Færslur: 2015 Febrúar

13.02.2015 07:00

Arnarfell (1978-1988)

 

          1531. Arnarfell (1978 - 1988), í Reykjavík © mynd shipspotting Yvon Perchoc, 1. ágúst 1988

 

           1531. Arnarfell (1978 - 1988), Goole, UK - mynd shipspotting PWR

13.02.2015 06:00

Hegri KE 107, í skemmtisiglingu á sjómannadag

 

                 1171. Hegri KE 107, í skemmtisiglingu á sjómannadag 

12.02.2015 21:00

Siggi Bjarna GK 5, sjósettur eftir lengingu o.fl. í Skipasmíðastöð Njarðvíkur

Hér kemur mikil syrpa sem ég tók sitthvorumegin við hádegið í dag þegar Siggi Bjarna GK 5 var tekinn út úr bátaskýli Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur og síðan sjósettur og dreginn í átt að bryggju í Njarðvíkurhöfn. Auk þess birtast þrjár myndir sem ég tók við sama tækifæri og tengjast málinu svona óbeint, en allt um það undir viðkomandi myndum.

Svona í leiðinni upplýsi ég það að reynslan af fyrri bátnum frá Nesfiski, þ.e. Benna Sæm sem fór í eins breytingu er mjög góð og er báturinn betri, en áður var. Nánar um það síðar.

        Hér er ferðin með 2454. Sigga Bjarna GK 5, að hefjast í morgun út úr bátaskýli Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur

 


 


 

 

 

       

 

         Hér er báturinn kominn út og næst er að ræra hann yfir í sleðann

Nú birti ég þrjár myndir sem raunar hefðu átt að vera fremst því þær voru teknar áður en báturinn fór út úr bátaskýlinu og undir þeim koma upplýsingar um það sem við á

 

              Þráinn Jónsson, framkvæmdastjóri Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur, fylgist með því sem er að gerast við bátinn og til hægri er Þorvaldur Reynisson, en þarna er hann augljóslega klár á því hvað myndasmiðurinn er að gera

 

           Einhver gárungurinn hefur sett þennan, nánast spriklandi kola við bátaskýlið og er hann eins og hann sé að horfa inn. Eins og flestir vita er kolinn stór hluti í þeirri fisktegundum sem báturinn veiðir að öllu jafni

 

           Björgvin Færseth skipstjóri bátsins (t.v.) og Bergþór Sigfússon, matsveinn á bátnum fylgjast vel með, en þeir félagar eru búin að vera skipsfélagar í um tvo áratugi

 

               Hér er verið að færa þennan glæsilega bát yfir í sleðann

 

                               Báturinn á leið með sleðanum til sjávar

 

 

 

                                                        Kominn í sjóinn

 

                          Siggi Bjarna kominn að slippbryggjunni

 

           2043. Auðunn kominn til að draga Sigga Bjarna GK 5, inn að bryggju í Njarðvíkurhöfn

 

                           Auðunn kominn með Sigga Bjarna í tog

 


 

          2043. Auðunn, með 2454. Sigga Bjarna GK 5, í dag framan við bryggjuna í Njarðvíkurhöfn © myndir Emil Páll, 12. feb. 2015

12.02.2015 20:21

Gosi HU 102, sjósettur eftir langt hlé

Í lok makrílvertíðarinnar á síðasta ári tók báturinn niðri í Sandgerðishöfn, með þeim afleiðingum að búnaðurinn fyrir dýptamælirinn skemmdist. Var báturinn því tekinn strax upp í Skipasmíðastöð Njarðvíkur og að viðgerð lokinni stóð báturinn uppi í slippnum þar til í dag að hann var settur í Gullvagninn, sem kom honum í sjóinn og tók ég þá þessa myndasyrpu.

            1914. Gosi HU 102, í Skipasmíðastöð Njarðvíkur, í morgun, áður en Gullvagninum var bakkað undir bátinn

 

           Gullvagninn bakkar með bátinn í átt að sjósetningarbrautinni

 


 


 

              Þá er hafin ferðinn niður sjálfa sjósetningarbrautina

 

                               Báturinn kominn niður í sjóinn að hluta

 


 

              Báturinn kominn á flot og bakkar út frá brautinni

 


 

         1914. Gosi HU 102, að snúa sér út á Njarðvíkurhöfn og síðan sigldi hann í legupláss © myndir Emil Páll, í dag, 12. feb. 2015

12.02.2015 19:20

Einar V. og Bjarni S.

 

           Einar V. og Bjarni S. í Skipasmíðastöð Njarðvíkur © mynd Ólafur Guðmundsson, í nóv. 1999

12.02.2015 18:19

Óskar KE 161, í Sólplasti

Í gær kom þessi bátur til Sólplasts í Sandgerði, en hann er að fara í viðhald.

 

            6569. Óskar KE 161, hjá Sólplasti, í dag © mynd Emil Páll, 12. feb. 2015

12.02.2015 17:18

NUKA ARCTICA, út af Sandgerði í dag og erlendis fyrir nokkrum árum

Hér sjáum við flutningaskip sem ég tók mynd með miklum aðdrætti frá Sandgerði í dag og birti líka mynd af MarineTraffic, sem tekin var árið 2011. 

 

           Nuka Arctica, djúpt út af Sandgerði í dag © mynd Emil Páll, 12. feb. 2015

 

           NUKA ARCTICA © mynd MarineTraffic, Valery Cherezov. 27. júlí 2011

12.02.2015 16:17

Vidfoss, á Akureyri, í dag

 

           Vidfoss, á Akureyri, í dag © mynd Víðir Már Hermannsson, 12. feb. 2015

12.02.2015 15:37

Eyborg ST 59, á Akureyri, í fyrstu ferð ársins, að vísu bara á milli bryggja

 

          2190. Eyborg ST 59, á Akureyri © mynd Víðir Már Hermannsson, 12. feb. 2015 -  í fyrstu ferð ársins, að vísu bara á milli bryggja

12.02.2015 14:33

Hvað á þetta sameiginlegt? Kemur í ljós í einni af syrpum kvöldsins

 

 

 

 

 

 

 

            Hvað á þetta sameiginlegt? Kemur í ljós í einni af syrpum kvöldsins

12.02.2015 14:15

Poseidon EA 303, á Akureyri, í dag


 

 

           1412. Poseidon EA 303, á Akureyri í dag © myndir Víðir Már Hermannsson, 12. feb. 2015

12.02.2015 13:48

Eggert, Jóhann K., Auðunn, Óskar, Siggi og Elli

 

         Eggert, Jóhann K., Auðunn G, Óskar G., Siggi E. Elli G. í Trédeild Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur © mynd Ólafur Guðmundsson, í des. 1991

12.02.2015 09:10

Vetrarlegt í Noregi

 

            Sjöspröyt, í Noregi - nú er vetrarlegt © mynd Jón Páll Jakobsson, 12. feb. 2015

12.02.2015 08:09

Litlafell

 

 

 

          1165. Litlafell © myndir Heimir Stígsson

12.02.2015 07:00

Ársæll KE 77


 

 

                           965. Ársæll KE 77 © myndir Heimir Stígsson

 

AF FACEBOOK:

Árni Árnason Eitthvað kannast ég við þennan

Guðni Ölversson Flott mynd.