Færslur: 2010 Mars

03.03.2010 11:11

Nova Friesia fer frá Neskaupstað með aðstoð Vattar og Hafbjargar

Bjarni Guðmundsson sendi mér þessar myndir sem hann tók fyrir nokkrum dögum á Neskaupstað og sýna þær er Vöttur og Hafbjörg aðstoðuðu Nova Friesia sem er 136 metra skip úr höfn en skipið lestaði rúm 4000 tonn af loðnuafurðum á Neskauðstað.
   2734, Vöttur og 2629. Hafbjörg, aðstoða Nova Friesia á Neskaupstað © myndir Bjarni Guðmundsson 28. febrúar 2010

03.03.2010 00:00

Rúmlega fimmtugur eikarbátur, sem er að nafninu til, enn til

Guðbjörg ÍS 14 / Sæbjörg SH 23 / Farsæll SH 30 / Langanes ÞH 321 / Björg Jónsdóttir ÞH 321 / Aron ÞH 105 / Stormur SH 333. Myndir sem vantar eru: Hrönn ÍS 46, Fagranes ÞH 123 og Reistarnúpur ÞH 273


                  586. Guðbjörg ÍS 14 © mynd Snorrason


                         586. Sæbjörg SH 23 © mynd Snorrason


                   586. Farsæll SH 30 © mynd Snorrason


                       586. Langanes ÞH 321 © mynd Snorrason


                       586. Björg Jónsdóttir ÞH 321 © mynd Hafþór Hreiðarsson


                           586. Aron ÞH 105 © mynd Tryggvi Sig.


                             586. Aron ÞH 105 © mynd Svafar Gestsson


                                     586. Aron ÞH 105 © mynd Emil Páll


                        586. Stormur SH 333 © mynd hugdettur.blogcentral.is


                                   586. Stormur SH 333 © mynd Emil Páll

Smíðaður hjá Evers-Werft, Niendorf Ostsee, Þýskalandi, 1959 eftir teikningu Egils Þorfinnssonar. Kom til heimahafnar á Ísafirði í fyrsta sinn á jólunum 1959. Nýtt stýrishús sett á hann í Daníelsslipp á síðari hluta áttunda áratugs síðustu aldar. Afskráður sem fiskiskip 2006.

Báturinn var í upphafi smíðaður fyrir Guðfinn sf. Keflavík og átti að heita Árni Geir KE 31. En vegna greiðsluvandkvæða hjá Hrönn hf., fékk Guðfinnur bát Hrannar hf., en hann var tilbúinn fyrr. Hrönn hf. fékk því þennan bát en bátarnir voru systurskip og eru báðir enn til.

Báturinn lá við bryggju í Kópavogshöfn í nokkurn tíma, en sökk þar við bryggju 19. mars 2003, en þá var verið að bíða eftir að geta fargað honum. Var honum náð upp og varð nokkuð bið, meðan tekin var ákvörðun með framhaldið og hann því fluttur út á legu í Kópavogi. Þar slitnaði hann upp 30. nóv. 2006 og rak á land undir Gálgahrauni í Garðabæ. Náð þaðan út 2. des. 2006. Fljótlega upp úr því var hann dreginn til Njarðvíkur og tekinn upp í Njarðvíkurslipp þar sem til stóð að endurbyggja hann og breyta í hvalaskoðunarskip í nóv. 2007. Þar sem sú framkvæmd dróst á langinn var ákveðið að setja hann niður í júlí 2008, þar sem mönnum fannst hann þorna of mikið uppi á landi. Síðan þá hafa hafnarstarfsmenn ítrekað bjargað honum frá því að sökkva í höfninni og eru í raun nú komnir með eftirlit með bátnum, hvað leka varðar.

Nöfn: Guðbjörg ÍS 14, Hrönn ÍS 46, Sæbjörg SH 23, Farsæll SH 30, Langanes ÞH 321, Björg Jónsdóttir ÞH 321, Fagranes ÞH 123, Aron ÞH 105, Reistarnúpur ÞH 273 og núverandi nafn Stormur SH 333.

02.03.2010 20:55

Súrálsskipið Silvretta kemur til Grundartanga og nýtur aðstoðar Magna og Jötuns

Júlíus, okkar maður á Akranesi, tók þessar myndir í dag á Grundartanga. Sést þar þegar Silvretta  er að koma með súrál fyrir Norðurál, og fær aðstoð frá Magna og Jötunn.


