Færslur: 2010 Mars
25.03.2010 20:17
Eyborg EA með rækju til Hólmavíkur
Nú um kvöldmatarleitið kom togarinn Eyborg EA 59 með um 110 tonn af rækju til Hólmavíkur til vinnslu hjá Hólmadrangi. Við það tækifæri tók Jón Halldórsson eftirfarandi myndir og birti á vef sínum holmavik.123.is




2190. Eyborg EA 59, kemur til Hólmavíkur í kvöld, 25. mars 2010 © myndir Jón Halldórsson, holmavik.123.is
2190. Eyborg EA 59, kemur til Hólmavíkur í kvöld, 25. mars 2010 © myndir Jón Halldórsson, holmavik.123.is
Skrifað af Emil Páli
25.03.2010 20:06
Hólmavík á vindasömum degi
Höfnin á Hólmavík, á vindasömum degi © mynd Jón Halldórsson, holmavik.123.is 24.mars 2010
Skrifað af Emil Páli
25.03.2010 19:49
Ólafur ST settur á flot
Þessa myndasyrpu og fleiri myndir til viðbótar má sjá á vefnum holmavik.123.is og sýnir sjósetningu á Ólafi ST 52



6341. Ólafur ST 52, settur á flot © myndir Jón Halldórsson, holmavik.123.is
6341. Ólafur ST 52, settur á flot © myndir Jón Halldórsson, holmavik.123.is
Skrifað af Emil Páli
25.03.2010 19:29
Fjögur kolmunaskip í höfn á Neskaupstað
Vilhelm Þorsteinsson EA kom í land núna á Neskaupstað um sexleitið til löndunar og fer áhöfnin síðan í frí en lítil veiði er á kolmunamiðunum. Þar með eru 4 skip þar í höfn, Börkur, Bjarni Ólafsson, Vilhelm Þorsteinsson og Erica sem kom aðfaranótt 23. mars. Sökum veðurs var myndastöku sleppt að sinni en nú er á Neskaupstað norðaustan strekkingsvindur og rigningaslydda, samkvæmt frétt frá Bjarna G.
Skrifað af Emil Páli
25.03.2010 14:15
Elding
Hér sjáum við einn gamlan, sem margir höfðu not af fyrir áratugum. En þessi mynd er ein af nokkrum sem einn af velunnurum síðunnar gaf mér fyrir nokkrum dögum og sýnist mér að séu flestar teknar á sjöunda áratug síðustu aldar.
387. Elding © mynd einn af velunnurum síðunnar
Skrifað af Emil Páli
25.03.2010 13:20
Búið að skera Víking í sundur
Þau hjá Bláfelli ehf. á Ásbrú í Reykjanesbæ, sögðu nýlega í viðtali hér á síðunnu frá því að ætlunin væri að jafnvel fyrir strandveiðarnar væru þau búin að ljúka við að gera klárann bát af Víking gerð. Í morgun tók ég því myndir af þar sem búið var að skera bátinn í sundur, en lengja á hann og gera þilfar auk fleiri breytinga.

Víkingbáturinn, þ.e.a.s. fremri hlutinn eftir að rassgatið hefur verið skorið frá

Rassgatið fremst á myndinni en hinn hlutinn innar

Framan við höfuðstöðvarnar á Ásbrú í morgun, áður en Kristbjörgin var sjósett. Hera sem er næst okkur, er nú á sölulista, en búið var að selja hann, en af þeirri sölu varð ekki.

Eigendur Bláfells ehf., fylgjast með Kristbjörgu í morgun © myndir Emil Páll, 25. mars 2010

Víkingbáturinn, þ.e.a.s. fremri hlutinn eftir að rassgatið hefur verið skorið frá

Rassgatið fremst á myndinni en hinn hlutinn innar

Framan við höfuðstöðvarnar á Ásbrú í morgun, áður en Kristbjörgin var sjósett. Hera sem er næst okkur, er nú á sölulista, en búið var að selja hann, en af þeirri sölu varð ekki.

Eigendur Bláfells ehf., fylgjast með Kristbjörgu í morgun © myndir Emil Páll, 25. mars 2010
Skrifað af Emil Páli
25.03.2010 13:16
Sægrímur kemur í sólinni
Þó ég hafi tekið helling af myndum af Sægrími GK 525, gat ég ekki annað en smellt þessari á móti sól, er báturinn kom inn til Njarðvíkur skömmu fyrir hádegi í dag.

