Færslur: 2015 Febrúar
18.02.2015 14:15
111 metra langt flutningaskip, nánast upp í landsteinum á Keflavíkinni, í dag
Það er ekki laust við að manni hafði brugðið þegar ég sá að 111 metra langt flutningaskip Wilson Trent var nánast upp í landsteinum á Keflavíkinni í dag. Þessar myndir tók ég af skipinu upp úr kl. 13 í dag, en skip þetta tengist eitthvað Grundartanga, annað hvort á leiðinni þangað eða að koma þaðan og var því nú í vari. Skipið er eins og fyrr segir 111 metra langt, þá er það 18 metra breitt og dýpt þess er 7,1 metri. Keflavíkin er mjög djúp og því var það ekki vandamál.
![]() |
||||||||
|
Wilson Trent, séð frá horni Ægisgötu og Vesturbrautar í Keflavík
|
AF FACEBOOK:
18.02.2015 13:14
Eyrún ÞH 2 o.fl., á Húsavík
![]() |
7449. Eyrún ÞH 2 o.fl., á Húsavík © mynd Svafar Gestsson, 28. mars 2013
18.02.2015 12:13
Rún EA 351, á Árskógssandi, í fyrrradag
![]() |
7362. Rún EA 351, á Árskógssandi, í fyrradag © mynd Þorgrímur Ómar Tavsen, 16. feb. 2015
18.02.2015 11:12
Eydís EA 44, í Hrísey, í fyrradag
![]() |
2507. Eydís EA 44, í Hrísey, í fyrradag © mynd Þorgrímur Ómar Tavsen, 16. feb. 2015
18.02.2015 10:11
Sævar, á Árskógssandi, í fyrradag
![]() |
2378. Sævar á Árskógssandi, í fyrradag © mynd Þorgrímur Ómar Tavsen, 16. feb. 2015
18.02.2015 09:10
Salka GK 79. á Húsavík
![]() |
1438. Salka GK 79, á Húsavík © mynd Svafar Gestsson, 25. mars 2013
18.02.2015 08:32
Haukur, Knörrinn, Sylvía o.fl. á Húsavík
![]() |
1292. Haukur, 306. Knörrinn, 1468. Sylvia o.fl., Húsavík © mynd Svafar Gestsson, 28. mars 2013
18.02.2015 07:00
Garðar, Fram ÞH 62 o.fl. í Húsavíkurhöfn
![]() |
260. Garðar, 1999. Fram ÞH 62. o.fl. í Húsavíkurhöfn © mynd Svafar Gestsson, 24. mars 2013
18.02.2015 06:00
Hera ÞH 60, á Húsavík
![]() |
67. Hera ÞH 60, á Húsavík © mynd Svafar Gestsson, 28. mars 2013
17.02.2015 21:00
Ný dokk á Akureyri
Nú fer þeim fækkandi syrpunum sem ég birti úr myndasafni Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur. Margar myndanna hafa vakið mikla athygli og er ég þess fullviss að það gerist með syrpuna sem ég birti trúlega annað kvöld, því þar birtast myndir sem ég hef aldrei séð áður, eins og að vísu hefur gerst varðandi sumar myndanna sem ég hef birt frá þessu fyrirtæki að undanförnu. Næstu daga verða mannasyrpur nokkuð áberandi frá þeim, en síðan er hugsanlegt að það komi fleiri í þá veru sem ég hefur birt að undanförnu frá þeim, en allt um það þegar að því kemur.
Syrpan sem ég birti nú er öll tekin á Akureyri og er þar um nánast tveggja áratuga gamlar myndir að ræða. Fyrsta myndin er tekin í ágúst 1995, en hinar fimm eru teknar í janúar 1996.
