Færslur: 2010 Mars

21.03.2010 15:37

María KE 200 ex Gunnlaugur Tóki

Eigandaskipti og nafnabreyting hefur orðið á Gunnlaugi Tóka KE 200 og heitir hann nú María KE 200.


   

    6807. María KE 200 ex Gunnlaugur Tóki KE 200 © myndir Emil Páll, 21. mars 2010

21.03.2010 15:30

Röstin GK 120 tekur við af Birtu VE 8

Í framhaldi af árekstri Birtu VE 8 á bryggjuna í Keflavíkurhöfn 1. mars sl. er Birta úr leik a.m.k. að sinni og því hefur útgerð bátsins ákveðið að annar bátur frá sömu útgerð sem hefur verið ónothæfur verði gerður klár og taki við hlutverki Birtu, sá bátur er Röstin GK 120, en eins og margir vita eiga þeir einnig Álftafell ÁR 100.
   923. Röstin GK 120 og Birta VE 8, liggja nú saman í Njarðvíkurhöfn © myndir Emil Páll, 21. mars 2010

21.03.2010 14:21

Þór HF 4


                                                       2549. Þór HF 4


                       2549. Þór HF 4 © myndir Sigurður Bergþórsson 20. mars 2010

21.03.2010 12:38

Víkurberg GK 1 / Sighvatur GK 57

Eins og sést á þessum eru þeir nokkrir sem eru orðnir tuga ára gamlir og hafa síðan farið í gegn um margar breytingar og eru enn í fullum gangi, hér er einn þeirra. Fremur fáar myndir eru til að eldri árunum og raunar hef ég bara yfir einni að ráða sem kemur hér.


                                   975. Víkurberg GK 1 © mynd Jón Páll


                                     975. Sighvatur GK 57 © mynd úr Faxa


                     975. Sighvatur GK 57, á Djúpavogi © mynd Þór Jónsson


                       975. Sighvatur GK 57 © mynd Þorgeir Baldursson 2006


             975. Sighvatur GK 57, kemur til Njarðvíkur  © mynd Emil Páll


                            975. Sighvatur GK 57 í Njarðvik © mynd Emil Páll


Smíðanúmer 411 hjá Veb. elber Werft, Boizenburg, Þýskalandi 1965. Yfirbyggður hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur 1982. Ný brú og nýr skutur hjá Stálsmiðjunni hf., Reykjavík 1989. Lengdur hjá Morska Stocznia, Swinoujacie, Póllandi 1997. Nýjar innréttingar og byggt yfir að aftan í Póllandi 2003. Veltitankur settur í hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur 2007. Er nú í stórviðgerð hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur vegna tjóns sem varð er skipið fékk á sig brotsjó á Húnaflóa sl. haust.  

Smíðað sem fiskiskip, varð síðan hafrannsóknarskip við Grænhöfðaeyjar 1980-1982 og aftur fiskiskip.

Kom nýr til Neskaupstaðar 14. maí 1965.

Afsal til Fiskaness var gefið út 29. jan. 1972.

Nöfn: Bjartur NK 121, Grímseyingur GK 605, Víkurberg GK 1, Bjartur, Bjartur GK 57 og núverandi nafn: Sighvatur GK 57 (frá 1982)

21.03.2010 11:36

Vitaskipið Spurn - Hvað vita menn um það?

Svafar Gestsson sendi þessar myndir sem hann fann í fórum sínum og voru teknar af gamla vitaskipinu Spurn sem var eitt sinn vitaskip í minni Humberfljóts. Segir hann þetta um skipið: Eflaust muna margir gamlir sjómenn sem sigldu á Hull og Grimsby hér á árum áður eftir þessu skipi en í dag er það safn í einni dokkinni í Hull. Telur hann sig hafa tekið þessar myndir árið 91 eða 92 í sölutúr á Geira Péturs í Hull.

Gaman væri ef að einhver kæmi með upplýsingar um þetta skip.