2101. Sægrímur GK 525, kemur í sólinni í morgun til Njarðvíkur © mynd Emil Páll, 25. mars 2010

2101. Sægrímur GK 525, kemur í sólinni í morgun til Njarðvíkur © mynd Emil Páll, 25. mars 2010
Skrifað af Emil Páli
25.03.2010 12:59
Sjósetning fyrsta bátsins framleiddum hjá Bláfelli á Ásbrú
Í morgun átti sér stað sá atburður að fyrsti báturinn sem framleiddur hefur verið nánast frá grunni á Ásbrú, sem er gamla varnarliðssvæðið og að auki fyrsti báturinn sem fyrirtækið Bláfell ehf. hefur framleitt nánast frá grunni, var sjósettur í Njarðvik..
Eins og áður hefur komið fram var báturinn nánast rifinn í spað hjá Sólplasti og stóð til að það fyrirtæki myndi byggja nýjan bát á gömlum grunni, en Bláfell ehf, keypti það sem eftir var af gamla bátnum sem nánast er bara kjölurinn og toppurinn á húsinu, auk skipaskráninganúmerið 2207. Þá hafði Sigurborg Andrésdóttir, teiknað og hannað nýjan bát ásamt því að vinna tækniúrfærsluna og fylgdi það yfir til Bláfells.
Báturinn sem hlotið hefur nafnið Kristbjörg ST 39, stendur til að fari á laugardag, til nýrrar heimahafnar sem er á Drangsnesi.
Af þessu tilefni kemur nú mikil myndasyrpa af því er báturinn var settur á bíl og ekið niður á Njarðvíkurhöfn, en fyrst varð að fara með bátinn í gegn um hafnarsvæðið í Keflavík og vikta hann áður en hann var sjósettur.

2207. Kristbjörg ST 39, framan við höfuðstöðvar Bláfells ehf., á Ásbrú í Reykjanesbæ í morgun 25. mars 2010

2207. Kristbjörg ST 39, hífð á bílinn er flutti bátinn til sjávar

2207. Kristbjörg ST 39, viktuð á hafnarviktinni í Keflavík

Ekið í gegn um hafnarsvæðið í Keflavík til Njarðvikur



Hér er komið niður á Njarðvikurhöfn og ekkert annað eftir en að hífa bátinn í sjóinn

Bátnum slakað í sjó

Sjósetningu lokið: 2207. Kristbjörg ST 39, í Njarðvíkurhöfn rétt fyrir hádegið í morgun
© myndir Emil Páll, 25. mars 2010
Eins og áður hefur komið fram var báturinn nánast rifinn í spað hjá Sólplasti og stóð til að það fyrirtæki myndi byggja nýjan bát á gömlum grunni, en Bláfell ehf, keypti það sem eftir var af gamla bátnum sem nánast er bara kjölurinn og toppurinn á húsinu, auk skipaskráninganúmerið 2207. Þá hafði Sigurborg Andrésdóttir, teiknað og hannað nýjan bát ásamt því að vinna tækniúrfærsluna og fylgdi það yfir til Bláfells.
Báturinn sem hlotið hefur nafnið Kristbjörg ST 39, stendur til að fari á laugardag, til nýrrar heimahafnar sem er á Drangsnesi.
Af þessu tilefni kemur nú mikil myndasyrpa af því er báturinn var settur á bíl og ekið niður á Njarðvíkurhöfn, en fyrst varð að fara með bátinn í gegn um hafnarsvæðið í Keflavík og vikta hann áður en hann var sjósettur.

2207. Kristbjörg ST 39, framan við höfuðstöðvar Bláfells ehf., á Ásbrú í Reykjanesbæ í morgun 25. mars 2010

2207. Kristbjörg ST 39, hífð á bílinn er flutti bátinn til sjávar

2207. Kristbjörg ST 39, viktuð á hafnarviktinni í Keflavík

Ekið í gegn um hafnarsvæðið í Keflavík til Njarðvikur



Hér er komið niður á Njarðvikurhöfn og ekkert annað eftir en að hífa bátinn í sjóinn

Bátnum slakað í sjó

Sjósetningu lokið: 2207. Kristbjörg ST 39, í Njarðvíkurhöfn rétt fyrir hádegið í morgun
© myndir Emil Páll, 25. mars 2010
Skrifað af Emil Páli
25.03.2010 00:00
Hafði verið dæmdur ónýtur á strandstað, en siglir þó enn og er í fullri útgerð
Bátur sá sem fjallað er nú um hefur þrátt fyrir að hafa verið smíðaður 1963, aðeins borið fjögur nöfn og er enn í fullri drift. Þessi sami bátur strandaði tvisvar á fyrstu 10 árum sínum og í fyrra strandinu var hann dæmdur ónýtur á strandstað og ætlaði tryggingafélagið að greiða hann út, en honum var engu að síður bjargað. Í síðara strandinu urðu mjög miklar skemmdir á bátnum.

