Færslur: 2010 Mars

16.03.2010 12:57

Annað eins vart sést

,,Þú ætlar varla að fara að menga vefsíðuna með myndum af þessum" sagði einn af föstu aðilunum sem tjá sig á síðunni, þegar ég mætti með myndavél í morgun til að taka myndir af gróðrinum á botni Geirs goða Re sem legið hefur í Reykjavíkurhöfn í fjölda ára og var tekinn upp í Njarðvikurslipp í gær. Annar eins gróður á einu og sama skipinu hefur vart sést, en hvað um það við látum myndirnar tala, þær segja meira en einhver fátækleg orð.


                                  © myndir Emil Páll 16. mars 2010

16.03.2010 10:43

Guðbjörg GK 220 / Sæunn GK 220 / Geir goði GK 220 / Geir goði FIN 116K

Þetta skip er eitt þriggja systurskipa sem smíðuð voru fyrir íslendinga og var gert út hérlendis í rúm 30 ár en þá selt til Finnlands, og sökk fljótlega eftir það. Meðan það var hérlendis var það þó selt úr landi til Svíþjóðar, en keypt fljótlega aftur. Vita menn hver voru systurskipin? Ég mun ekki segja frá því fyrr en eftir um sólarhring, til að gefa mönnum kost á að geta fyrst.


     242. Guðbjörg GK 220 © mynd af google, ljósm.: ókunnur


              242. Guðbjörg GK 220 © mynd siglo.sk


                          242. Sæunn GK 220, í höfn í Keflavík © mynd Emil Páll


                 242. Geir goði GK 220, í höfn í Sandgerði © mynd Emil Páll


                            220. Geir goði GK 220 © mynd Snorrason


   242. Geir goði GK 220, í Hafnarfirði, meðan það var í eigu
Svíanna og lá þar. Margir sem hafa skoðað þessa mynd
hafa haft gaman að henni fyrir þá sök að báturinn liggur utan
á Dagfara með gömlu brúnna, en yfirbyggðum og með
hækkuðum keis undir brúnni, en mjög fáar myndir sýna hann
þannig   © mynd Emil Páll 1978


                     Geir goði FIN 116K í Finnlandi © mynd af heimasíðu Álasunds

Smíðanúmer 48 hjá Marstrand Mekanisk Verksted A/S, Marstrand Svíþjóð 1963. Seldur úr landi til Svíþjóðar í apríl 1978 og keyptur til baka í oktober það ár og lá þennan tíma í Hafnarfirði. Seldur síðan aftur úr landi og þá til Finnlands 24. apríl 1996. Sökk á togveiðum í miklu óveðri 1998, ekki langt frá þeim stað sem ferjan Estoni sökk.

Bátur þessi var einn af þremur systurskipum sem smíðuð voru fyrir íslendinga og ég spyr hver voru hin? Komi ekki svör birti ég rétt svör á morgun.

Nöfn: Guðbjörg GK 220, Sæunn GK 220, Geir goði GK 220 og Geir goði FIN 116K.16.03.2010 07:23

Loðna úr Barentshafinu til Fáskrúðsfjarðar í gær

Af vef Hoffells SU 80:

Síðdegis í gær kom norski báturinn Staaløy til Fáskrúðsfjarðar til löndunar hjá Loðnuvinnslunni farmurinn er loðna úr Barenthafinu c.a.1200 tonn meiningin var að kútta aflann og frysta hrognin en að sögn er hrognafyllingin 19% og er þetta mikil búbót núna þegar loðnuvertíð íslenskra skipa er lokið þetta er sennilega í fyrsta skifti sem loðnu er landað á Íslandi sem veidd er í Barentshafinu er samt ekki alveg viss von er á öðrum bát síðar í vikunni en fjögra sólarhringa stím er af miðunum til Fáskrúðsfjarðar.

                                              Á siglingu við Eyri....

                                            ... og  nálgast bryggju

                                          Glæsilegt skip © myndir Óðinn Magnason

16.03.2010 00:00

Aðeins eina mynd vantar og því birtast myndir af 7 nöfnum af 8

Hér kemur systurskip 1028, sem var hér aðeins neðar á síðunni og þetta er enn til, en þó ekki hér á landi. Myndir birtast af þessum sjö nöfnum: Sléttanes ÍS 710, Sölvi Bjarnason BA 65, Eyjaver VE 7, Skarfur GK 666, Faxaborg SH 207, Lucky Star og Faxaborg. Það nafn sem engin mynd er með er Fylkir NK 102.


