Færslur: 2010 Mars
10.03.2010 18:29
Green Lofoten á Neskaupstað í dag



Green Lofoten á Neskaupstað í dag © myndir Bjarni G. 10. mars 2010
10.03.2010 18:26
Vilhelm Þorsteinsson í hrognatöku á Neskaupstað í dag


2410. Vilhelm Þorsteinsson EA 11, á Neskaupstað í dag © myndir Bjarni G. 10. mars 2010
10.03.2010 13:15
Bláfell ehf., Ásbrú: Þrír plastþilfarsbátar
Hér birtast myndir af öllum þremur bátunum og raunar saga tveggja sem eru á endasprettinum, en annar þeirra, má segja að hafi verið endurbyggður alveg frá grunni, því af gamla bátnum er aðeins eftir kjölurinn, hluti af stefni, toppurinn á stýrishúsinu og gamla skipaskrárnúmerið.
Kristbjörg ST 39
Hér er á ferðinni bátur sem upphaflega var smíðaður hjá Mótun ehf. í Hafnarfirði árið 1993, síðan hófust fyrir okkrum á árum endurbygging á bátnum og lenging, Í fyrstu var verkið unnið hjá Sólplasti ehf., í Sandgerði, en eftir að eigandi bátsins Bláfell ehf, opnaði bátasmiðju var verkinu lokið í aðstöðu fyrirtækisins á Ásbrú. Mun báturinn verða um 10,5 tonn að stærð nú.
Báturinn hefur verið seldur til Drangsnes.
Nöfn: Krókur RE 146, Völusteinn ÍS 89, Bláfell HU 179 og nú Kristbjörg ST 39.
Ex Hera BA 51
Báturinn var framleiddur hjá Colvic Craft Ltd, í Englandi árið 1979. Lengdur 1994 og dekkaður 1999. Stórviðgerð fór fram á bátnum hjá Sólplasti ehf., Sandgerði 2008 til 2009 eftir að báturinn hafði rekið upp í fjöru 2007 og verið þá afskráður sem fiskiskip. Verkinu var síðan lokið hjá Bláfelli ehf. sem þá var til húsa í Keflavík.
Nöfn: Selvík HF 72, Selvík EA, Selvík HU 20, Gáski ÍS 621, Skussi ÞH 314, Steinunn BA 40, Eybjörg ST 101, Kristín Þórunn ÍS 818, Hera BA 51 og á næstu dögum kemur nýtt nafn og númer á bátinn, þar sem hann hefur verið seldur til Vopnafjarðar og mun fara þar á grásleppuveiðar.
Nýr Víking
Hér er á ferðinni skrokkur sem Bláfell mun innrétta og gera af þilfarsbáti og verður hann tilbúinn fyrir strandveiðarnar í vor, en hann er enn óseldur.

2207. Völusteinn ÍS 89 nú Kristbjörg ST 39, áður en smíði var hafin að nýju

2207. Hér er búið að taka húsið ofan af og lítið orðið eftir af upphaflega bátnum

2207. Kristbjörg ST 39, inni í húsi Bláfells ehf.

2207. Ekki er annað hægt að segja en að um glæsilegan bát er að ræða eins og hann er í dag

2207, Kristbjörg ST 39, eins og hann lítur út séð litið fram með bátnum

6214. Hera BA 51, áður en báturinn var fluttur í húsnæði Bláfells ehf.

6214. Ex Hera BA, já þó ótrúlegt sé er þetta sami bátur og á myndinni hér fyrir ofan

6214. Já rennilegur bátur, ekki annað hægt að segja

Konan sem sést hér til hliðar er annar eiganda Bláfells, en nánar um það síðar

Víkingsbáturinn sem verður tilbúinn fyrir strandveiðitímabilið © myndir Emil Páll, 10. mars 2010
10.03.2010 12:58
Neskaupstaður: Eríka, Bjartur og kollurnar

