Færslur: 2010 Mars
12.03.2010 19:36
Líf GK 67

7463. Líf GK 67, í Sandgerði í dag © mynd Emil Páll, 12. mars 2010
12.03.2010 19:28
Börkur NK, Vilhelm Þorsteinsson EA og Hafþór NK

1293. Börkur NK 122

2410. Vilhelm Þorsteinsson EA 11

2157. Hafþór NK 44

1293. Börkur NK 122 á útleið í dag © myndir Bjarni G. 12. mars 2010
12.03.2010 19:05
Ingibjörg SH 174 sjósett

Kranabíll frá Jóni og Margeiri í Grindavík dró bátinn til sjávar í Sandgerði í dag

Hér mætti halda að bátunum væri raðað í röð, þar sem Ingibjörg SH, er á milli Lilla Lár GK og Dúdda Gísla GK

Þá er bara að slaka bátnum niður við bryggjuna

Fallegur bátur, á leið til sjávar

2615. Ingibjörg SH 174, eftir að hafa verið sjósett í Sandgerði í dag

Það voru margir að fylgjast með sjóetningunni, hér sjáum við sjómanninn og síðueigandann Þórodd Sævar Guðlaugsson t.h, ræða við Jóhannes eiganda Ingibjargar SH 174 eftir sjóetninguna © myndir Emil Páll 12. mars 2010
12.03.2010 19:02
Podhale í Staumsvík

Podhale í Straumsvík í dag © mynd Emil Páll, 12. mars 2010
12.03.2010 18:11
Þrír saman


Hér sjáum við á tveimur myndum sömu þrjá bátanna við bryggju í Sandgerði í gær. Bátarnir eru t.v. 1523. Sunna Líf KE 7, 1971. Lilli Lár GK 132 og 1511. Ragnar Alfreð GK 183 © myndir Emil Páll 11. mars 2010
12.03.2010 08:05
Helgafell við Reykjanes

Helgafell á siglingu í Húllinu við Reykjanes © mynd Kr.Ben
12.03.2010 00:00
Sandgerði 11. mars 2010
Það var mikil umferð um Sandgerðishöfn í þann rúma klukkutíma sem ég staldraði þar við síðdegis, fimmtudaginn 11. mars 2010. Birti ég því nú myndir af 14 bátum sem sigldu fram hjá mér og voru ýmist á leið inn til löndunar, eða búnir að landa og voru að fara í smábátahöfnina. Fleiri myndir eiga eftir að birtast sem ég tók þennan tíma auk þess sem ég birti fyrir miðnætti nokkrar myndir.
2106. Addi Afi GK 97
2175. Eyjólfur Ólafsson GK 38
2608. Gísli Súrsson GK 8
2617. Daðey GK 777
2669. Stella GK 23
2670. Þórkatla GK 9
2672. Óli á Stað GK 99
2673. Hópsnes GK 77
2708. Auður Vésteins GK 88
2733. Von GK 113
2778. Dúddi Gísla GK 38
7103. Ísbjörninn GK 87
7255. Brynjar KE 127
7259. Jóhanna GK 86 © myndir Emil Páll, 11. mars 2009
11.03.2010 21:17
Njáll RE 275

1575. Njáll RE 275, kemur að landi í Sandgerði í dag © mynd Emil Páll, 11. mars 2010
11.03.2010 21:14
Njáll RE 275 og Ísbjörn GK 87

1575. Njáll RE 275 og 7103. Ísbjörn GK 87 koma samtímis til hafnar í Sandgerði í dag ©
myndi Emil Páll 11. mars 2010
11.03.2010 20:26
Laumufarþegi frá Ísafirði?
Nokkru eftir að báturinn kom á viðgerðarstað varð forstöðumaður í Sandgerði var við spor í kring um bátinn og fór að leita, og þá sérstaklega um borð, en sá aldrei neitt, hversu vel sem leitað var.
Eftir mikil heilabrot ákvað hann að setja mat á stað þar sem hann var sjáanlegur. Fljótlega fór maturinn að hverfa og smátt og smátt fór laumufarþeginn að sjást og eftir nokkra daga fór hann að hænast að þeim sem færði honum matinn. Kom þá í ljós að þarna var heimilsvanur köttur, mjög loðinn á ferðinni og virtist hann hafa falið sig inni í vélarúmi bátsins.
Þrátt fyrir að skilja hann eftir úti sótti hann aldrei annað en að vera í námunda við starfsmenn, eftir þetta og er nú orðinn hið mesta gæludýr.
Eru menn helst á því að hann hafi farið um borð í bátinn á Ísafirði og verið síðan í honum þegar hann skrölti á vörubílspalli suður til Sandgerði og við það kvekkst það mikið að hann þorði ekki að láta á sér bera, fyrr en hungrið var orðið yfirþyrmandi að matarástin hófst og síðan fann hann þarna annað heimili.
Ef einhver sem les þetta vill fá nánari upplýsingar eða telur sig eiga kisu, ætti hann að hafa samband við síðuhöfund sem mun láta vita hvert skal leita.

Laumufarþeginn við góðu yfirlæti í Sandgerði © mynd Emil Páll, 11. mars 2010
11.03.2010 12:32
Börkur NK 122 með loðnu til hrognatöku á Neskaupstað í morgun

1293. Börkur NK 122 fyrir miðri mynd bíður eftir að Vilhelm Þorsteinsson klári löndun

1293. Börkur NK 122, með loðnu til hrognatöku á Neskaupstað í morgun © myndir Bjarni G. 11. mars 2010