237. Bjarmi II EA 110, nýr á heimleið © mynd af google, ljósm.: ókunnur

237. Bjarmi II EA 100, á leið inn Hafnarfjörð © mynd Snorri Snorrason

237. Hrungnir GK 50, í höfn í Grindavík © mynd Emil Páll

237. Hrungnir GK 50 © mynd af heimasíðu Vísis

237. Hrungnir GK 50, á Djúpavogi © mynd Þór Jónsson

Stýrishúsið af 237. Fjölni SU 57 © mynd Kjartan Viðarsson

237. Fjölnir SU 57, í Njarðvíkurslipp © mynd Markús Karl Valsson
Smíðanúmer 164 hjá Framnes Mek. Verksted A/S, Sandefjord, Noregi 1963. Kom til Dalvíkur 3. feb. 1964. Lengdur Noregi 1966. Yfirbyggður hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur hf., Njarðvík 1983. Lengdur aftur 1990. Endurbættur hjá Astilleros Pasajes, San Sebestian, Spáni 1999. Veltitankur settur í skipið í Skipasmíðastöð Njarðvíkur 2007.
Strandaði á Loftstaðarfjöru austan Stokkseyrar 6. mars 1967. Náðist af strandstað rúmum þremur vikur síðar og var tekinn í slipp til viðgerðar Var það Björgun hf. sem bjargaði bátnum, en þegar þeir komu að verkinu var búið að lýsa því yfir að björgun væri vonlaus og ætlaði Samvinnutryggingar að borga bátinn út.
Endurbyggður hjá Dráttarbrautinni hf., Neskaupstað, eftir að hafa strandað í annað sinn og nú við Hvalbak 29. jan. 1973. Náðist hann þar út mikið skemmdur.
Nöfn: Bjarmi II EA 110, Reykjanes GK 50, Hrungnir GK 50 og núverandi nafn: Fjölnir SU 57.

237. Bjarmi II EA 110, nýr á heimleið © mynd af google, ljósm.: ókunnur

237. Bjarmi II EA 100, á leið inn Hafnarfjörð © mynd Snorri Snorrason

237. Hrungnir GK 50, í höfn í Grindavík © mynd Emil Páll

237. Hrungnir GK 50 © mynd af heimasíðu Vísis

237. Hrungnir GK 50, á Djúpavogi © mynd Þór Jónsson

Stýrishúsið af 237. Fjölni SU 57 © mynd Kjartan Viðarsson

237. Fjölnir SU 57, í Njarðvíkurslipp © mynd Markús Karl Valsson
Smíðanúmer 164 hjá Framnes Mek. Verksted A/S, Sandefjord, Noregi 1963. Kom til Dalvíkur 3. feb. 1964. Lengdur Noregi 1966. Yfirbyggður hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur hf., Njarðvík 1983. Lengdur aftur 1990. Endurbættur hjá Astilleros Pasajes, San Sebestian, Spáni 1999. Veltitankur settur í skipið í Skipasmíðastöð Njarðvíkur 2007.
Strandaði á Loftstaðarfjöru austan Stokkseyrar 6. mars 1967. Náðist af strandstað rúmum þremur vikur síðar og var tekinn í slipp til viðgerðar Var það Björgun hf. sem bjargaði bátnum, en þegar þeir komu að verkinu var búið að lýsa því yfir að björgun væri vonlaus og ætlaði Samvinnutryggingar að borga bátinn út.
Endurbyggður hjá Dráttarbrautinni hf., Neskaupstað, eftir að hafa strandað í annað sinn og nú við Hvalbak 29. jan. 1973. Náðist hann þar út mikið skemmdur.
Nöfn: Bjarmi II EA 110, Reykjanes GK 50, Hrungnir GK 50 og núverandi nafn: Fjölnir SU 57.
Skrifað af Emil Páli
24.03.2010 19:35
Bjarni Ólafsson AK 70 með kolmunna til Neskaupstaðar
Bjarni Ólafsson AK 70 kláraði löndun á kolmuna í morgun á Neskaupstað og síðan fór áhöfnin í frí og skipið er verður í höfn á staðnum á meðan.

2287. Bjarni Ólafsson AK 70, á Neskaupstað © mynd Bjarni G., 24. mars 2010

2287. Bjarni Ólafsson AK 70, á Neskaupstað © mynd Bjarni G., 24. mars 2010
Skrifað af Emil Páli
24.03.2010 19:32
Von SF 2
Von SF 2 kom inn til Neskaupstaðar í dag, með bilun í tækjabúnaði og er svo að bíða eftir betra veðri til að halda áfram á Vopnafjörð þar fer báturinn á grásleppuveiðar.

6710. Von SF 2, á Neskaupstað © mynd Bjarni G. 24. mars 2010

6710. Von SF 2, á Neskaupstað © mynd Bjarni G. 24. mars 2010
Skrifað af Emil Páli
24.03.2010 18:02
Bergur VE 44 / Katrín VE 47 / Mánatindur SU 359 / Haukur EA 76
Hér höfum við einn smíðaðann í Noregi á því herrans ári 1963, sem endaði síðan með að vera dreginn í pottinn fræga af einum sem var á för sömu leið.