            1023. Sléttanes ÍS 710 © mynd úr safni Tryggva Sig.


                   1023. Sölvi Bjarnason BA 65 © mynd af google, ljósm.: ókunnur


                   1023. Sölvi Bjarnason BA 65 © mynd Snorrason


                           1023. Eyjaver VE 7 © mynd Snorrason


                                  1023. Skarfur GK 666 © mynd batarogskip


                             1023. Skarfur GK 666 © mynd Snorrason


                   1023. Skarfur GK 666 í höfn í Grindavík © mynd Emil Páll 2003


   1023, Faxaborg SH 207 © mynd Guðmundur St. Valdimarsson 2007


                         Lucky Star, á Stakksfirði © mynd Emil Páll, febrúar 2009


              Lucky Star, í Færeyjum © Regin Thorkilsson, Shipspotting 2009


                Faxaborg ex Lucky Star, í Hollandi © mynd Shipspotting 2009

Smíðanúmer 438 hjá V.E.B. Elbe Werft, Boizenburg, Þýskalandi 1967, eftir teikningu Hjálmars R. Bárðarsonar. Yfirbyggður 1984. Seldur út landi til Grikklands með heimahöfn í Zansibar í Tansaniu í nóv. 2008, en fór ekki fyrr en í feb. 2009. Síðan selt aftur og nú til Hollands með heimahöfn í Freetown, Sierra Leone.

Eftir að báturinn var seldur úr landi stóð til að breyta honum í þjónustubát fyrir túnfiskveiðskip. Fór hann frá Ólafsvík 20. febrúar 2009, en þó ekki langt, því hann lá inni á Keflavíkinni 21. febrúar, sennilega vegna slæmrar veðurspár og hefur það sennilega verið síðasti viðkomustaðurinn hérlendis. Komst þó aldrei nema til Kinsali á Suður-Írlandi, en þar strauk skipstjórinn frá borði og aðrir áhafnarmeðlimir voru handteknir af lögreglu og þannig stóðu málin þar til skipið var selt til Hollands.

Sem Skarfur GK 666 vann skipið til fjölda viðurkenninga undir skipstjórn Péturs heitins Jóhannssonar, Keflavík. Fyrir utan að vera með aflahæstu skipum, fékk það viðureknningu frá Fiskmarkaði Suðurnesja fyrir góð gæði og ísun aflans. Einnig viðurkenningu frá Siglingamálastofnun ríkisins fyrir góða umhirðu og gott ástand öryggismála.

Nöfn: Sléttanes ÍS 710, Sölvi Bjarnason BA 65, Eyjaver VE 7, Fylkir NK 102, Skarfur GK 666, Faxaborg SH 207, Lucky Star og í Hollandi fékk það nafnið Faxaborg, og er með það að ég held ennþá.

15.03.2010 22:01

Örvar HU 2


                                       2197. Örvar HU 2 © mynd Kr.Ben

15.03.2010 20:19

Gestur

Viðeyjarferjan og hvalaskoðunarbáturinn Gestur, var í Njarðvikurhöfn í dag, en hann verður tekinn upp í slipp í Njarðvík á morgun eða einhvern næstu daga. Gestur er að vísu ekki ókunnur þar syðra því þegar hann var fyrst keyptur til Íslands, var það einmitt aðili úr Njarðvík sem það gerði.


                    2311. Gestur, í Njarðvíkurhöfn © mynd Emil Páll, 15. mars 2010 

15.03.2010 19:26

Hrafn Sveinbjarnarson GK 255


                     1972. Hrafn Sveinbjarnarson GK 255 © mynd Kr.Ben

15.03.2010 17:30

Undur og stórmerki gerast enn

Á undanförnum misserum hefur maður orðið þess var hvað eftir annað að smábátar og stærri allt upp í litla togara, sem legið hafa í höfnum og flestir töldu að ekkert annað væri eftir en förgun, hafa verið tekin upp í slipp eða annað til viðgerðar og eru sum þeirra þegar komin með haffærisskírteini og önnur eru í viðgerð. Í dag gerðist það að einn af stálbátunum sem legið hefur í Reykjavíkurhöfn í fjölda ára og var fyrir nokkru dreginn til Njarðvíkur, var tekinn upp í Skipasmíðastöð Njarðvíkur. Hér er á ferðinni Geir goði RE 245 og við það tækifæri tók ég smá myndasyrpu er hafnarstarfsmenn komu á hafnsögubátnum Auðunni og dró hann að slippbryggjunni.


