Færslur: 2010 Mars

09.03.2010 09:42

Farsæll GK 162


                           1636. Farsæll GK 162. í höfn í Grindavík © mynd Kr.Ben

09.03.2010 09:37

Maí GK 346 / Margrét EA 710


                                   1484. Maí GK 346 © mynd Þór Jónsson


                                   1484. Margrét EA 710 © mynd Þór Jónsson

09.03.2010 08:52

Triton F 358 á Stakksfirði í morgun

Þessar myndir af Triton F 358 tók ég í morgun rétt áður en það fór almennilega að birta. Sýnir það skipið á Stakksfirði, eða raunar á ytri höfninni í Keflavík             Triton F- 358 á Stakksfirði í morgun © myndir Emil Páll, 9. mars 2010
09.03.2010 00:01

Fyrst Fróðaklettur GK 250, þá nokkur nöfn en í dag Kristbjörg ÁR 177

Tæplega fimmtugur eða hálfra aldar gamall bátur, sem enn er í fullri notkun og skipti um nafn fyrir nokkrum dögum, tek ég nú fyrir.


                                 239. Fróðaklettur GK 250 © mynd Snorri Snorrason


       239. Vestri BA 63 © mynd úr Flota Patreksfjarðar, safn Sjómannadagsráðs


           239. Vestri BA 63 © mynd úr Flota Patreksfjarðar, Óli Rafn Sigurðsson


                        239. Örvar SH 777 © mynd Snorrason


                  239. Örvar SH 777 © mynd hellissandur.is


                   239. Örvar II SH 177 © mynd Emil Páll í Sandgerðishöfn 2008


            239. Kristbjörg HF 177, í höfn í Ólafsvík © mynd Emil Páll í ágúst 2009


          239. Kristbjörg ÁR 177, í höfn í Keflavík © mynd Emil Páll 4. mars 2010


     239. Kristbjörg ÁR 177, að koma inn til Keflavíkur © mynd Emil Páll, 7. mars 2010

Smíðanúmer 57 hjá Ankerlökken Verft A/S, Florö, Noregi 1964. Yfirbyggður 1986.

Nöfn. Fróðaklettur GK 250, Drangey SK 1, Vestri BA 63, Örvar SH 777, Örvar II SH 177, Kristbjörg HF 177 og núverandi nafn: Kristbjörg ÁR 177.

08.03.2010 23:40

Kristbjörg ÁR 177

Sýni nú myndasyrpu sem ég tók af Kristbjörgu ÁR 177, er hún var að koma inn til Keflavíkur sl. sunnudag.          239. Kristbjörg ÁR 177, kemur til Keflavíkur © myndir Emil Páll, 7. mars 2010

08.03.2010 21:04

Erling og Berglín

Tók þessar myndir í Njarðvik í dag og sýna þær, algenga sjón í öðru tilfellinu, þ.e. Erling KE 140 í höfn í Njarðvik og hinsvegar Berglín GK 300 fyrir aftan hann.


                1905. Berglín GK 300 í Njarðvíkurhöfn © mynd Emil Páll, 8. mars 2010


   233. Erling KE 140 og 1905. Berglín GK 300 í Njarðvikurhöfn í dag © mynd Emil Páll, 8. mars 2010

08.03.2010 20:11

Varðskip á Stakksfirði og inni á Keflavíkinni í dag

Ekki veit ég hverra erinda varðskip sem ég held að hafi verið Týr, kom inn Stakksfjörðinn og inn á Keflavíkina í dag. Veit þó að léttabáturinn var töluvert notaður og eins kom lögregla eitthvað við sögu. Tók ég eftirfarandi myndasyrpu og auk varðskipsins má sjá léttabátinn á einn myndanna og eins sést grilla í Vilhelm Þorsteinsson EA 11, sem átti stutt stopp í Helguvík í dag.
  1421. Týr inni á Stakksfirði og í Keflavíkinni í dag. Á efstu myndinni má sjá grilla í 2410. Vilhelm Þorsteinsson EA 11 og á 2. myndinni sést aðeins í léttabát varðskipsins © myndir Emil Páll, 8. mars 2010

08.03.2010 18:19

Ingibjörg SH 174 ex Oddur á Nesi SI og saga bátsins

Á morgun eða á miðvikudag mun Ingibjörg SH 174, koma úr húsi frá Sólplasti ehf., í Sandgerði eftir endurbætur sem þar hafa farið fram, en bátur þessi brann í tvígang á síðasta vetri, er hann bar nafnið Oddur á Nesi SI 76. Hér sjáum við fyrst bátinn eins og hann lítur út í dag og síðan birtist saga hans.


                                     2615. Ingibjörg SH 174 ex Oddur á Nesi


   Skorsteinsmerki bátsins er Camel, þar sem eigandi bátsins reykir þá sígarettutegund


   Hér sjáum við Kristján Níelsen í Sólplasti, í símanum © myndir Emil Páll, 8. mars 2010


     STEINUNN ÍS 815 / ODDUR Á NESI SI 76 / ODDUR Á NESI SI 176 / INGIBJÖRG SH 174


                 2615. Steinunn ÍS 817 í reynslusiglingu © mynd Emil Páll 2004


                      2615. Oddur á Nesi SI 76 © mynd Emil Páll, í mars 2009


       2615. Oddur á Nesi, orðinn SI 176, kominn með nýtt stýrishús © mynd Emil Páll 2009


                        2615. Oddur á Nesi SI 176 © mynd Emil Páll, 2009


                    2615. Ingibjörg SH 174 © mynd Emil Páll, 8. mars 2010

Af gerðinni Gáski 1100 og í raun með smíðanúmer 18 frá Mótun ehf. Njarðvik.

