Færslur: 2015 Mars

13.03.2015 09:10

Róið í logninu í Pemba flóa


         Róið  í logninu í Pemba flóa © mynd Gunnar Harðarson, 13. mars 2015

13.03.2015 08:23

Eyborg ST 59, á Akureyri

 

          2190. Eyborg ST 59, á Akureyri © mynd Víðir Már Hermannsson

13.03.2015 07:00

Týr á Akureyri

 

           1421. Týr, á Akureyri © mynd Víðir Már Hermannsson, sennilega á síðasta ári

13.03.2015 06:00

Týr og Ægir

 

           1066. Ægir og 1421. Týr, á Akureyri © mynd Víðir Már Hermannsson

13.03.2015 05:37

Nýr hafnarstjóri í Reykjanesbæ

vf.is:

Halldór Karl Hermannsson

 

Halldór Karl Hermannsson hefur verið ráðinn hafnarstjóri hjá Reykjaneshöfn.


Halldór er með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Bifröst og er í meistaranámi í opinberri stjórnsy´slu. Hann hefur starfað hjá Reykjanesbæ sl. þrjú ár en var áður sviðsstjóri þjónustu- og framkvæmdasviðs Bláskógabyggðar. Halldór gegndi jafnframt starfi forstöðumanns Þjónustumiðstöðvar Vesturbyggðar á Bíldudal og var yfirhafnarvörður hafna Vesturbyggðar.

12.03.2015 21:00

Særós RE 207, ferðast með Gullvagni Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur, til sjávar

©Strax á eftir sjósetningu á Von GK 133í morgun fór Særós RE 207, sömu leið. Þó ekki eins og Von, því Særós hafði staðið innst í bátaskýlinu, meðan hann var skveraður og lagfærður og fram við hann var Ísborg ÍS 250 og því þurfti Gullvagninn að smokra bátnum með fram þessu stóra skipi, en auðvitað tókst það. Sést það á fyrstu myndunum, sem nú koma af bátnum á leið til sjávar með Gullvagninum

         Gullvagninn kemur meðfram Ísborginni með 1764. Særós RE 207

 

                                     Það var ekki mikið pláss afgangs

 


 


 

                                            Hér er komið út úr bátaskýlinu

 

 

                           Þá er að bakka niður að sjósetningabrautinni

 


 

 

 

                                         Þá er búið að bleyta í Særósinni

                                  © myndir Emil Páll, í dag, 12. mars 2015      

 

 

12.03.2015 20:21

Sólborg RE 270: Komin í Skipasmíðastöð Njarðvíkur fyrir breytingarnar miklu

Eins og ég sagði frá hér á síðunni fyrir nokkrum dögum hefur KG fiskverkun ehf., á Rifi keypt Sólborgu RE 270, sem var orðinn síðasti óbreytti Kínabáturinn. Fyrirtækið hefur síðan samið við Skipasmíðastöð Njarðvíkur um miklar breytingar á bátnum s.s. að gera hann af línubáti, byggja yfir hann, lengja hann o.fl. Af því tilfelli kom báturinn um hádegisbilið í dag til Njarðvíkur og var þá strax tekinn upp í Skipasmíðastöð Njarðvíkur og hér birti ég nokkrar myndir sem ég tók við það tækifæri.

          2464. Sólborg RE 270, við bryggju í Njarðvík um hádegisbilið í dag

 

        Báturinn bakkar frá Njarðvíkurhöfn og gerir sig klárann til að sigla að slippbryggjunni

 
 


 

                         Hér er Sólborgin að koma að slippbryggjunni

 

                               Lagstur að slippbryggjunni í Njarðvík

 

                                                Kominn í sleðann

 

                         Hér er báturinn farinn að lyftast upp úr sjónum

 

          2464. Sólborg RE 270, komin í Skipasmiðastöð Njarðvíkur, í dag

                                © myndir Emil Páll, 12. mars 2015

 

12.03.2015 20:02

Unnið að því að koma Voninni KE í rétt horf eftir rokið á dögunum

Áður hefur verið sagt frá því að Vonin KE 10, fauk um koll, í Skipasmíðastöð Njarðvíkur fyrir nokkrum dögum. Síðan hefur staðið yfir undirbúningur að því að koma bátnum á réttan kjöl, að nýju og var t.d. í dag  sett á hann hjálpartæki, svo stórir og öflugir kranar gætu híft hann og sett á réttan kjöl. Er reiknað með því að sú aðgerð fari fram strax eftir helgi.

