærðargráðu þarf nánast að setja upp aðstöðu fyrir farþega á svipaðan hátt og gert er á flugvöllum. Farþegar koma með langferðabílum af flugvelli í húsnæði þar sem innritun fer fram og þar sem slík aðstaða er ekki fyrir hendi á hafnarbakkanum verður að finna hentugan stað í nágrenni Sundahafnar.
 
Að lokinni innritun verða farþegarnir fluttir að skipshlið en farangur fluttur beint úr flugi í skipið. Með þessum áfanga er verið að stíga nýtt skref í komum skemmtiferðaskipa til Reykjavíkur og vonast er til að þessi þróun haldi áfram og verði viðvarandi.
 
Grand Mistral er tæplega 50.000 brúttótonna skip og tekur 1200 farþega. Eigandi skipsins er Iberocruceros, sem er með höfuðstöðvar sínar í Madrid.

13.03.2010 11:45

Grindavíkurbátarnir Gísli Súrsson og Dúddi Gísla í Sandgerði

Helstu plastbátar Grindavíkur voru meðal þeirra fjölmörgu sem lönduðu í Sandgerði í fyrradag, Hér sjáum við tvo þeirra, liggja sman í smábátahöfninni, eftir að löndun lauk.


         Grindavíkurbátarnir, 2608. Gísli Súrsson GK 8 og 2778. Dúddi Gísla GK 48 í Sandgerðishöfn © mynd Emil Páll, 11. mars 2010

13.03.2010 11:43

Vestmannaey VE 54


                              1273. Vestmannaey VE 54 © mynd Kr.Ben

13.03.2010 11:35

Brynjar KE 127 og Eyjólfur Ólafsson GK 38 mætast inni í höfn

Hér sjáum við myndir af því er Brynjar KE 127 og Eyjólfur Ólafsson GK 38 mættust inni í Sandgerðishöfn í fyrradag.
    7255. Brynjar KE 127 og 2138. Eyjólfur Ólafsson GK 38, mætast í Sandgerðishöfn 
                                         © myndir Emil Páll, 11. mars 2010

13.03.2010 10:26

Hrímbakur EA 306


                                  

                                   1473. Hrímbakur EA 306 © myndir Þór Jónsson

13.03.2010 08:48

Hópsnes GK 77 og Addi Afi GK 97


    2673. Hópsnes GK 77 og 2106. Addi afi GK 97 koma samtímin inn í höfnina í Sandgerði
                                       © mynd Emil Páll, 11. mars 2010

13.03.2010 08:44

Brynjar KE 127

Í góða veðrinu sem fylgdi þokunni í fyrradag var oft gaman að sjá bátanna skyndilega komu út úr þokunni og eins að þegar hlé komu á þokunni mátti sjá grilla í báta langt úti í hafi. Þennan dag notaði ég til að taka fjölmargar myndir í Sandgerði og eru þær flestar komnar inn á síðuna, en restin kemur í dag.


   Hér sjáum við 7255. Brynjar KE 127, koma inn til Sandgerðis © mynd Emil Páll, 11. mars 2010

13.03.2010 00:00

Góð aflabrögð hjá þeim er landa í Sandgerði

Síðustu daga hafa verið góð aflabrögð hjá felstum af neta- og línubátunum sem landað hafa í Sandgerði. Enda hafa Grindavíkurbátarnir komið þar einnig mikið við sögu og landað í Sandgerði. Eru dæmi um að þrátt fyrir að það séu fjórir löndunarkranar hafa þeir ekki dugað og því hefur stundum skapast löndunarbið. Hér birti ég syrpu sem tekin var sl. fimmtudag þann 11. mars af bátum við bryggju eða við að bíða eftir bryggjuplássi. Nöfn allra bátanna hafa komið við sögu í umfjöllunum frá Sandgerði undanfarna daga.


  
                          © myndir Emil Páll, 11. mars 2010 í Sandgerði

12.03.2010 21:14

Hefja fjölda- og endurframleiðslu á fyrsta íslenska hraðfiskibátnum

Í dag eftir sjósetningu Ingibjargar SH 174 sem Sólplast ehf. endurbyggði í Sandgerði var stigið hjá fyrirtækinu það skref að hefja endurframleiðslu og um leið fjöldaframleiðslu á fyrsta íslenska hraðfiskibátnum sem smíðaður var á Íslandi. Gerðin hét Mótun og var framleidd af Mótun, en er þó ekki sá bátur sem Mótun er þekktust fyrir þ.e. Gáskinn. Sólplast keypti fyrir allnokkru mótin af bát þessum og í dag var hann tekinn úr geymslugámi, sem táknræn athöfn og er stefnt að því að fyrsti báturinn verði jafnvelt tilbúinn til notkunar á strandveiðitímabilinu í sumar. Sést á myndunum tveimur sem ég tók við þetta tækifæri er krani hífði mótin úr gámnum.
    Mótin, af bátnum sem er af gerðinni Mótun og eru þeir bátar sem framleiddir voru af þessari gerð taldir vera fyrstu íslensku hraðfiskibátarnir og eru nú að fara í fjöldaframleiðslu hjá Sólplasti ehf. í Sandgerði. Um er að ræða nokkra tuga ára gömul smíðamót.  ©  myndir Emil Páll, í Sandgerði í dag 12. mars 2010

12.03.2010 19:39

Kvöldmyndir úr Reykjavík
        Kvöldmyndir úr Reykjavík © myndir Sigurður Bergþórsson, í mars 2010