Færslur: 2015 Október
14.10.2015 10:25
Fjóla á strandstað - mynd
![]() |
1516. Fjóla GK 121, á strandstað © mynd Slysavarnarfélagið Landsbjörg, Daníel Eyþór Gunnlaugsson, 14. okt. 2015
14.10.2015 10:11
Pollus Tromso, í Noregi
![]() |
Pollus Tromso, í Noregi © mynd Gísli Unnsteinsson, 2015
14.10.2015 09:22
Fjóla GK 121, strandaði í morgun á Álftanesi
Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu voru kallaðar út rétt fyrir klukkan hálfníu þegar tilkynning barst um að bátur væri strandaður við Eyri við Álftanes.
Nokkur viðbúnaður var í upphafi en fljótlega kom í ljós að engin hætta steðjaði að skipverjunum tveimur er voru um borð. Björgunarskip er komið á staðinn og verið er að meta hvort hægt verði að draga strandaða bátinn á flot aftur.
Eins og sést á skjáskoti því sem ég birti hér er um að ræða 1516. Fjólu GK 121
![]() |
|
|
14.10.2015 09:10
Polartrans, í Noregi
![]() |
Polartrans, í Noregi © mynd Gísli Unnsteinsson, 2015
14.10.2015 08:00
Polaris F-144-V, í Noregi
![]() |
Polaris F-144-V, í Noregi © mynd Gísli Unnsteinsson, 2015
14.10.2015 07:00
Ónefndur, í Kópavogi
![]() |
Ónefndur, í Kópavogi © símamynd Sigurbrandur Jakobsson, 10. okt. 2015
14.10.2015 06:00
Nýlegt fiskiskip, í Noregi
![]() |
Nýlegt fiskiskip, í Noregi © mynd Gísli Unnsteinsson, 2015
13.10.2015 21:00
Krossanes F-75-G ex Særún EA, nú í eigu íslendinga í Noregi
Eins og áður hefur komið fram hefur mikill fjöldi íslenskra báta, sérstaklega af minni gerðinni, verið seldir til Noregs á undanförnum árum, en eru þó gerir þar út ýmist í eigu íslendinga eða undir skipstjórn íslendinga. Hér er einn slíkur sem áður hét Særún EA og ég hef áður birt myndir af þegar hann var á leið úr landi og eins eftir að hann kom til Noregs. Nú birti ég mynd af bátnum komnum með norska skráningu en íslenskt nafn. Meira um það hér á eftir.
Bátur þessi á örugglega eftir að vera mikið hér á síðunni, því a.m.k. tveir af eigendum hans eru íslenskir feðgar í Noregi sem hafa verið miklir vinir síðunnar og frá þeim hef ég fengið margar myndir og enn fleiri upplýsingar og því finnst mér gaman að segja frá bát þeirra og ekki síður þar sem ég er sennilega sá fyrsti sem fær að flytja þessar upplýsingar á netið.
Hér erum við að tala um feðgana Guðna Ölversson og Ölver Guðnason, en Ölver verður skipstjóri bátins, en áður hefur komið fram að hann mikill aflamaður. Ölver tók að auki mynd þá sem ég birti nú. Nafn bátsins ,,Krossanes" vísar í þann stað á Íslandi sem Guðni á sínar rætur, en hann er frá austfjörðum.
Óska ég þeim feðgum til hamingju með bátinn og hér kemur fyrsta myndina sem ég birti af honum með norsku skráningunni.
![]() |
Krossanes F-75-G ex 2303. Særún EA © mynd Ölver Guðnason, 12. okt. 2015
13.10.2015 20:21
Í Runavík, í Færeyjum
![]() |
![]() |
Í Runavík, í Færeyjum © myndir Baldur Sigurgeirsson, 10. okt.2015
13.10.2015 20:02
Erlent skemmtiferðaskip
![]() |
![]() |
Erlent skemmtiferðaskip © myndir Jónas Jónsson, í sept. 2015
13.10.2015 19:20
,,Ég" tekinn í landhelgi
Í þó nokkur ár höfum við Ragnar Emilsson skipstjóri á Mána II ÁR 7, verið samstíga varðandi myndartökur sem ég hef birt eftir hann. Á sama tíma hef ég oft tekið af honum myndir, ekki alltar uppstilltar, heldur stundum svolítið púkalega. Svo kom að því að Ragnar tók mig í landhelgi og tók af mér þær tvær myndir sem nú birtast, en þær tók hann þegar verið var að taka Mána II upp í Skipasmíðastöð Njarðvíkur, tjónaðann eftir að annar bátur hafði slitnað upp í Njarðvíkurhöfn og lent á Mána II og skemmt hann nokkuð. Þetta eru alls ekki slæmar myndir af mér....
![]() |
![]() |
Emil Páll, á vettvangi
© myndir Ragnar Emilsson, 11. sept. 2015
13.10.2015 18:19
Dan Fighter, á Siglufirði
![]() |
![]() |
Dan Fighter, á Siglufirði © myndir Hreiðar Jóhannsson, 9. okt. 2015
13.10.2015 17:44
Sigurbrandur Jakobsson, ráðinn útibússtjóri Fiskmarkaðarins á Akranesi
Úr Skessuhorninu:
Nýr útibússtjóri Fiskmarkaðs Íslands á Akranesi
Sigurbrandur Jakobsson hefur tekið við sem útibússtjóri Fiskmarkaðs Íslands á Akranesi. Hætta var á að markaðurinn myndi loka á vormánuðum vegna veiks rekstrargrundvallar sem stafar af því hve lítið af fiski er selt í gegnum hann á ársgrundvelli. Samkomulag var svo gert milli Fiskmarkaðarins, Faxaflóahafna og Akraneskaupstaðar um samnýtingu bæði á húsnæði og starfskrafti og var markaðnum því haldið opnum og Sigurbrandur ráðinn í framhaldinu. Sigurbrandur er Vestlendingur í húð og hár, alinn upp í Stykkishólmi. Hann er ættaður frá Galtará í Reykhólasveit og frá Öxney í Skógarstrandarhreppi, í Suðureyjaklasanum austan við Stykkishólm. Rannveig Jóhannsdóttir eiginkona hans er aftur á móti Akurnesingur. „Við bjuggum áður á Akureyri, þar sem ég fékk ágætis vinnu. Fjölskyldan aðlagaðist hins vegar ekki alveg eins vel og langaði heim á Skagann. Það var því alveg frábært að fá þetta starf, þá höfðum við góða ástæðu til að geta flutt hingað,“ segir Sigurbrandur í samtali við blaðamann.
13.10.2015 17:18
Óðinn, í Grófinni, Keflavik
![]() |
![]() |
7746. Óðinn, í Grófinni, Keflavik © myndir Jónas Jónsson, sept. 2015
13.10.2015 16:17
Jóhanna ÍS 130
![]() |
Jóhanna ÍS 130 © mynd Jónas Jónsson, í sept. 2015




