Birti ég hér mynd af bátnum áður en björgunaraðgerðum hófust og síðan eru myndir sem ég tók í gær og í dag er verið var að vinna að verkinu.

 

 


 


 


 


 


 

           Starfsmenn Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur að vinna við að koma 1631

Voninni KE 10, á réttan kjöl að nýju © myndir Emil Páll, 10., 11. og 12. mars 2015

 

AF FACEBOOK:

Víðir Már Hermannsson réttir hún sig ekki í næsta roki, 

12.03.2015 19:20

Von GK 133, sjósett eftir viðgerð hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur

Í morgun var Sandgerðisbátnum Von GK 133 rennt í sjó með Gullvagninum hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur. Tók ég þessar myndir við það tækifæri

      2733. Von GK 113, á leið til sjávar með Gullvagninum, í snjómuggu, í morgun

 

             Skömmu síðar var hætt að snjóa og fór fljótlega að rigna

 

                             Báturinn kominn í sjó, með Gullvagninum

 

                              Von GK 113, laus við Gullvagninn

 

                        Báturinn bakkar frá uppsetningabrautinni

 

         2733. Von GK 113, komin að Njarðvíkurhöfn, í morgun © myndir Emil Páll, 12. mars 2015

12.03.2015 18:40

Franska skútan ZERØ fer frá Patreksfirði um kl tíu, í kvöld, 12. mars

Hér er heimasíðan fyrir skútuna, (á frönsku þó).
http://zeroalinfini.blog4ever.com/Ég kom aðeins að því að aðstoða þessa ferðamenn, sem lentu í smá
hremmingum í vonda veðrinu, hér í höfninni, þriðjudagskvöldið 10. mars.
Ég veit að þau voru mjög ánægð með aðstoð lögreglu,
Björgunarsveitarinnar Blakks og áhafnarinnar á björgunarskipinu Verðinum.
Í framhaldi af þeirri umræðu sem verið hefur undanfarið um erlenda
ferðamenn, sem þurft hefur að leita að og bjarga, meira að segja ofan af
jöklum. Þá er ég ekki sáttur við það að ekki gilda sömu reglur fyrir
erlenda sæfarendur og okkur Íslendinga, hér við land.
Við verðum að hafa öll réttindi í fullkomnu lagi, fara í Björgunarskóla
sjómanna, hafa talstöðvarréttindi og hlíta öllu regluverkinu.
Þessi skúta er 60 fet (um 20m), hún er ekki með AIS. Ef ég ætti þetta
stóran bát þá kæmist ég ekki einu sinni út úr höfninni, áður en
Landhelgisgæslan væri búin að stöðva mig.
Skútan er nú á leið til Ísafjarðar og trúlegt er að ef þeim gengur vel
þá verði þau þar um miðnættið. Það eru 5 manns um borð. Skipt verður um
meirihluta áhafnar á Ísafirði og stefnan sett á Jökul-firðina, þar sem
ætlunin er að fara á skíði. Síðar er svo áætluð sigling til Grænlands.
Við skulum aðeins átta okkur á því að þessi skúta og fleiri ámóta eru á
ferðinni, þegar allra veðra er von.
Kveðja
Halldór Árnason
Patreksfirði

 

 

          Franska skútan ZERØ, utan á 182. Vestra BA 63, á Patreksfirði

 


 


 

         ,,Skipstjórnarmenn munið Tilkynningskylduna"

       Það er ekki einu sinni AIS um borð í skútunni

 

 

    

 


 


 

       Franska skútan ZERØ © myndir og texti: Halldór Árnason, 12. mars 2015

12.03.2015 18:19

Mávur SI 96, á Siglufirði

 

        2795. Mávur SI 96, á Siglufirði © mynd Hreiðar Jóhannsson, 10. mars 2015

12.03.2015 17:26

Hafborg SI 4

 

          2458. Hafborg SI 4, á Siglufirði © mynd Hreiðar Jóhannsson, 10. mars 2015

12.03.2015 16:23

Óþekktur, á Bíldudal

 

                        Óþekktur, á Bíldudal

© mynd Gunnlaugur Hólm Torfason, 11. mars 2015

12.03.2015 15:16

Anna BA 20, á Bíldudal, í gær

 

         7262. Anna BA 20, á Bíldudal, í gær

 © mynd Gunnlaugur Hólm Torfason, 11. mars 2015

12.03.2015 14:15

Kári BA 132, á Bíldudal, í gær

 

             7347. Kári BA 132, á Bíldudal, í gær © mynd Gunnlaugur Hólm Torfason, 11. mars 2015