Færslur: 2010 Mars

19.03.2010 23:48

Þristur ÍS 168


                         935. Þristur ÍS 168 © mynd Kristbjörn Eydal í maí 1969

19.03.2010 23:27

Snarfarahöfn í dag


                    Snarfarahöfn í dag © mynd Sigurður Bergþórsson, 19. mars 2010

19.03.2010 21:41

Arnfirðingur RE 212 / Staðarberg GK 350 / Nanna VE 294


          783. Arnfirðingur RE 212 © mynd Snorrason


    783. Staðarberg GK 350, kemur til inn til Grindavíkur © mynd Guðmundur Falk 1. okt. 1966


                    783. Staðarberg GK 350 © mynd Snorrason


                              783. Nanna VE 294 © mynd Valur Stefánsson

Smíðaður hjá Holland Launch N.V. Amsterdam, Hollandi 1955. Yfirbyggður og breytt í Portúgal 1988 og 1989.  Kom ný til Reykjavíkur 18. september 1955. Sökk 7. mars 1989 úr af Reynisfjalli vestan Vík í Mýrdal.

Nöfn: Arnfirðingur RE 212, Arnfirðingur RE 112, Staðarberg GK 350, Krossavík SH 206, Jóhanna ÁR 206, Jóhanna ÍS 27, Eiríkur Finnsson ÍS 26, Morgunstjarnan ÍS 87 og Nanna VE 294.19.03.2010 19:33

Jón Baldvinsson RE 208


                           1553. Jón Baldvinsson RE 208 © myndir Þór Jónsson

19.03.2010 15:16

Hilmir ST 1 á Hólmavík


    7456. Hilmir ST 1, á Hólmavík © mynd Jón Halldórsson, holmavik.123.is í mars 2010

19.03.2010 15:04

Venus HF 519

Togarinn Venus sigldi fyrir Garðskagann eftir hádegi í dag á leið sinni til Reykjavíkur. Ekki náði ég mynd af honum en birti þess í stað mynd af honum af MarineTraffic frá árinu 2006, aðallega vegna þess að einn síðueigandi hafði samband við mig í vikunni og hélt ekki vatni yfir því hvað flott væri myndin af honum á MarineTraffic og leifi ég öðrum þar um að dæma.


                               1308. Venus HF 519 © mynd MarineTraffic frá 2006

19.03.2010 14:10

Gunnar Hámundarson GK 357

Ýmsir gamlir sjóarar og aðrir með sjómannsblóð í æðum hópuðust í hádeginu og eftir hádegi niður á Keflavíkurhöfn og ekki er laust við að gamlar minningar hafi sprottið fram þegar Gunnar Hámundarson GK 357 kom siglandi til Keflavíkur að vísu aðeins frá Njarðvik, en þó fyrir eigin vélarafli. Höfðu menn á orði að það hefði alltaf vantað bátinn í Keflavíkurhöfn og í sitt gamla stæði sem hann lagðist nú í. Honum hefði ekki líkað vel í Njarðvikurhöfn, auk þess sem hann væri nær heimahöfninni Garði, ef hann væri í Keflavík, en Keflavík hefði verið sú höfn sem hann réri oftast frá.
Annars er það að segja að þessum gamla báti, sem hefur smíðanúmer 1 hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur, frá árinu 1954 er að samkvæmt heimildum mínum stendur ekki annað til en að klæða hann í ný föt þ.e. mála og halda vel við, hvað svo sem framtíðin bíður uppá, en vitað er að þeir eru margir sem hafa viljað kaupa bátinn, en ekkert hefur þó orðið úr sölu á honum og því með öllu óvíst hvort hann verður nokkuð seldur.


   500. Gunnar Hámundarson GK 357, nýkominn að nýju í sitt gamla pláss í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll, 19. mars 2010

19.03.2010 14:00

Keilir og Keilir

Þegar upp kom hjá mér hugmynd að taka þessa myndasyrpu var ég í fyrstu að spá í hvort ég ætti að nota hana sem getraun, þar sem spurt yrði t.d. hvað væri tvöfalt á myndunum. En síðan ákvað ég að sleppa því og upplýsi að myndaspyrpan snýst um bátinn 1420. Keilir SI 145, á leið inn Stakksfjörðinn í morgun og fjallið Keilir.


          1420. Keilir SI 145, siglir inn Stakksfjörð og hér er það Akrafjall sem er í baksýn


                                Fjallið Keilir, séð frá Vatnsnesi í Keflavík


     1420. Keilir SI á leið til Njarðvíkur og Bláfjöllin o.fl. fjöll í baksýn og byggðin á Vatnsleysuströnd


     Hér nálgast þeir hvort annan, Keilir SI og fjallið Keilir, byggðin í Vogum í baksýn
                                      © myndir Emil Páll, 19. mars 2010

19.03.2010 13:52

Fagravík GK 161

Myndasyrpu þessa tók ég í morgun er Fagravík GK 161 frá Vogum kom í Grófina í Keflavík, en mér sýndist á stefnu bátsins að hann hafi verið að koma úr heimahöfn.+


