Færslur: 2013 Desember
02.12.2013 15:00
Sæberg SU 9

252. Sæberg SU 9, dælt um borð © mynd Grétar Rögnvarsson
02.12.2013 14:00
Sæberg SU 9 og Börkur NK

252. Sæberg SU-9 og 1283. Börkur NK sem var á þessum tíma langsstærsta uppsjávarskip flotans © mynd Grétar Rögnvarsson
02.12.2013 13:00
Höfrungur III AK 250, landar síld á Raufarhöfn

249. Höfrungur III AK 250, landar síld á Raufarhöfn í ágúst 1966 © mynd Grétar Rögnvarsson
AF FACEBOOK:
Guðni Ölversson Eðal skip Höfrungur III og Jón Kjartansson.
02.12.2013 12:35
Skjaldbökuslóð, en engin skjaldbaka



Skjaldbökuslóð, en engin Skjaldbaka © myndir Jón Halldórsson, holmvik.123.is. nonni.123.is 30. nóv. 2013
02.12.2013 12:10
Jón Kjartansson SU 111


155. Jón Kjartansson SU 111 © myndir Grétar Rögnvarsson
AF FACEBOOK:
Guðni Ölversson Svona var hann fallegastur. ( efri myndin)
02.12.2013 11:52
Haukafell SF 111 - í dag Húni II EA 740

108. Haukafell SF 111 - í dag Húni II EA 740, fær síld frá 1398. Sæljóni SU 104 © mynd Grétar Rögnvarsson
AF Facebook:
Guðni Ölverson Sæljón SU 104 heitir hið gjafmilda fley.
02.12.2013 09:00
Faxi GK 44 og Hilmir SU 171, í löndunarbið á Siglufirði

51. Faxi GK 44 og 1044. Hilmir SU 171 í löndunarbið á Siglufirði © mynd Grétar Rögnvarsson
02.12.2013 07:00
Elliði GK 445,

43. Elliði GK 445 o.fl.í landlegu á Siglufirði © mynd Grétar Rögnvarsson
02.12.2013 06:00
Sandgerðingur GK og Jói Brans í brúarglugganum

53. Sandgerðingur GK 517 og Jói Brans, eða Jóhann Guðbrandsson, eins og hann heitir fullu nafni, í brúarglugganum © mynd Sigurður Jóhannsson
AF Facebook:
Guðni Ölversson Bransarinn var góður
01.12.2013 21:10
Myndir og frásögn af björgun áhafnarinnar á Kópanesi RE 8 og af skipinu úti á sjó og síðan komnu upp
Í dag barst mér myndir sem teknar voru af því þegar Kópanes RE 8, fór nánast á hliðina úti á rúmsjó, og segi frá björgun mannanna o.fl. því tengt.
Atburður þessi átti sér stað laust fyrir kl. 16, 28. febrúar 1973, en þá sendi Kópanesið út hjálparbeiðni, því skipið hafði farið skyndilega á hliðina er það var á miðunum út af Reykjanesi. Veiðarfæri skipsins var úti og því ekki hægt að beita skrúfu skipsins til að rétta það við, þar sem mikil hætta var á að veiðarfærin í skrúfuna.
Sæunn GK 220, skipstjóri Hallgrímur Færseth, var þarna skammt undan og komu þeir Kópanesinu strax til hjálpar. Er Sæunn kom að Kópanesinu var mikill halli kominn að skipinu og óttuðust menn að því myndi hvolfa ( sjá meðfylgjandi myndir)
Eins og sést á myndum þeim sem Sigurður Jóhannsson, skipverji á Sæunni tók fór áhöfnin fljótlega í gúmíbátinn og þaðan yfir í Sæunni, nema skipstjórinn sem ákvað að vera lengur um borð, þar sem Sæunn átti að freista þess að draga skipið til Grindavíkur. Eftir að dráttartaug hafði verið komið milli skipanna gekk ferðin að óskum. Veður var sæmilegt og sjólítið að sögn Sigurðar.
Fljótlega virtist hallinn á Kópanesinu aukast og því var ráðlegt að skipstjórin yrði ekki lengur um borð og þar sem Magnús NK 72 var einnig á vettvangi stökk skipstjóri Kópanessins um borð í Magnús, sem hafði siglt upp að Kópanesinu.
Eftir nokkra stund virtist Kópanesið vera að rétta sig við aftur og var skipið nánast orðið rétt er skipin komu í innsiglinguna til Grindavíkur, en þá varð það óhapp að dráttartaugin slitnaði og ekki náðist að koma taug aftur á milli og rak Kópanesið þá upp í fjöru, nánast beint á móti þeim stað sem Gjafar VE hafði strandað nokkrum dögum áður. dögum eftir strandið.
Allan þennan tima hafði ljósavélin á Kópanesinu verið i gangi og því áttu menn betra með að fylgjast með skipinu, en á næstu dögum komu hver brotsjórinn á fætur öðrum og áður en menn vissu að var skipið farið að skemmast í fjörunni og þar
Hér fyrir neðan koma myndir frá Sigurði Jóhannssyni af björgun skipverjanna og síðan myndir sem ég tók af Kópanesinu í fjörunni í Grindavík, nokkrum dögum síðar
Kópanes RE 8, var aðeins tveggja ára skip, smíðað í Stálvík, Garðabæ


1154. Kópanes RE 8, var farið að halla mikið, þarna, þegar Sæunn kom að því



Áhöfnin fyrir utan skipstjórann yfirgefur Kópanesið og fer í gúmíbátinn


Skipverjarnir á leið yfir í Sæunn GK, í gúmíbátnum


Skipverjar af Kópanesi koma í gúmíbátnum að Sæunni



Skipbrotsmönnum hjálpað um borð í Sæunni GK





Nokkrum dögum eftir strandið leit Kópanesið svona út
© Litmyndir: Sigurður Jóhannsson, 28. febrúar 1973
© Svart/hvítu myndirnar: Emil Páll, í upphafi marsmánaðar 1973
01.12.2013 21:00
Börkur NK 122

2827. Börkur NK 122 © mynd Faxagengið, faxire9.123.is 27. nóv. 2013
01.12.2013 20:00
Ísdögg SH 72, í Ólafsvík

6390. Ísdögg SH 72 í Ólafsvík © mynd Emil Páll, 29. maí 2013
01.12.2013 19:00
Kóni II SH 52, Þorvaldur SH 64 og María SH 179, í Ólafsvík

2682. Kóni II SH 52, 6965. Þorvaldur SH 64 og 6792. María SH 179 í Ólafsvík © mynd Emil Páll, 29. maí 2013
01.12.2013 18:00
Katrín SH 575 í Ólafsvík

2457. Katrín SH 575 í Ólafsvík © myndir Emil Páll, 29. maí 2013