                        Vitaskipið Spurn © myndir Svafar Gestsson 1991 eða 1992

21.03.2010 11:22

Geiri Péturs ÞH 344
                               1825. Geiri Péturs ÞH 344 © myndir Þór Jónsson

21.03.2010 00:00

Einn 45 ára, frá Boizenburg og nú einn af fullkomnustu linuveiðiskipum landsins

Þessi bátur hefur borið nokkur nöfn og hér birtast myndir af honum með eftirfarandi nöfnum: Þorsteinn RE 303, Hafrún ÍS 400, Pétur Ingi KE 32, Stjörnutindur SU 159, Vigdís BA 77, Garðey SF 22, Kristín GK 157 og núverandi nafn: Kristín ÞH 157. Myndir af eftirfarandi nöfnum vantar: Hafrún BA 400, Lýtingur NS 250, Haraldur EA 62, Ásgeir Guðmundsson SF 112 og  Atlanúpur ÞH 270


                            972. Þorsteinn RE 303 © mynd jakobk.blog.is


                           972. Þorsteinn RE 303 © mynd Snorrason


 972. Þorsteinn RE 303


                        972. Hafrún ÍS 400  © mynd úr Flota Bíldudals


         972. Pétur Ingi KE 32 © mynd úr safni Emils Páls, ljósm.: ókunnur


          972. Stjörnutindur SU 159 © mynd Þór Jónsson


                    972. Stjörnutindur SU 159, á Djúpavogi © mynd Þór Jónsson


                           972. Stjörnutindur SU 159 © mynd snorrason


                        972. Stjörnutindur SU 159 © mynd skipasaga


             972. Vigdís BA 77 © mynd úr Flota Patreksfjarðar, Snorrason


                      972. Garðey SF 22 © mynd Snorrason


972. Kristín GK 157
© mynd af  heima-
síðu Vísis

+
                972. Kristín GK 157, við bryggju í Grindavík © mynd Emil Páll


                          972. Kristín ÞH 157, í Njarðvíkurslipp © mynd Emil Páll


                                972. Kristín ÞH 157 © mynd Tryggvi Sig.

Smíðanúmer 408 hjá Veb Elbewerft, Boizenburg, Þýskalandi 1965, eftir teikningu Hjálmars R. Bárðarsonar. Yfirbyggður í Noregi 1982, Lenging og umfangsmiklar breytingar gerðar hjá Nordship í Gdynia, Póllandi 1998. Veltitankur settur í skipið hjá Skipasmíðastöð Njarðvikur 2007.

Upphaflega stóð til að Baldur hf., Keflavík keypti skipið, en þeir fengu ekki fyrirgreiðslu til þess.

Selja átti skipið til Skagstrendings hf., Skagaströnd í maí 1991, en Patrekshreppur neytti forkaupsréttar.

Visir hf. hafði skipið á leigu í fjögur ár, meðan það hét Garðey SF 22, áður en þeir keyptu það.

Nöfn: Þorsteinn RE 303, Hafrún ÍS 400, Hafrún BA 400, Pétur Ingi KE 32, Stjörnutindur SU 159, Lýtingur NS 250, Vigdís BA 77, Haraldur EA 62, Ásgeir Guðmundsson SF 112, Atlanúpur ÞH 270, Garðey SF 22, Kristín GK 157 og núverandi nafn: Kristín ÞH 157.

20.03.2010 22:36

Kokkálsvíkur-syrpa frá því í dag

Jón Halldórsson birtir mikla myndasyrpu frá höfninnií Kokkálsvík, sem er um 3 km. innan við Drangsnes á vef sínum holmavik.123.is í dag og hér koma myndirnar alls átta talsins, ásamt skýringum sem ég setti undir myndirnar, en hjá honum voru ekki skýringar með myndunum.


    Meðal báta sem þarna þekkjast eru 741. Grímsey ST 2, 6911. Hugrún ÞH 240, 6220. Blíðfari HF 27 og 7334. Fönix ST 84                       


             6911. Hugrún ÞH 240, 6220. Blíðfari HF 27, 6334. Fönix ST 84 o.fl. bátar


                                                     Vel nýtt bryggjustæðin


                                                 Margir við bryggju
       

                                      6234. Bliki HF 27 og 7334. Fönix ST 84


                                                 2256. Guðrún Petrína GK 107


  Hér má sjá tvo báta sem fengu kynningu myndir voru birtar af hér á síðunni nú í vikunni, Sá rauði er 741. Grímsey ST 2 og fyrir aftan hann er 1921. Rán GK 91


  1991. Mummi ST 8, í Kokkálsvík © myndir Jón Halldórsson, holmavik. 123.is  20. mars 2010

20.03.2010 17:29

Nýjar myndir af Ingu NK 4

Félagi okkar á Neskaupstað tók í dag myndir af Ingu NK 4, en búið er að merkja bátinn á stjórnborðshliðinni, en mála yfir eldra nafnið Ásdís GK 218 á báðum hliðum. Segja má því að hér komi nýjar og ferskar myndir frá Neskaupstað sem Bjarni Guðmundsson hefur tekið fyrir síðuna.