     7194. Fagravík GK 161, kemur í Grófina í Keflavík © myndir Emil Páll, 19. mars 2010

19.03.2010 09:36

Eskifjörður: Nakkur SU 380

Mynd frá Eskifirði í gær: Nakkur SU 380 gamall bátur í eigu Sjóminjasafns Austurlands. Myndir Bjarni Guðmundsson.
                693. Nakkur SU 380, á Eskifirði  © myndir Bjarni G. 18. mars 2010

19.03.2010 09:29

Seyðisfjörður: Auðbjörg NS 200 og Pálmar NS 11

Okkar maður á Neskaupstað, Bjarni Guðmundsson fór í gær í óvissuferð með starfsfélögunum og kom þá við á Seyðisfirði  og tók þessar myndir sem hann sendi í gærkvöldi. Önnur myndin er af Auðbjörgu NS hin er af Pálmari NS tekin af ljósmynd á Tækniminjasafninu.
 

            304. Auðbjörg NS 200, á Seyðisfirði © mynd Bjarni G. 18. mars 2010


    721. Pálmar NS 11, mynd af ljósmynd á Tækniminjasafninu á Seyðisfirði © mynd Bjarni G. 18. mars 2010

19.03.2010 09:23

Gullver NS 12


                                        1661. Gullver NS 12 © myndir Þór Jónsson

19.03.2010 00:00

Síðasta ferð Baldurs KE 97

Föstudaginn 29. ágúst 2003, var Baldur KE 97 fluttur frá Keflavíkurhöfn og landleiðina í Grófina, þar sem hann stendur nú sem safngripur. Þá tók ég meðfylgjandi myndasyrpu, sem ég birti á einum af mínum fyrstu dögum sem aðstoðarmaður Þorgeirs Baldurssonar á síðu hans, en set nú hér inn á síðuna mína. Jafnfram verður saga bátsins rakin og sagt frá nokkrum staðreyndum varðandi bátinn.


    311. Baldur KE 97, fluttur í Grófina, Keflavík © myndir Emil Páll 29. ágúst 2003

Smíðaður hjá  Djupviksbaatvarv, Djupvik, Svíþjóð 1961, eftir teikningu Egils Þorfinnssonar. Var báturinn 38. báturinn sem sú skipasmíðastöð smíðaði fyrir Íslendinga.

Bátur þessi var fyrsti frambyggði fiskibáturinn á Íslandi.

Sjósettur 18. febrúar 1961 og gaf Hróbjartur Guðjónsson honum nafn. Kom hann í fyrsta sinn til Keflavíkur 19. mars 1961 og endaði sinn feril sem safngripur í Grófinni.

Áður en að þeim endalokum kom, var báturinn gerður út af Nesfiski hf. í Garði og gaf fyrirtækið Ólafi Björnssyni bátinn þann 10. mars 2005, en þann dag voru liðin 42 ár frá því að Ólafi var afhentur báturinn í Svíþjóð. Áður hafði báturinn að vísu komið til Keflavíkur, þar sem til stóð að afhenda hann, en það var 1.mars 2003 og síðan var hann fluttur landleiðis út í Gróf, föstudaginn 29. ágúst 2003. Var hann skráður sem safngripur í skipaskrá 2004.

Ólafur og Hróbjartur gerðu bátinn út undir nafninu Baldur hf. í rúm 25 ár og síðan flutti hann milli nokkra eiganda, eða þar til Njáll hf. í Garði og móðurfyrirtækið Nesfiskur hófu útgerð á honum árið 1990 og þá varð hann Baldur GK 97.

18.03.2010 22:40

Már SH 127
                                        1552. Már SH 127 © myndir Þór Jónsson

18.03.2010 16:03

Farsæll SH 30 / Kári GK 146 / Afi Aggi EA 399 / Aníta KE 399

Hér kemur einn sem smíðaður var um miðja síðustu öld og hefur því náð því að verða tæplega sextugur og er enn með haffærisskírteini, þó útgerð hafi verið lítil síðustu ár og nú sé báturinn kominn á söluskrá, sem er í raun vegna óvænts fráfalls annars eiganda hans, er fórst nýlega af slysförum á sjó.


                    399. Farsæll SH 30 © snorrason


                399. Kári GK 146 © mynd Emil Páll


                         399. Kári GK 146 © mynd Snorrason


                                       399. Kári GK 146 © mynd batarogskip


                                        399. Kári GK 146 © mynd batarogskip


                           399. Afi Aggi EA 399 © mynd Hafþór Hreiðarsson


                         399. Aníta KE 399 © mynd Emil Páll, 2008

Smíðaður hjá Halmstad Varv, Halmstad, Svíþjóð 1954, stytting hjá Ósey hf,, Hafnarfirði 1995.

Hefur legið í Njarðvíkurhöfn síðan á árinu 2008.

Nöfn: Sigurfari SF 58, Farsæll SH 30, Örninn KE 127, Kári GK 146, Afi Aggi EA 399 og núverandi nafn: Aníta KE 399