   Magni og Jötunn aðstoða súrálsskipið Silvretta á Grundartanga í dag © myndir Júlíus 2. mars 2010

02.03.2010 19:35

Myndasyrpa af Súlunni EA 300 með fullfermi til Helguvíkur

Núna í kvöld eða skömmu fyrir kl. 19 kom Súlan EA 300 til Helguvíkur með fullfermi af loðnu til hrognatöku. Þó þessi bátur hafi komið nokkrum sinnum á þessari vertíð, hefur hún yfirleitt komið eftir að myrkur hefur skollið á og því notaði ég tækifærið nú þar sem bjart var yfir og tók þessa átta mynda syrpu af bátnum sigla inn til Helguvíkur.
          1060. Súlan EA 300, kemur til Helguvíkur © myndir Emil Páll, 2. mars 2010

02.03.2010 12:48

Apríl HF 347 / Víðir HF 201


                                     1376. Apríl HF 347 © mynd Þór Jónsson


                                        1376. Víðir HF 201 © mynd Þór Jónsson

02.03.2010 12:31

Síðurnar virka

Við sem stöndum að skipasíðum, sérstaklega þeim sem eru duglegir að koma inn með nýtt efni, verðum þess oft varir, að það sem við skrifum um virkar. Því ætla ég nú að eins að grobba mig fyrir mína hönd og annars skipasíðueiganda Markúsar Karls Valssonar.
Í gær voru það aðeins við tveir sem sögðum frá árekstri Birtu VE 8 á bryggjuna í Keflavík. Markús eða Krúsi eins og hann er kallaður kom með frásögnina kl. 17 en ég rétt rúmum tveimur tímum síðar.
Að sögn skipstjóra hafði hann ekki frið langt fram eftir kvöldi fyrir vinum og kunningjum sem voru að hringja í hann til að fá nánari fregnir af óhappinu og hversu mikið tjónið væri. Allir sögðust þeir hafa lesið þetta á netinu og hófust hringingarnar um leið og þetta fór á netið á síðunum og var hann mjög hissa á viðbrögðunum.

                              --- þetta er því birt hér svona til að hafa gaman að ---

02.03.2010 11:54

Árekstur Birtu VE: Orsökin ljós og hugsanlegur skaði

Í morgun voru gerðar lögregluskýrslur vegna áreksturs Birtu VE 8 á bryggju í Keflavík í gær. Auk þess sem fulltrúi tryggingafélagsins skoðaði skemmdirnar.
Ljóst er að splitti brotnaði varðandi handfangið þar sem skipt er úr áfram í afturábak á gírnum og því brunaði báturinn á bryggjuna. Miðað við lauslegt mat á tjóninu þá er það vart undir 7 milljónum, án ábyrgðar, en í dag mun skoðunarmaður skoða skemmdirnar og báturinn hugsanlega tekinn upp i slipp. Í framhaldi af því verður tekin ákvörðun um það hvort gert verður við bátinn eða ekki.
Birta VE 8 er í eigu TT Luna ehf, en það fyrirtæki á tvo aðra báta sem liggja í höfn í Njarðvík, Röstin GK 120 og Álftafell ÁR 100 og er hugsanlegt að Röstinni verði komið í lag, til að taka við af Birtu.


  Frá vettvangi í morgun. Lengst til vinstri ræða saman, lögreglan og tryggingamaður en við bátinn eru eigendur hans, þ.e. skipstjórinn og útgerðarstjórinn.


  F.v. á bryggjunni: Guðmundur Th. Ólafsson, útgerðarstjóri, Hörður Óskarsson, lögreglumaður og Þorgils Þorgilsson, skipstjóri  © myndir Emil Páll, 2. mars 2010

02.03.2010 00:00

Myndir af 10 nöfnum af 12 á sama skipi

Nokkur góður árangur, að ná saman myndum af tíu nöfnum á sama skipi og að aðeins vantar myndir af tveimur nöfnum eða skráningum. Hér er á ferðinni skip sem smíðað var á sínum tíma innanlands og hefur verið gert út víða um land.


