Færslur: 2013 Desember
04.12.2013 12:00
Jón Kjartansson SU 111, með loðnu, síld og makríl

1525. Jón Kjartansson SU 111

1525. Jón Kjartansson SU 111, á loðnuveiðum í Faxaflóa

1525. Jón Kjartansson SU 111, á síldar- og makrílveiðum, 2008
© myndir Grétar Rögnvarsson
04.12.2013 06:00
Sigrún ÍS 900
![]()
![]() |
1739. Sigrún ÍS 900, að landa rækju á Siglufirði © mynd Grétar Rögnvarsson
03.12.2013 21:10
Jóna Eðvalds SF 200 - myndasyrpa




![]()


2618. Jóna Eðvalds SF 200, á Breiðafirði © myndir Faxagengið, faxire9.123.is 28. nóv. 2013
03.12.2013 21:00
Jón Finnsson RE 506

1283. Jón Finnsson RE 506 © mynd Grétar Rögnvarsson
03.12.2013 20:00
Trollið tekið um borð í Hólmanes SU 1
![]()


1346. Trollið tekið um borð í 1346. Hólmanes SU 1 © myndir Grétar Rögnvarsson
03.12.2013 18:50
Polar Amaroq verður Beitir NK: Núverandi Beitir seldur til Noregs
Austurfréttir.is:
Beitir NK hefur verið seldur til Noregs upp í kaup grænlenska útgerðarfélagsins Polar Pelagic, sem Síldarvinnslan í Neskaupstað á þriðjung í. Togarinn Polar Amaroq, sem grænlenska félagið keypti í vor, færist til Síldarvinnslunnar og verður að Beiti.
Þetta var tilkynnt á vef Síldarvinnslunnar fyrir stundu. Þar segir að Polar Pelagic hafi vantað vinnsluskip, sérstaklega til að nýta makríl sem veiddur er innan grænlenskrar lögsögu.
Gert er ráð fyrir að skipin verði afhent nýjum eigendum um miðjan desember. Beitir fer í slipp til Danmerkur fyrir þann tíma og einnig verður ráðist í endurbætur á skipinu. Áhöfn Beitis verður næstu vikurnar á síldveiðum á Birtingi NK sem að undanförnu hefur legið í höfn á Seyðisfirði.
Polar Amaroq kom til Polar Pelagic í mars á þessu ári en skipið er smíðað árið 1997. Það er 2148 brúttótonn að stærð og rúmar um 2100 tonn, eins og núverandi Beitir.
Síldarvinnslan keypti Beiti árið 2009 en hann var smíðaður árið 1998. Gardar, sem fer til Grænlands, var smíðaður árið 2004 og lengdur árið 2006. Skipið er 3.200 brúttótonn að stærð og getur lestað 2535 tonn. Hægt er að frysta 140 tonn af heilfrystum fisk á sólarhring en frystirýmið rúmar 1000 tonn
AF FACEBOOK:
03.12.2013 17:00
Sæljón SU 104 - 4 myndir - sagan

1398. Sæljón SU 104, í upphaflegri mynd

1398. Sæljón SU 104, með fullfermi af síld

1398. Brúin á Sæljóni SU 104

1398. Sæljón SU 104, í slipp á Akureyri © myndir Grétar Rögnvarsson
Smíðaður á Akureyri 1974. Yfirbyggður 1980. Seldur úr landi til Skotlands 1994.
Bar aðeins þetta eina nafn.
03.12.2013 16:00
Mánaberg ÓF 42

1270. Mánaberg ÓF 42, á Siglufirði © mynd Hreiðar Jóhannsson, 29. nóv. 2013
03.12.2013 15:00
Jón Gunnlaugs ST 444 og vandræðagangurinn
Fyrri hluta sumarsins var hann gerður út af aðila úr Hafnarfirði til veiða á Eldeyjarrækju, en útgerðin sótti líka um leyfi til túnfiskveiða þegar þær veiðar voru í umsóknarferli. Útgerð Stafnes KE, sótti líka um veiðar þessar, en veiðar á túnfiski voru stundaðar á því skipi á síðasta ári. Hvort fleiri sóttu um veiðileyfi veit ég ekki, en þar sem aðeins var um eitt veiðileyfi að ræða var dregið um hver fengi það og kom það í hlut Jóns Gunnlaugs og hætti hann því á rækjuveiðunum og fór til túnfiskveiða. Ekki gekk það þó eins og menn áttu von á og segja fregnir að báturinn hafi raunar ekki fengið neitt og því var honum lagt fljótlega við bryggju í Vestmannaeyjum.
Þar var brotist inn í hann og stolið ýmsum tækjum á svipuðum tíma og báturinn var söluferli, sem síðan varð að dagaði uppi og engin eigendaskipti urðu á bátnum.
Fenginn var þekktur skipstjóri til að sækja bátinn og var honum siglt til Sandgerðis þar sem hann er nú og herma fregnir að sá eigandi sem gerði hann út í vor og er enn eigandi bátsins stefni á að gera hann út á Eldeyjarrækju að nýju.

1204. Jón Gunnlaugs ST 444, að koma inn til Sandgerðis á síðasta sumri © mynd Emil Páll, 5. júlí 2013







