Færslur: 2015 Júní
03.06.2015 15:16
Fjölnir SU 57, í Skipasmíðastöð Njarðvíkur
![]() |
237. Fjölnir SU 57, í Skipasmíðastöð Njarðvíkur © mynd Ólafur Guðmundsson, 4. sept. 2009
![]() |
237. Fjölnir SU 57, í Skipasmíðastöð Njarðvíkur © mynd Ólafur Guðmundsson, 27. sept. 2011
03.06.2015 13:14
Kaupa íslendingar Arctic Endeavoud?
Fyrir nokkrum árum kom kanadíska rannsóknarskipið Arctic Endeavour, hingað til lands og um haustið var það tekið upp í Njarðvíkurslipp til vetrargeymslu, sem síðan hefur verið framlengd og er skipið enn í slippnum. Svo getur þó farið að það verði ekki mjög lengi ennþá. Ástæðan er að eigandinn sem er frá Noregi hefur fengið fyrirspurn og nú einnig tilboð frá íslenskum útgerðarmanni sem vill kaupa skipið. Standa nú yfir viðræður milli þessara aðila.
Til aðgreiningar er þetta ekki skemmtiferðaskipið sem ég birti myndir af í síðustu viku og útvarpið sagði frá nú í hádeginu.
![]() |
||
|
|
03.06.2015 12:13
Eldey GK 74, rifin í Njarðvíkurslipp
![]() |
450. Eldey GK 74, rifin í Skipasmíðastöð Njarðvíkur © mynd Ólafur Guðmundsson, 29. júní 2010
03.06.2015 11:12
Þorsteinn Gíslason GK 2 - í dag Jökull SK 16, í Skipasmíðastöð Njarðvíkur
![]() |
288. Þorsteinn Gíslason GK 2 - í dag Jökull SK 16, í Skipasmíðastöð Njarðvíkur © mynd Ólafur Guðmundsson, 4. sept. 2006
03.06.2015 10:11
Haukur EA 76, í Skipasmíðastöð Njarðvíkur
![]() |
236. Haukur EA 76, í Skipasmíðastöð Njarðvíkur © mynd Ólafur Guðmundsson, 20. des. 2006
03.06.2015 09:10
Erling KE 140, í Skipasmíðastöð Njarðvíkur
![]() |
233. Erling KE 140, í Skipasmíðastöð Njarðvíkur © mynd Ólafur Guðmundsson, 25. sept. 2007
03.06.2015 07:08
Sænskir björgunarbátar, leggja af stað heim frá Bremerhaven
![]() |
Sænskir björgunarbátar, leggja af stað heim frá Bremerhaven © mynd Bjarni Guðmundsson, 1. júní 2015
03.06.2015 06:00
Stenhamar o.fl. björgunarbátar frá Svíþjóð, í Bremerhaven
![]() |
Stenhamar o.fl. björgunarbátar
frá Svíþjóð, í Bremerhaven
© mynd Bjarni Guðmundsson, 1. júní 2015
02.06.2015 21:10
Dóri GK 42, kominn í hús hjá Sólplasti, í Sandgerði
Í gær skildum við þar við Dóra GK 42, sem búið var að hífa hann með stórum krana upp á bryggjuna í Sandgerði og staðsetja hann þar á Gullvagninum sem kom frá Skipasmíðastöð Njarðvíkur, en Dóri var á leið til Sólplasts þar sem aðalverkið var að stytta hann að innanverðu niður í 12 metra, en áfram verður hann þó 13.40 metrar að utanverðu. Er þetta gerð vegna furðulegra reglna sem eru í gangi hérlendis.
Af tæknilegum ástæðum fór báturinn ekki af bryggjunni fyrr en í dag og þá fylgdist ég með ferð hans með Gullvagninum að aðsetri Sólplasts í Sandgerði.
![]() |
||||||||||||
|
2604. Dóri GK 42, yfirgefur bryggjuna í Sandgerði, í Gullvagninum í dag
|
|
![]() |
||||||||||||||
|
|
02.06.2015 20:45
Norðaustan við byggð í Hrísey
Þá er það síðari Hríseyjar-syrpan sem ég birti núna, með myndum eftir Þorgrím Ómar Tavsen.
![]() |
||||||||
|
|
![]() |
Norðaustan við byggð í Hrísey © myndir Þorgrímur Ómar Tavsen, 31. maí 2015
02.06.2015 20:25
Hrísey, að austanverðu
Nú koma tvær myndasyrpur sem Þorgrímur Ómar Tavsen, tók í Hrísey, í fyrradag. Eins og margir vita var Þorgrímur Ómar lengi vel sjómaður og nú síðast stýrimaður, eða þar til hann slasaðist það illa, að honum er bannað að stunda sjósókn. Þorgrímur Ómar hefur hinsvegan mjög næmt auga fyrir myndum og því er það ekki ófáar myndirnar sem ég hef birt hér eftir hann, oftast þó af skipum eða skipatengt en þó set ég inn eina og eina syrpuna af öðru viðfangsefni. Hér er fyrr syrpan úr Hrísey, en hin kemur strax á eftir þessari
![]() |
||||||||
|
|
![]() |
![]() |
Hrísey, að austanverðu © myndir Þorgrímur Ómar Tavsen, 31. maí 2015
02.06.2015 20:21
HDMS Thetis (F357) á Keflavíkinni, í fyrradag
Dönsk varðskip eru alls ekki fátíð á Stakksfirði, en frekar er fátítt að þau séu eins nærri landi eins og þetta skip var hér í fyrradag. Varð það svo nálægt landi, að hægt var nánast að sjá hvað skipverjarnir væru að gera utandyra, enda oft inni á sjálfri Keflavíkinni. Skipið kom samkvæmt MarineTraffic upp að landinu fyrir austurlandi og sigldi síðan með suðurströndinn og beint inn á Stakksfjörð. Þar staldraði það í tvo daga, en fór svo inn til Reykjavíkur.
![]() |
||
|
|
![]() |
HDMS Thetis (F357) á Keflavíkinni, í fyrradag © myndir Emil Páll, 31. maí 2015
02.06.2015 20:02
Gamli 1308. Venus nú Maja E , frá SISIMIUT, í Reykjavíkurhöfn
![]() |
![]() |
Gamli 1308. Venus nú Maja E , frá SISIMIUT, í Reykjavíkurhöfn © myndir Faxagengið, faxire9.123.is Viðar Sigurðsson, í maí 2015
02.06.2015 19:46
Green Maveric, 136 m. langt nýfarin frá Færeyjum til Nígeríu
![]() |
![]() |
Green Maveric, er 136 m. langt, og er ný farin frá Færeyjum til Nigeríu fulllestað af frosnum kolmunna © myndir Baldur Sigurgeirsson, 31. maí 2015














































