Færslur: 2015 Mars
18.03.2015 12:13
Tveir merkilegir bátar
Já þessir bátar eru báðir mjög merkilegir, eins og sést fyrir neðan myndina af þeim
![]() |
363. Maron GK 522, elsti stálbátur landsins sem enn er í útgerð og 13. Happasæll KE 94, síðasti Brandenburgar- báturinn sem smíðaður var fyrir íslendinga í Þýskalandi í kring um 1960 © mynd Emil Páll, í Njarðvíkurhöfn, í gær 17. mars 2015 - í dag eru þeir báðir gerðir út af sömu útgerðinni
18.03.2015 11:12
Fyrsti ,,öfugi" báturinn í slippnum
Starfmenn Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur höfðu gaman að því þegar búið var að hífa Vonina KE 10, í gær og hún var orðin ,,öfug". Setningar eins og ,, Sá fyrsti öfugi" í slippnum, eða loksins einn ,,öfugur" fuku milli manna. Ástæðan var auðvitað sú, sem sést á myndunum að báturinn er öfugur miðað við aðra báta í slippnum í dag. Sást það líka á syrpunni sem ég birti í gær
En fyrir utan þetta þá kom í ljós við fyrstu skoðun að báturinn er trúlega ekki mikið skemmdur, þó enn eigi eftir að skoða bátinn nánar.
![]() |
||
|
|
18.03.2015 10:11
Tjaldanes GK 525, fer í pottinn
Tjaldanes GK 525, komið til Njarðvíkur, eftir að Grímsnes GK 555, sótti bátinn til Hafnarfjarðar. Verður nú tekið ýmislegt nýtilegt úr bátnum, þar sem ákveðið hefur verið að hann fari í pottinn.
![]() |
239. Tjaldanes GK 525, í Njarðvíkurhöfn, í gær © mynd Emil Páll, 17. mars 2015
18.03.2015 09:10
EX Unnur BA 1
Þessi bátur hefur staðið vel málaður, tilbúinn utan við vélsmiðju við Grófina í Keflavík nú í nokkur misseri. En eigandi bátsins er íslendingur sem gerir út í Noregi og lét í fyrra taka í gegn og breyta báti hjá Sólplasti, áður en hann fór úr landi og er sá bátur mikill fiskibátur undir stjórn annars íslendings og hef ég nokkrum sinnum greint frá þeim báti. Þessi stendur þó enn við verkstæðið við Grófina í Keflavík
![]() |
Nafnlaus ex 6478. Unnur BA 1 - í eigu íslendings í Noregi, í Grófinni, Keflavík, í gær © mynd Emil Páll, 17. mars 2015
18.03.2015 08:26
Þorleifur EA 88, í Grímsey
![]() |
1434. Þorleifur EA 88, í Grímsey © mynd af vef Akureyrarhafnar, 15. mars 2015
18.03.2015 07:00
Varna ST - 44-T, í Havik
![]() |
Varna ST - 44-T, í Havik © mynd MarineTraffic, Sven W. Pettersen, 11. mars 2015
18.03.2015 06:00
Sula, í Godya
![]() |
Sula, í Godya © mynd MarineTraffic, Magnar Lyngstad, 12. mars 2015
17.03.2015 21:00
Ísleifur VE 63 - skemmtileg syrpa frá 2010
Eins og ég sagði frá í gær var mikill áhugi fyrir myndum af Ísleifi VE 63, er hann var drekkhlaðinn á Stakksfirði. Af því tilefni birti ég fleiri myndir sem ég tvisvar í gær myndir af honum sem ég tók.
Í gærkvöldi fékk ég síðan óvænt þessa líka flottu syrpu sem Hannes tók um borð í Sigurði Ólafssyni SF 44, í júlí og ágúst 2010 og þá syrpu birti ég nú og nota tækifærið til að færa Hannesi, kærar þakkir fyrir:
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
|
|
![]() |
1610. Ísleifur VE 63 © myndir Hannes um borð í Sigurði Ólafssyni SF 44, í júlí og ágúst 2010
AF FACEBOOK:
Sigurður Ólafsson Flottar myndir, en nánast eins og að báturinn sé á niðurleið.
17.03.2015 20:44
Þrjár í gömlum sjóarastíl, frá Tenerife
![]() |
||
|
|
![]() |
Þrjár til gamans i sjóara stíl frá Tenerife© myndir Tryggvi, í mars 2015
17.03.2015 20:21
Vonin KE 10, komin á réttan kjöl, en snýr nú í aðra átt en önnur skip í slippnum
Í morgun kom í Skipasmíðastöð Njarðvíkur stór og öflugur krani frá DS lausnum í Hafnarfirði til að lyfta Voninni KE 10 sem færðist til og hallaði nokkuð eftir óveðrið á dögunum. Tókst síðan í dag að lyfta bátnum upp og setja í rétta stöðu, hvað halla varðar. Til að koma honum á réttan stað var ákveðið að hífa bátinn yfir á sleðann og síðan að taka hann trúlega á morgun rétta leið á þann stað sem hann var áður á. Við þessa hífingu fór svo að báturinn snýr öðru vísi í slippnum en aðrir bátar þ.e. stefnið snýr niður til sjávar, þegar aðrir bátar hafa stefnið upp í slippinn.
Við skoðun á stöðu bátsins eftir umrætt atvik kom í ljós að hann hefur fyrst lagst á trébátinn Sæljós sem var við hlið hans og síðan farið á stað á ný og lagst á hina síðuna. Spurning er því hversu miklar skemmdir eru á bátnum, en það kemur fljótlega í ljós.
Smá spaugileg afstaða til þessa óhapps, mun ég fjalla um á morgun og kannski eitthvað meira.
Hér birti ég myndir sem ég tók í dag þegar báturinn var hífður til og tvær eftir að kraninn var farinn.
![]() |
||||||||||||||||||||||||
|
Kraninn kominn á staðinn og 1631. Vonin KE 10, liggur á annari síðunni. 467. Sæljós sem hann lagðist fyrst á, er til vinstri á myndinni
|
17.03.2015 20:02
KORSNESJENTA F-202-P, í Hasvik
![]() |
||
|
|
![]() |
KORSNESJENTA F-202-P, í Hasvik © myndir MarineTraffic, Sven E. Pettersen, 11. mars 2015
AF FACEBOOK:
Guðni Ölversson Dæmigerður Norsari
17.03.2015 19:20
GUNNAR LANGVA , í Gisundet
![]() |
||
|
|
![]() |
GUNNAR LANGVA , í Gisundet © myndir MarineTraffic, Sven W. Pettersen, 13. mars 2015
17.03.2015 18:19
Gámur í Siglufjarðarhöfn
![]() |
||
|
|
![]() |
Gámur í Siglufjarðarhöfn © myndir Hreiðar Jóhannsson, 15. mars 2015
17.03.2015 17:18
ANDENESFISK I N-100-M, í Langsundet
![]() |
||
|
|
ANDENESFISK I N-100-M, í Langsundet © myndir MarineTraffic, Sven W. Pettersen, 12. mars 2015
17.03.2015 16:17
Jens Karl og Kristján
![]() |
Jens Karl og Kristján, í Skipasmíðastöð Njarðvíkur © mynd Ólafur Guðmundsson



















