    2395. Inga NK 4 ex Ásdís GK 218, á Neskaupstað © myndir Bjarni G. 20. mars 2010

20.03.2010 17:25

Jón Forseti ÍS 85

Á dögunum þegar ég birti myndaseríu af bátnum sem hefur skipaskrárnúmerið 992, vantaði örfáar myndir og hafði Guðmundur St. þá samband og sagðist eiga einhversstaðar í fórum sínum þessar myndir sem hann myndi senda mér er hann finndi þær. Hefur hann þegar sent mér mynd af bátnum er hann hét Jón forseti ÍS 85, en segist vita að einhverstaðar sé hjá honum mynd af bátnum með ÓF nr. og muni senda hana þegar hann er búinn að finna hana. Sendi ég honum kærar þakkir fyrir þetta og birti myndina sem hann sendi mér.


                       992. Jón forseti ÍS 85 © mynd Guðmundur St. Valdimarsson

20.03.2010 16:20

Guðrún Þorkelsdóttir SU 211 / Sigurður Bjarnason GK 100

Þessi er stálbátur sem var gerður út í á þriðja áratug og bar alls 6 til 7 nöfn, en engu virðist vonlaust að finna myndir af nöfnum bátsins. Raunar fóru leikar þannig að ég birti núna þrjár myndir af tveimur nöfnum. En tvær myndanna komu með öðrum leiðum, en af netinu og þar sem ég sé ekki að mér takist að safna fleiri myndum af bátnum læt ég þetta fara, eins og staðan er.


   68. Guðrún Þorkelsdóttir SU 211 © mynd Snorrason


             68. Guðrún Þorkelsdóttir SU 211 © mynd úr safni Guðjóns Ólafssonar frá 1962


                         68. Sigurður Bjarnason GK 100 © mynd Þór Jónsson

Smíðanúmer 196/10 hjá Skaalurens Skipsbyggeri, Rosendal, Noregi 1959. Lengdur 1966. Talinn ónýtur 26. júní 1987. Sökkt 70 sm. V. af Reykjanesi 18. maí 1989.

Nöfn: Guðrún Þorkelsdóttir SU 211, Ásgeir Kristján ÍS 103, Bergá SF 3, Stígandi VE 77, Kristinn ÓF 30, Sigurður Bjarnason GK 100 og Sigurður Bjarnason GK 186.

20.03.2010 12:30

Sigurbjörg SU 88 / Ársæll SH 88 / Benni Vagn ÍS 96 / Auðbjörg II SH 97 / Grímsey ST 2

Enn einn af árgerð '55 en þessi er stálbátur frá Hollandi og er enn í fullum gangi og lítur bara mjög vel út í dag.


                  741. Sigurbjörg SU 88 © mynd Snorrason


                              741. Ársæll SH 88 © mynd Snorrason


    741. Benni Vagn ÍS 96, kemur í fyrsta sinn til Flateyrar © mynd Bjarni Sv. Benediktsson


                            741. Auðbjörg II SH 97 © mynd Snorrason


               741. Grímsey ST 2 © mynd Jón Halldórsson, holmavik.123.is


                  741. Grímsey ST 2 © mynd Jón Halldórsson, holmavik.123.is

Smíðaður hjá Scheepswerft Kaaer, Zaandam, Hollandi 1955.

Nöfn: Sigurbjörg SU 88, Sigurbjörg GK 527, Sólborg GK 527, Sigurjón Helgi GK 527, Sigurjón Helgi SU 15, Ársæll SH 88, Benni Vagn ÍS 96, Reynir AK 18, Auðbjörg II SH 97, Grímsey ST 2, Grímsey ST 102 og aftur og núverandi nafn: Grímsey ST 2.

20.03.2010 11:12

Stakfell ÞH 360
                            1609. Stakfell ÞH 360 © myndir Þór Jónsson

20.03.2010 10:01

Stefán Árnason SU 85 / Sigurður Ólafsson SF 44 / Mars KE 197 / Guðvarður ÓF 44

Hér er einn af eikarbátunum frá 1955. bátur sem síðan var endurbyggður og lengdur og að lokum seldur úr landi. Ekki fór hann þó, heldur lá í höfn úti á landi, þar til ákveðið var að draga hann í höfn á suðvesturhorninu, en sökk á leiðinni.


