Færslur: 2013 Desember

03.12.2013 14:00

Jón Gunnlaugs GK 444

Hér kemur mynd af stýrishúsinu á bátnum eins og hann var í fyrstu, en í næstu færslu kemur allt önnur umræða um þennan sama bát.


            1204. Jón Gunnlaugs GK 444, frá Sandgerði © mynd Sigurður Jóhannsson - í næstu færslu kemur svo allt önnur umræða um þennan sama bát.

03.12.2013 13:00

Magnús NK 72 - 4 myndir

Hér koma fyrst þrjár myndir af bátnum er hann tók þátt í björgun Kópaness RE 8, en eins og áður hefur komið fram bjargaðist skipstjóri Kópaness um borð í Magnús. Þær myndir eru teknar af Sigurði Jóhannssyni, sem var skipverji á Sæunni GK 220, sem bjargað öllum öðrum úr áhöfn Kópaness og gerði síðan tilraun til að draga bátinn til lands, en allt um það kom fram er ég birti myndasyrpu af björgun mannanna.
Síðan birtist ein mynd til viðbótar af Magnúsi NK 72, en sú mynd var tekin við annað tækifæri af Grétari Rögnvarssyni.


          1031. Magnús NK 72, út af Reykjanesi, eins og sést á mynd nr. 2 © myndir Sigurður Jóhannsson, 28. feb. 1973


                         1031. Magnús NK 72 © mynd Grétar Rögnvarsson

03.12.2013 12:03

Ásgeir RE 60 eða Ásberg RE 22


                     1026. Ásgeir RE 60 eða 1041. Ásberg RE 22 © mynd Grétar Rögnvarsson

03.12.2013 11:00

Sveinn Sveinbjörnsson NK 55 - í dag Sigurborg SH 12


            1019. Sveinn Sveinbjörnsson NK 55 - í dag Sigurborg SH 12 © mynd Grétar Rögnvarsson

 

AF FACEBOOK:

Guðni Ölversson Glæsileg mynd af þriggja mastra skonnortunni á síldveiðum í Norðursjónum. Þessi var alveg afbragðs bátur.

03.12.2013 10:09

Áhöfnin á Goðafossi, heiðruð fyrir hetjulega framgöngu

mbl.is:

              Áhöfnin á Goðafossi sem heiðruð var í gær © skjáskot af mynd úr mbl.is

 

Áhöfnin á Goðafossi, skipi Eimskipafélags Íslands, var í gær heiðruð fyrir hetjulega framgöngu við björgunarstörf þegar eldur kom upp í skipinu 11. nóvember. Öguð vinnubrögð og snarræði áhafnarinnar skipti sköpum um að hvorki urðu slys á mönnum né alvarlegt tjón á skipinu.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Eimskip.

Goðafoss var um 70 sjómílur vestur af Færeyjum á leið til Íslands þegar eldurinn kom upp um klukkan 4 að nóttu en þá var vonskuveður. Þrettán manns voru í áhöfn skipsins auk þriggja farþega og sluppu allir heilir á húfi. Áhöfnin náði að ráða niðurlögum eldsins.

Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, veitti áhöfninni sérstaka viðurkenningu í gær. „Áhöfnin vann hetjusamlegt björgunarstarf við mjög erfiðar aðstæður. Enn á ný sannaðist að þjálfun og menntun íslenskra sjómanna skiptir gríðarlegu máli. Við verðum að tryggja að sú menntun verði áfram með þeirri bestu sem gerist í heiminum,“ sagði Gylfi af þessu tilefni.

 

03.12.2013 10:00

Sigurfari SF 58


              752. Sigurfari SF 58 © mynd í eigu Ljósmyndasafns Eskifjarðar, ljósm. ókunnur.

 

AF FACEBOOK:

Guðni Ölversson Þessi fór illa. Blessuð sé minnig Óla og félaga hans sem fórust í Hornarfjarðarósnum með Sigurfaranaum

03.12.2013 09:00

,,Jónarnir"


         Jónarnir: 155. Jón Kjartansson SU 111 til vinstri nú Lundey, til hægri Hólmaborg SU 11 nú Jón Kjartansson SU 111  © mynd Grétar Rögnvarsson

03.12.2013 07:00

Narfi RE 13, síðar Jón Kjartansson SU 111, Guðrún Þorkelsdóttir SU 211 og nú Lundey NS 14


       155. Narfi RE 13, síðar Jón Kjartansson SU 111, Guðrún Þorkelsdóttir SU 211 og nú Lundey NS 14 © mynd Grétar Rögnvarsson

 

 

03.12.2013 06:00

Jón Kjartansson SU 111, - nú Lundey NS 14, í kaldafýlu              155. Jón Kjartansson SU 111 - nú Lundey NS 14, í kaldafýlu © myndir Grétar Rögnvarsson

02.12.2013 21:12

Sæunn GK 220 - löndunarsyrpa

Hér kemur sannkölluð löndunarsyrpa, þó einn og ein mynd af miðunum slæðist með. Myndirnar tók Sigurður Jóhannsson sem var skipverji á Sæunni GK 220 og eru einhverjar myndirnar teknar er þeir lönduðu í Grindavík um leið og þeir fluttu skipverjana af Kópanesi RE 8, þangað, eftir að hafa bjargað þeim eins og fram kom hér á síðunni í gærkvöldi. Skipstjóri á Sæunni var Hallgrímur Færseth.


                                       242. Sæunn GK 220, að landa í Sandgerði

            242. Sæunn GK 220, aðallega um borð i bátnum, ýmist úti á miðunum eða við bryggju © myndir Sigurður Jóhannsson, trúlega flestar teknar 1973.

02.12.2013 21:00

Örn KE 13, í Hirtshals, í Danmörku


                    1012. Örn KE 13, í Hirtshals, Danmörku © mynd Grétar Rögnvarsson

02.12.2013 20:00

Seley SU 10, að dæla frá Jóni Finnssyni RE 506


             1000. Seley SU 10 að dæla frá 1283. Jóni Finnssyni RE 506 © mynd Grétar Rögnvarsson

 

AF FACEBOOK:

Guðni Ölversson Þetta er ekki "orginale" Seleyjan. Það sér maður auðveldlega á dæluslöngunni.

02.12.2013 19:00

Reykjaborg RE 25 og Hilmir SU 171, í Hirtshals, Danmörku


        979. Reykjaborg RE 25  og 1044. Hilmir SU 171 í Hirtshals, Danmörku © mynd Grétar Rögnvarsson

02.12.2013 18:00

Sighvatur GK 57, fær síld frá Sæljóni


         975. Sighvatur GK 57- skipstjóri Páll Jóhann Pálsson, fær síld frá Sæljóni © mynd Grétar Rögnvarsson

02.12.2013 17:00

Skógey SF 53, lætur Sæljónið fá síld


             974. Skógey SF 53, lætur 1398. Sæljón fá síld © mynd Grétar Rögnvarsson