  1213. Heimaey VE 1, óyfirbyggð, enda allveg ný á Akureyri © mynd Snorrason


           1213. Heimaey VE 1, í slipp í Njarðvik og yfirbyggð © mynd Emil Páll 1979


                1213. Sigurfari VE 138, í Vestmannaeyjum © mynd Tryggvi Sig.


             1213. Sigurfari Ve 138, siglir inn til Vestmannaeyja © mynd Tryggvi Sig.


                                      1213. Stefnir VE 125 © mynd Tryggvi Sig.


                              1213. Stefnir VE 125 © mynd Tryggvi Sig.


           1213. Þröstur GK 211 ( þessi græni) í Njarðvikurslipp © mynd Emil Páll


            1213. Þröstur RE 211, í Hafnarfirði © mynd Snorrason


                                     1213. Látravík BA 66 © mynd Snorrason


                       1213. Hafsúlan HF 77 © mynd Snorrason


                       1213. Jói Bjarna SF 16 © mynd Funny-photos.blogsentral.is


                                1213. Sindri GK 42 © mynd Hafþór Hreiðarsson


1213. Sindri SF 25 © mynd af
google, Sverrir Aðalsteinsson

Smíðanúmer 37 hjá Slippstöðinni hf., Akureyri 1972, eftir teikningu Hjálmars R. Bárðarsonar og var smíði nr. 4 af 14 í raðsmíðaflokki 105-150 tonna stálskipa hjá Slippstöðinni.  Lengdur hjá Slippstöðinni hf. Akureyri 1973. Styttur og yfirbyggður hjá Skipasmiðjunni Herði hf., Njarðvik 1979. Dreginn til förgunar í Danmörku i feb. 2006 af Stokksey ÁR 50.

Úreldingastyrkur samþykkur í des. 1994, en hætt við úreldingu 31. mars 1995.

Nöfn: Heimaey VE 1, Náttfari RE 75, Sigurfari VE 138, Stefnir VE 125, Þröstur GK 101, Þröstur GK 211, Þröstur RE 211, Látravík BA 66, Hafsúlan RE 77, Jói Bjarna SF 16, Sindri GK 42 og Sindri SF 26.

 

01.03.2010 22:36

Víkingur AK með loðnu til Akraness í kvöld

Okkar maður á Akranesi, tók í kvöld eftirfarandi myndir af Víking AK 100, er hann var ný lagstur að bryggju kl  19:30 í kvöld með 400 tonn af loðnu.
     220. Víkingur AK 100 kom með 400 tonn af loðnu til Akraness í kvöld
                                © myndir Júlíus, 1. mars 2010

01.03.2010 19:26

Birta VE 8 sigldi á bryggju í Keflavík í dag og skemmdist töluvert

Er Birta VE 8 var að koma að landi í Keflavík í dag vildi til það óhapp að báturinn sigldi á bryggju í höfninni og af hlutust töluverðar skemmdir eins og sjást m.a. á meðfylgjandi myndum. Ljóst er því að slipplega er framundan hjá bátnum, sem er tiltölulega nýkomin úr viðgerð hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur. Fljótt á litið er ljóst að stefnið hefur laskast og slitið sig frá birðingnum og gengið inn, þannig að ljóst er að tjónið er all nokkuð.


           1430. Birta VE 8, í Keflavíkurhöfn í dag © myndir Emil Páll, 1. mars 2010

01.03.2010 17:59

Sær GK 100


                       5163. Sær GK 100, í Sandgerði © mynd Emil Páll 1. mars 2010

01.03.2010 17:53

Sæbjúgubátar í Sandgerði

Sýnist mér að þessir séu að bíða eftir að geta hafið veiðar á sæbjúgum. Um er að ræða 795. Drífu SH 400 og fyrir innan hana er 1639. Hans Jakob GK 150. Á þriðju myndinni sést plógar beggja bátanna sem notaðir eru við veiðarnar.


  Í Sandgerðishöfn í dag 1. mars 2010 © myndir Emil Páll

01.03.2010 17:50

Í snjó

Mynd þessi er raunar aðeins tekin til að fanga augnablikið og segir lítið, en hún var tekin í gær í Reykjaneshöfn


                                  © mynd Emil Páll 28. febrúar 2010

01.03.2010 14:22

Engey RE 1
                                         1360. Engey RE 1 © myndir Þór Jónsson

01.03.2010 07:29

Ekki góðar fréttir af Þór

Af visi.is

Vísir, 01. mar. 2010 07:16

Varðskipið Þór er líklegast skemmt

mynd
Varðskipið Þór er í smíðum í Chile. Mynd/ Landhelgisgæslan.

Óttast er að töluverðar skemmdir hafi orðið á nýja verðskipinu Þór, sem er í smíðum í skipasmíðastöð í Chile.

Á heimasíðu Landhelgisgæslunnar kemur fram að flóðbylgja upp á tvo og hálfan metra hafi gengið inn í þurrkvínna þar sem skipið er, sópað undan því búkkunum, sem það stóð á, þannig að nú hallist það allt að 30 gráður í kvínni. Auk þess hafi sjór líklega komist ofan í vélarrúm, sem sé mjög alvarlegt mál. Stórtjón hafi einnig orðið á stöðinni sjálfri og margir mánuðir geti liðið þar til hún verður starfhæf á ný. Smíði skipsins er á loka stigi og var vonast til að það kæmi til landsins í júni, en nú er ljóst að sú áætlun stenst ekki.

Sex menn, Íslendingar og Danir, eru ytra á vegum Gæslunnar til eftirlits, og er nú unnið að því að koma þeim heim.