             787. Stefán Árnason SU 85 © mynd Snorrason


           787. Sigurður Ólafsson SF 44 © mynd Snorrason


                                  787. Mars KE 197 © mynd Snorrason


                         787. Guðvarður ÓF 44 © mynd Hafþór Hreiðarsson

Smíðaður í Fredriksund í Danmörku 1955 eftir teikningu Egils Þorfinnssonar. Endurbyggður og lengdur í Njarðvik 1970-1971. Stórviðgerð Keflavík 1981-1982.

Skrifað var undir kaupin til Baldurs hf. 10. sept. 1980, en báturinn kom í fyrsta sinn til heimahfnar 21. des. 1980, enda ekki afhentur fyrr en í des.

Sem Þerney KE 33, strandaði báturinn í Keflavíkurhöfn 17. jan. 1970 og var bjargað af Björgun hf.

Báturinn var úreltur í febrúar 1991 og seldur úr landi 13. nóv það ár samkvæmt skipaskrá. Báturinn lá þó í Ólafsfjarðarhöfn þar til um miðjan jan. 1995 að draga átti hann til Garðabæjar, en á leiðinni sökk hann út af Hornbjargi á Vestfjörðum. Þá vissu yfirvöld ekki annað en að báturinn hefði verið seldur úr landi á sínum tíma.

Nöfn: Stefán Árnason SU 85, Þerney KE 33, Sigurður Ólafsson SF 44, Sigurður Sveinsson SH 36, Marz KE 197, Marz ST 150, Marz ÓF 44 og Guðvarður ÓF 44.

20.03.2010 00:00

Smíðaður 1955, ónýtur 1968, endurbyggður 1970 og brotinn niður 2008

Hér er á ferðinni einn af hinum dæmigerðu eikar vertíðarbátum sem bar mörg nöfn, en ég birti myndir af honum með eftirfarandi nöfnum: Kap VE 272, Kap RE 211, Faxavík KE 65, Sæbjörg KE 93, Lýður Valgeir SH 40, Jón Trausti ÍS 78, Jón Trausti ÍS 789 og Sægreifinn EA 159. Vantar mig þá myndir með nöfnunum: Kap SH 272, Haförn SH 40, Guðrún Ottósdóttir ST 5 og Jón Trausti ST 5.


              630. Kap VE 272 © mynd Snorrason


                          630. Kap RE 211 © mynd Snorrason


    630. Faxavík KE 65, kemur til Keflavíkur eftir endurbyggingu © mynd Emil Páll í des. 1970.


                      630. Sæbjörg KE 93, í Dráttarbraut Keflavíkur © mynd Emil Páll


    630. Lýður Valgeir SH 40, í Keflavíkurhöfn © mynd úr safni Jóhanns Þórlindssonar


                       630 Lýður Valgeir SH 40 © mynd Snorrason


                           630. Jón Trausti ÍS 78 © mynd Tryggvi Sig.


      630. Jón Trausti ÍS 789, í slippnum á Akureyri © mynd Þorgeir Baldursson


    630. Sægreifinn EA 159, brotinn niður í Akureyrarslipp © mynd Þorgeir Baldursson, 19. desember 2008

Smíðaður hjá Scheepsbow Werft N.v. Strandby, Danmörku 1955, eftir teikningu Egils Þorfinnssonar. Talinn ónýtur 1968. Endurbyggður eftir teikningu Bjarna Einarssonar í Skipasmíðastöð Njarðvíkur 1970 og settur aftur á skrá það ár.  Skráður sem skemmtibátur 1997. Tekinn af skrá 9. nóv. 2002, hafði þá ekki verið skoðaður síðan 1995. Brotinn niður í Akureyrarslipp 19. desember 2008.

Nöfn: Kap VE 272, Kap SH 272, Kap RE 211, Faxavík KE 65, Sæbjörg KE 93, Lýður Valgeir SH 40, Haförn SH 40, Guðrún Ottósdóttir ST 5, Jón Trausti St 5, Jón Trausti ÍS 78, Jón Trausti ÍS 789 og Sægreifinn EA 159.