![]() |
||
|
Ný dokk, á Akureyri © mynd Ólafur Guðmundsson, í ágúst 1995
|
![]() |
![]() |
||
|
|
![]() |
| Dokkin, á Akureyri © myndir Jón Pálsson, í janúar 1996 |
17.02.2015 20:21
4 myndir úr starfsmannahópi Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur, hér áður fyrr
![]() |
Guðm. A, Bubbi, Sigurjón K og Sigmar GG, í kaffi á
Véladeild Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur © mynd Ólafur Guðmundsson
![]() |
Guðmundur Ásgeirsson, hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur
© mynd Ólafur Guðmundsson
![]() |
| Gunnar, Mortan og Svenni, í Skipasmíðastöð Njarðvíkur © mynd Ólafur Guðmundsson |
![]() |
| Hafsteinn og Mortan, í Skipasmíðastöð Njarðvíkur © mynd Ólafur Guðmundsson |
17.02.2015 20:02
Dolfijn-Seagull-Kailani III, í Hollandi, í gær
![]() |
Dolfijn-Seagull-Kailani III, í Hollandi, í gær © mynd shipspotting Frits Olinga 16. feb. 2015
17.02.2015 19:20
Fyrbjörn, í Kalmar, Svíþjóð
![]() |
Fyrbjörn, í Kalmar, Svíþjóð © mynd shipspotting, foggy, 14. nóv. 2012
17.02.2015 18:19
Dolfijn, í Hollandi, í gær
![]() |
![]() |
Dolfijn, í Hollandi, í gær © myndir shipspotting Frits Olinga, 16. feb. 2015
17.02.2015 17:32
Andlát: Páll H. Pálsson útgerðarmaður
mbl.is:
Aðalstofnandi Vísis hf., Páll Hreinn Pálsson útgerðarmaður í Grindavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í Keflavík í gær, 82 ára að aldri.
Hann fæddist í Reykjavík árið 1932 en fluttist nokkurra vikna gamall til Þingeyrar, þar sem hann ólst upp með foreldrum sínum og þremur systkinum.
Foreldrar hans voru þau Jóhanna Daðey Gísladóttir og Páll Jónsson. Páll átti bátana Fjölni og Hilmi og fórst með Hilmi í Faxaflóa árið 1943. Jóhanna Daðey gerði Fjölni áfram út til síldveiða og fiskflutninga í stríðinu allt þar til hann sökk eftir árekstur við enskt póstskip í lok stríðsins, í mars 1945.
Páll H. Pálsson var ellefu ára þegar hann fór fyrst á sjóinn sem léttadrengur á Fjölni. Þar á eftir stundaði hann sjómennsku á ýmsum bátum og togurum þar til hann fór í Stýrimannaskólann og útskrifaðist þaðan 1953. Það ár keypti hann ásamt fleirum 100 tonna bát, Ágúst Þórarinsson frá Stykkishólmi. Fékk hann nafnið Fjölnir ÍS 177 og var gerður út á línuveiðar frá Þingeyri.
Eftir Stýrimannaskólann gerðist Páll stýrimaður og skipstjóri á ýmsum bátum og 1963 keypti hann mb. Farsæl og var með hann á línu- og humarveiðum. Árið 1964 keypti hann, ásamt Kristmundi Finnbogasyni og Ásgeiri Lúðvíkssyni, vélbátinn Vísi KE 70 og fiskverkunarhúsið Sævík í Grindavík og flutti þangað með fjölskyldu sína í nóvember 1965.
Félagið Vísir sf. var formlega stofnað 1. desember 1965. Vísir er eitt stærsta útgerðarfyrirtæki landsins og gerir út fimm línuskip auk þess sem fyrirtækið rekur öfluga fiskvinnslu í Grindavík. Páll var forstjóri félagsins til ársins 2000 og stjórnarformaður til dauðadags.
Páll var sæmdur heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu 2001, fyrir störf sín að sjávarútvegi og fiskvinnslu.
Á skólaárum sínum kynnist Páll Margréti Sighvatsdóttur. Þau giftu sig á sjómannadaginn árið 1955 og hófu búskap í Keflavík, en bjuggu síðan lengst af í Grindavík. Margrét lést 3. febrúar 2012. Börn Páls og Margrétar eru Margrét, Páll Jóhann, Pétur Hafsteinn, Kristín Elísabet, Svanhvít Daðey og Sólný Ingibjörg. Barnabörnin eru 24 og langafabörnin 27. Sambýliskona Páls síðustu æviárin var Soffía Stefánsdóttir.





