   1115. Geir goði RE 245 og 2043. Auðunn í Njarðvik í dag og þessari neðstu er Auðunn búinn að skila bátnum af sér að slippbryggjunni í Njarðvik og á myndinni hér fyrir neðan sést Geir goði vera að komast í sleðann  © myndir Emil Páll, 15. mars 2010


 

15.03.2010 12:38

Hrafn Sveinbjarnarson GK 255 / Sigurður Þorleifsson GK 10 / Sjöfn EA 142 / Saxhamar SH 50

Þó þessi sé kominn fimmtugs aldurinn og sé einn af þeim fjölmörgu raðsmíðaskipum sem komu frá Boisenburg í Austur-Þýskalandi er hann enn í útgerð og má segja að hann beri aldurinn vel, því hann hefur fríkkað með árunum frekar en hitt.


                1028. Hrafn Sveinbjarnarson GK 255 © mynd batarogskip


               1028. Hrafn Sveinbjarnarson GK 255 © mynd Hafþór Hreiðarsson


                1028. Hrafn Sveinbjarnarson GK 255 © mynd Snorrason


                 1028. Sigurður Þorleifsson GK 10 © mynd í eigu Ljósmyndasafns
                                    Grindavíkur. Ljósm.: Hinrik Bergsson


  1028. Sjöfn EA 142 © mynd Þorgeir Baldursson


                     1028. Saxhamar SH 50 © mynd Sigurður Bergþórsson                 1028. Saxhamar SH 50, í höfn á Rifi © mynd Emil Páll, í ágúst 2009


                      1028. Saxhamar SH 50 © mynd Þorgeir Baldursson

Smíðanúmer 440 hjá Veb. Elbewerdt í Boizenburg, Þýskalandi 1967, eftir teikningu Hjálmars R. Bárðarsonar. Kom til landsins á skírdag, 1. apríl 1967.  Lengdur og yfirbyggður 1987. Lengdur og endurbættur í Póllandi 1989.

Nöfn: Hrafn Sveinbjarnarson GK 255, Sigurður Þorleifsson GK 10, Sæljón SU 104, Sjöfn ÞH 142, Sjöfn EA 142 og núverandi nafn: Saxhamar SH 50.
  

15.03.2010 00:27

Óle Olsen - Óli Færeyingur

Ásgeir Kjartansson, Garði, sendi mér eftirfarandi myndir, í tilefni af nýjum báti með nafni Óla Færeyingis sem sagt var frá hér á síðunni sl. laugardag, að aðkomandi hans væri að koma með. Myndirnar sína Óla er hann var á Gunnari H í gamladag og tók Ásgeir þessar myndir árið 1964.
Sendi ég til baka kærar þakkir fyrir þetta og efast ekki um að aðkomendur Óla hafa gaman að þessu.


                                       Dúddi og Óle Olsen (færeyingur)


                          Óle Olsen færeyingur © myndir Ásgeir Kjartansson 1964
 
 

15.03.2010 00:00

Þórkatla II GK 197 / Akurey SF 31 / Sjöfn ÞH 142 / Halli Eggerts ÍS 197

Þessi komst á fimmta áratuginn, áður en hann fór í pottinn fræga til Danmerkur.


           1013. Þórkatla II GK 197, óyfirbyggð © mynd Snorrason


              1013. Þórkatla II GK 197, í höfn í Njarðvik © mynd Emil Páll


    1013. Þórkatla II GK 197, eftir yfirbyggingu og breytingu á brú © mynd Emil Páll


                       1013. Þórkatla II GK 197 © mynd Snorrason


                1013. Akurey SF 31, í höfn á Djúpavogi © mynd Þór Jónsson


                         1013. Sjöfn ÞH 142 © mynd Snorrason


                                    1013. Sjöfn ÞH 142 © mynd Þór Jónsson


          1013. Halli Eggerts ÍS 197 © mynd Flateyri.is


  1013. Halli Eggerts ÍS 197
© mynd viðskiptahusið

Smíðanúmer 209/23 hjá Skaalures Skibsbyggeri A/S, Rosendal, Noregi 1966, eftir teikningu Egils Þorfinnssonar, Kom til nýrrar heimahafnar á Flaeyri, fimmtudaginn 20. feb. 2003.Yfirbyggður af Skipasmiðjunni Herði hf., við bryggju í Njarðvik 1984. Seldur úr landi til Noregs í janúar 2008 og þaðan í brotajárn til Danmerkur í febrúar 2008.

Nöfn: Þórkatla II GK 197, Akurey SF 31, Sjöfn ÞH 142, Rún EA 851, Særún EA 351, Sólrún EA 351, Halli Eggerts ÍS 197 og Halli Eggerts.

14.03.2010 20:05

Helguvík KE 75


                Helguvík KE 75 © mynd Snorri Snorrason

14.03.2010 19:27

Manni KE 99 / Greipur SH 7

Þessi vertíðarbátur náði þrjátíu ára aldri, en örlög hans urðu þau að verða óviðgerðarhæfur, eftir að hafa fallið á hliðina uppi í slipp.