Sjósettur í Njarðvíkurhöfn með krana, miðvikudaginn 7. júlí 2004 og strax siglt út í Gróf þar sem tæki voru stillt til afhendingar. Reynslusigling fór fram á Keflavíkinni og Stakksfirði föstudaginn 9. júlí. Fór síðan úr Grófinni, miðvikudaginn 14. júlí 2004.

Stórviðgerð hjá Sólplasti ehf., Sandgerði frá júní 2009 til 9. mars 2010 eftir mikinn bruna, fyrst í stýrishúsinu er báturinn var í Sandgerðishöfn þann 17. febrúar 2009 og degi áður en þeirri viðgerð átti að ljúka kom upp eldur í bátnum að nýju og nú inni í húsi hjá Sólplasti þann 25. mars 2009.

Nöfn: Steinunn ÍS 817, Oddur á Nesi SI 76, Oddur á Nesi SI 176 og núverandi nafn: Ingibjörg SH 174.

08.03.2010 18:12

Miklar endurbætur á Sighvati GK eftir brotsjóinn

Það má með sanni segja að verulegar endurbætur fara nú fram á Sighvati GK 57 í Skipasmíðastöð Njarðvikur. Nánast er innréttað allar íbúðir og allt aftan til í skipinu á millidekki, auk þess sem tækifærið er notað til að gera fleiri endurbætur á skipinu.
Að sögn Kjartans Viðarssonar, útgerðarstjóra Vísis hf., var um eins til tveggja feta sjór á öllu millidekkinu og þá aftur í, auk þess sem sjór, slóg og fiskur flæddi um allt og niður í íbúðir sem neðar eru í skipinu.


   Skipið er nánast fokhelt á eftir og þarf að einangra og endurbyggja allt. Á neðstu myndinni sjáum við Kjartan Viðarsson, útgerðarstjóra lengst til hægri líta fyrir verksviðið © myndir Emil Páll, 8. mars 2010

08.03.2010 18:08

Restin af Kambaröst RE 120

Hér sjáum við restina af Kambaröst RE 120 eins og málið leit út í gærdag í Drafnarslipp í Hafnarfirði.    120. Kambaröst RE 120, eða það sem eftir var af henni í gær © myndir Emil Páll 7. mars 2010

08.03.2010 11:58

Vörður EA 748


                                      2740. Vörður EA 748 © mynd Kr.Ben

08.03.2010 11:53

Gúmmíbátur fannst norður af Sandgerði

Af vefnum 245.is

Rétt fyrir klukkan 10 í gærmorgun var björgunarsveitin Sigurvon kölluð út til leitar að gúmmíbjörgunarbát norður af Sandgerði, sem losnað hafði frá togskipinu Hring SH 153 frá Grundarfirði.

Ekki er vitað nákvæmlega hvenær báturinn losnað, en neyðarsendir úr björgunarbátnum fór að senda frá sér neyðarmerki eftir að báturinn sprakk upp í sjónum. Starfsmenn landhelgisgæslu Íslands hófu strax eftirgrennslan og var björgunarsveitin Sigurvon kölluð út í kjölfarið. Sigurvon sendi stax út tvo tveggja manna hópa til leitar í fjörunni og stóð hún ekki lengi þar sem að annar hópurinn kom fljótt auga á bátinn á eyri fyrir neðan Kirkjubólsvöll.

Eftir stutta leit tók við önnur leit af neyðarsendi úr björgunarbátnum til að slökkva á honum og í framhaldi að koma bátnum úr fjörunni og til Sandgerðis.

Þar sem ekki var hægt að fara á bíl niður í fjöruna þurftu björgunarmenn að draga bátinn á handafli um 100 metra í stórgrýttri fjörunni í átt að golfvellinum.

Þegar þeirri vinnu var lokið tók við vinna við að koma bátnum úr fjörunni. Björgunarsveitin fékk afnot af traktorsgröfu frá Golfklúbbi Sandgerðis til að flytja bátinn úr fjörunni og upp að bíl. Gekk það mjög vel fyrir sig og var báturinn kominn í hús hjá Sigurvon um kl. 15°° í gær.

 

08.03.2010 11:48

Leit afturkölluð

Leit að Kristni SH 112  hefur verið afturkölluð. Skipverjar heyrðu lýst eftir bátnum í útvarpinu og létu þá vita af sér til stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar.  Búið var að kalla þyrlu til leitar og var hún rétt ófarin þegar skipverjar gerðu vart við sig. Svo virðist sem sjálfvirka tilkynningaskyldukerfið um borð virkaði ekki sem skyldi. Þegar báturinn datt út úr kerfinu var farið að grennslast fyrir um hann. 


                               2468. Kristinn SH 112 © mynd Emil Páll í ágúst 2009

08.03.2010 09:50

Snæfell EA 740


                              1442. Snæfell EA 740 © mynd Þór Jónsson

08.03.2010 07:35

Púkinn tók völdin: Gígja VE 340

Að undanförnu hefur mér fundist að gestir síðunnar væru sumir hverjir ekki með á nótunum og ákvað því að púkast aðeins. Gerðist það í umfjöllun af 1011. En þar sleppti ég að segja frá því að skipið hét einu sinni Gígja VE 340 og bar það nafn í 15-16 ár. Enginn virtist gera athugasemnd við þetta þar til þetta var búið að standa í rúman sólarhring að Sigmundur kom inn og benti á málið og hef ég því sett Gígju VE nafnið á upphaflega færslu. Engu að síður geri ég nú sérfærslu um Gígju VE og birti mynd af því nafni, með von um að menn taki eftir því sem skrifað er og verði meira vakandi, annars hefur það lítinn tilgang að vera með þessar færslur.


                                         1011. Gígja VE 340 © mynd Snorrason