Erika GR-118, landar síðustu loðnunni til hrognatöku á Neskaupstað í morgun

1278. Bjartur NK 121, nýkominn úr togararallí

Kollurnar í hrognaveislu © myndir Bjarni G. á Neskaupstað 10. mars 2010
10.03.2010 00:00
Júlíus Geirmundsson ÍS 270 / Barði NK 120
1536. Júlíus Geirmundsson ÍS 270
1536. Júlíus Geirmundsson ÍS 270
1536. Júlíus Geirmundsson ÍS 270
1536. Barði NK 120
1536. Barði NK 120 © myndir Þór Jónsson
09.03.2010 16:36
Ingibjörg SH 174



2615. Ingibjörg SH 174 við húsnæði Sólplasts ehf., í Sandgerði

Kristján í Sólplasti (t.v.) ásamt eiganda bátsins virða bátinn fyrir sér að breytingum loknum © myndir Emil Páll, 9. mars 2010
09.03.2010 16:31
Triton í dagsbirtu

F-358 Triton á Stakksfirði í dag © mynd Emil Páll, 9. mars 2010
09.03.2010 14:03
Sameiginleg björgunaræfing íslendinga, færeyinga og rússa við Færeyjar






Frá sameiginlegri björgunaræfingu við Færeyjar í júní 2008, séð frá Hafbjörgu frá Neskaupstað © myndir Bjarni G. í júní 2008
09.03.2010 13:37
Loðnuveiðum skipa frá HB lokið?
Loðnuveiðum HB Granda lokið
Að sögn Vilhjálms Vilhjálmssonar, deildarstjóra uppsjávarsviðs HB Granda, eru Ingunn AK og Faxi RE nú á Akranesi þar sem afli skipanna fer til vinnslu. Lundey NS og Víkingur AK eru hins vegar á leiðinni til Vopnafjarðar. Ef allt gengur að óskum verður Lundey komin þangað eftir miðnætti í nótt en von er á Víkingi heldur síðar.
Loðnukvóti skipa HB Granda á þessari stuttu loðnuvertíð var um 20.500 tonn. Með því að skipuleggja veiðarnar og senda Víking til veiða með hinum skipunum þremur var hægt að nýta allan loðnukvóta félagsins til hrognatöku og frystingar á hrognum fyrir markaði í Japan og Austur-Evrópu.
09.03.2010 13:20
Frakkar kaupa nýja Cleópötru
Ný Cleopatra 33 til Frakklands
Báturinn hefur hlotið nafnið Etendard II, mælist 11 brúttótonn og er af gerðinni Cleopatra 33. Aðalvélin er af gerðinni Iveco C78M55 tengd ZF360IV-niðurfærslugír. Báturinn er útbúinn fullkomnum Furuno siglingatækjum.
Hann er útbúinn til neta- og línuveiða. Hann mun stunda netaveiðar 4 mánuði á ári og línuveiðar með lifandi beitu 8 mánuði á ári. Í bátnum eru sérútbúnir tankar til að halda beitu lifandi um borð. Uppistaða aflans er barri.
Búnaður til netaveiða er frá Girard og búnaður línuveiða er frá Able. Öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking-björgunarbúnaði.
Rými er fyrir 14stk 380lítra kör í lest. Stólar fyrir skipstjóra og háseta eru í brú. Svefnpláss er fyrir þrjá í lúkar auk eldunaraðstöðu með eldavél, örbylgjuofn og ísskáp.
Reiknað er með að báturinn hefi veiðar í Biscay flóanum undir lok mánaðarins
09.03.2010 12:59
Hákon EA landar kolmunna á Neskaupstað


2407. Hákon EA 148, landaði kolmunna á Neskaupstað í morgun © mynd Bjarni G. 9, mars 2010
09.03.2010 09:55
Hafberg Grindavík GK 17

1252. Hafberg Grindavík GK 17 © mynd Kr.Ben