                  670. Manni KE 99 © mynd Snorrason


                       670. Manni KE 99 © mynd Snorrason


                         670. Greipur SH 7 © mynd Snorrason

Smíðaður hjá Skipsmíðastöðinni H. Siegfried Eckern Förge, í Eskernföre í Þýskalandi 1960, eftir teikningu Egils Þorfinnssonar. Kom til Keflavíkur í fyrsta sinn laugardagskvöldið 30. janúar 1960 og fór í sinn fyrsta róður 2. febrúar það ár.

Báturinn féll á hliðina í Daníelsslipp í Reykjavík og var ekki talinn viðgerðaræfur. Fargað 22. nóv. 1990.

Nöfn: Manni KE 99 og Greipur SH 7.

14.03.2010 16:44

Hersir HF 227 / Vigdís Helga VE 700 / Gissur hvíti SF 55

Hér er á ferðinni skip sem upphaflega var smíðað sem eins þilfara síðutogari til veiða á bræslufiski, sen eftir að byggt hafi verið yfir það var því breytt í línuveiðiskip.


                           1626. Hersir HF 227 © mynd Snorrason


                                 1626. Hersir HF 227 © mynd Tryggvi Sig.


                 1626. Vigdís Helga VE 700 © mynd Snorrason


   1626. Vigdís Helga VE 700 © mynd af heimasíðu Vísis


                  1626. Gissur hvíti SF 55 © mynd Þorgeir Baldursson 1998


                         1626. Gissur hvíti SF 55 © mynd Tryggvi Sig.

Smíðanúmer 20 hjá Saksköbing, Saksköbing í Danmörku 1976. Innflutt hingað 1982 og kom hingað til lands 28. júní það ár. Upphaflega smíðað sem eins þilfara síðutogari til veiða á bræðslufiski, en 1980 var byggt yfir skipið og því breytt til línuveiða. Sett var á það ný brú og umræddar breytingar framkvæmdar í Skipasmíðastöð Njarðvíkur 1997. Brú sú sem sett var á það hafði verið keypt notuð frá Noregi og átti að fara á 1361. Erling KE 45, en hann sökk áður en að þeim framkvæmdum kom. Kom brúin af norska skipinu Fröyvander.

Úreldingastyrkur var samþykktur í des. 1994, en ekki notaður. Skipið var selt til Írlands í febrúar 1996, en skilað aftur í sama mánuði og lá þá við bryggju í Njarðvík þar til það var tekið upp í Njarðvíkurslipp í janúar 1997. Vísir hf. hafði haft skipið á leigu í um eitt ár áður en þeir keyptu það kvótalaust. Fór það eina ferð milli Grænlands og Kanada í ársbyrjun 2005 og eftir það var því lagt í Kanada þangað til að það var selt til frumbyggja í Baffinslandi í Kanada í júlí 2005, Kom það til Reykjavíkur í viðgerð í byrjun ársins 2007 undir kanadíska nafninu..

Nöfn: Michelle-Cher, Hafrenningur GK 38, Hersir HF 227, Hersir ÍS 33, aftur Hersir HF 227, Hersir ÁR 2, Klettur SU 100, Nansen ÍS, aftur Klettur SU 100, Vigdís Helga VE 700, Gissur hvíti SF 55, Gissur hvíti GK 457 og í Kanada fékk það nafnið: Qujukoaq

14.03.2010 16:32

Gullfaxi SH 125 / Særún EA 251 / Brimnes BA 400

Skrokkurinn var smiðaður í Neskaupstað, en frágangur fór fram í Stykkishólmi fyrir 30 árum og báturinn er enn í útgerð.


                       1527. Gullfaxi SH 125 © mynd Snorrason


                         1527. Særún EA 251 © mynd Hafþór Hreiðarsson


                     1527. Brimnes BA 800 © mynd Snorrason


   1527. Brimnes BA 800 © mynd Guðmundur St. Valdimarsson 2009

Ekki er vitað um smíðanúmerið hjá Dráttarbrautinni hf., í Neskaupstað, en smíðanúmerið 19 hjá Skipavík hf., í Stykkishólmi árið 1979. Skrokkurinn var smíðaður í Neskaupstað, en fullnaðarfrágangur fór fram í Stykkishólmi. Afhentur 8. febrúar 1979. Lenging og nýr skutur o.fl. breytingar gerðar hjá Slippstöðinni hf., Akureyri 1999.

Var upphaflega smíðaður fyrir Síldarvinnsluna hf., Neskaupstað en þeir hættu við.

Kom í fyrsta sinn til Keflavíkur 2. nóv. 1991.

Nöfn: Nöfn: Gullfaxi SH 125, Særún EA 251 og núverandi nafn er: Brimnes BA 800.