236. Bergur VE 44 © mynd í eigu Ljósmyndasafns Akraness

236. Bergur VE 44 © mynd í eigu Ljósmyndasafns Akraness

236. Katrín VE 47, í Vestmannaeyjum © mynd Emil Páll

236. Mánatindur SU 359 © mynd Svafar Gestsson

236. Haukur EA 76 © mynd Funny-Photos.blogcentral.is
Smíðanúmer 29 hjá Ödens Mek. Verksted A/S, Trondheimi, Noregi 1963. Yfirbyggður 1987 og 1994. Fór að lokum í brotajárn til Danmerkur í júlí 2008.
Útgerðarfélag Breiðdalsvíkur keypti bátinn í janúar 1999, en gat ekki staðið við útborgun og því átti að rifta kaupum í lok febrúar, en á síðustu stundu gekk Njörður h.f. einn í tilboðið.
Lá frá 2007 við bryggju í Njarðvík með ónýta vél, en 30. júlí 2008, dró Siggi Þorsteins ÍS 123, hann með sér í brotajárn til Danmerkur.
Nöfn: Bergur VE 44, Katrín VE 47, Sindri VE 60, Frigg VE 41, Víkurnes ST 10, Mánatindur SU 359, Dagfari GK 70 og Haukur EA 76.

236. Bergur VE 44 © mynd í eigu Ljósmyndasafns Akraness

236. Bergur VE 44 © mynd í eigu Ljósmyndasafns Akraness

236. Katrín VE 47, í Vestmannaeyjum © mynd Emil Páll

236. Mánatindur SU 359 © mynd Svafar Gestsson

236. Haukur EA 76 © mynd Funny-Photos.blogcentral.is
Smíðanúmer 29 hjá Ödens Mek. Verksted A/S, Trondheimi, Noregi 1963. Yfirbyggður 1987 og 1994. Fór að lokum í brotajárn til Danmerkur í júlí 2008.
Útgerðarfélag Breiðdalsvíkur keypti bátinn í janúar 1999, en gat ekki staðið við útborgun og því átti að rifta kaupum í lok febrúar, en á síðustu stundu gekk Njörður h.f. einn í tilboðið.
Lá frá 2007 við bryggju í Njarðvík með ónýta vél, en 30. júlí 2008, dró Siggi Þorsteins ÍS 123, hann með sér í brotajárn til Danmerkur.
Nöfn: Bergur VE 44, Katrín VE 47, Sindri VE 60, Frigg VE 41, Víkurnes ST 10, Mánatindur SU 359, Dagfari GK 70 og Haukur EA 76.
Skrifað af Emil Páli
24.03.2010 16:14
Fagravík GK 161 og óþekktur togar - sennilega Odra
Þessar myndir tók ég af Vatnsnesi í Keflavík rétt fyrir kl. 16 í dag með aðeins 200 mm linsu og því var ég hissa hvað mér tókst vel að ná togaranum óþekkta þar sem hann var að nálgast Garðskaga á leið af höfuðborgarsvæðinu. Hver togarinn er veit ég ekki, þar sem annað staðsetningakerfið var alveg úti og hitt með það miklar truflanir að ég náði ekki að sjá hvaða skip hér var á ferðinni. Auk togarans er á myndum í syrpu þessari 7194. Fagravík GK 161 sem var á leið í Grófina í Keflavík. Samkvæmt ábendingu er hér sennilega um að ræða Samherjatogarann Odra á leið frá Hafnarfirði

7194. Fagravík GK 161 og óþekktur togari úti í Faxaflóa á leið fyrir Garðskaga

Togarinn óþekkti, en vonandi þekkir einhver lesandi hann?

7194. Fagravík GK 161, siglir þvert yfir Stakksfjörðinn, fyrir Vatnsnesið og inn á Keflavíkina

7194. Fagravík GK 161, siglir inn Keflavíkina á leið sinni í Grófina, með Hólmsbergið í baksýn © myndir Emil Páll, 24. mars 2010

7194. Fagravík GK 161 og óþekktur togari úti í Faxaflóa á leið fyrir Garðskaga

Togarinn óþekkti, en vonandi þekkir einhver lesandi hann?

7194. Fagravík GK 161, siglir þvert yfir Stakksfjörðinn, fyrir Vatnsnesið og inn á Keflavíkina

7194. Fagravík GK 161, siglir inn Keflavíkina á leið sinni í Grófina, með Hólmsbergið í baksýn © myndir Emil Páll, 24. mars 2010
Skrifað af Emil Páli
