Færslur: 2013 Desember
29.12.2013 15:39
Hardhaus H-120-AV, í Bergen og í Skagen

HARDHAUS H-120-AV, í Bergen, Noregi © mynd shipspotting, frode adolfsen, 16. sept. 2013

Hardhaus H-120-AV, í Skagen, Danmörku © mynd shipspotting bendt nielsen, 1. des. 2013
29.12.2013 14:25
Sunderøy og Prestfjord

Sunderøy og Prestfjord, í Myre, Vesteraalen © mynd shipspotting, frode adolfsen, 26. des. 2013
29.12.2013 13:35
Alert FR 336, í Njarðvík

Alert FR 336, frá Franserburgh í Skotlandi, í Njarðvíkurhöfn á árinu 1995, en þangað kom það til að sækja skipskrokk frá Skipamíðastöð Njarðvíkur sem hafði vinnuheitið Brúsi SN 7 © mynd Emil Páll 22. júní 1995
Umræddur skrokkur var smíðaður í Noregi og kom til Njarðvíkur 19. jan. 1983, þar sem klára átti skipið, en ekkert varð úr því þar sem kvótamálin breyttust hér á landi og því stóð skipið uppi í slippnum þó svo að íslensk fyrirtæki sýndu áhuga á kaupum á því. Þar sem þetta skip hafði smíðanr. 7 hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur settu starfsmenn fyrirtækisins nr. SN 7 á skrokkinn og nafnið Brúsi. Í janúar 1995, hófst síðan lokafrágangur og lauk honum 22. júní sama ár og þá hafði verið sett á hann stýrishús, perustefni o.fl. Var Brúsi síðan sjósettur þennan dag. 22. júní 1995 og daginn eftir fór Alert með hann í togi til nýrrar heimahafnar í St. Monens á Fife í Skotlandi. Þar var frágangi lokið og skipið fékk nafnið Faitfull III, en ekki var það þó lengi í útgerð því það sökk eftir árekstur við annað skip veturinn 1998.
29.12.2013 12:30
Auðunn Jörgensson
Af síðu Sigmars Þórs Sveinbjörnssonar, nafar.blog.is
Á þorláksmessu fór ég á bryggjurúnt eins og vanalega, í leiðinni var ég búinn að mæla mér mót við Auðunn frænda minn sem er að gera upp gamlann trébát í einu húsinu á Grandagarði.
Auðunn var nýbúinn að setja vélina niður þegar ég hitti hann. Það sem búið er að gera við bátinn er virkilega flott og vel gert, en töluverð vinna er eftir í lúkkar og inni í stýrishúsi. Það var virkilega gaman að skoða bátinn og ekki síður gaman að spjalla við Auðunn um þetta tómstundaáhugamál hans. Þarna hitti ég líka Aron frænda son Auðuns en hann hafði ég ekki séð síðan hann var smápeyi.
Það verður gaman að fylgjast með þegar Óskar Matt verður sjósettur fullbúinn en það á báturinn að heita.
Myndirnar eru af þeim feðgum Auðunn Jörgensyni og Aron Auðunssyni og bátnum.
AF FACEBOOK:
Emil Páll Jónsson Hef þær upplýsingar að báturinn var fluttur inn að Sundahöfn, þar sem hann verður í stærri aðstöðu, meðan klárað er. - Báturinn var smíðaður í Hafnarfirði 1959 og fékk þá nafnið Hafrún KE 80 og hefur borið það þar til Auðunn keypti hann, en verður 5208. Óskar Matt VE 17
29.12.2013 11:37
Gunnar Hámundarson að fara á net
Þær fréttir berast að einn fallegasti trébáturinn í flota landsmanna, Gunnar Hámundarson GK 357, eigi að fara á netaveiðar eftir áramót og leggja upp hjá Happa ehf, sem er útgerð Happasæls KE 94. Báturinn hefur legið undanfarin ár ýmist í Keflavíkur- eða Njarðvíkurhöfn, en þó alltaf farið í foreldrahús með reglulegu millibili til að fara skveringu. Já Foreldrahús, það er auðvitað Skipasmíðastöð Njarðvíkur, en báturinn var með smíðanúmer 1 frá þeirri stöð, árið 1954 og verður því sextugur á næsta ári. Allann sinn tíma hefur hann aðeins borið þetta eina nafn og einu breytingarnar á honum að settur var á hann hvalbakur og nýtt stýrishús, fyrir einhverjum áratugum


500. Gunnar Hámundarson GK 357, í Njarðvíkurhöfn í gær © myndir Emil Páll, 28. des. 2013
29.12.2013 10:44
Stóðu saman í stutta stund í gær, árgerð 69 og árgerð 1975
Þessir bátar Friðrik Sigurðsson ÁR 17 og Sævík GK 257, stóðu saman í stutta stund upp um hádegisbilið i gær í Skipasmíðastöð Njarðvíkur. Friðrik Sigurðsson var upphaflega smíðaður í Stálvík í Garðabæ, 1969 og Sævík var smíðuð i Mandal, í Noregi 1975


1084. Friðrik Sigurðsson ÁR 17 (t.v.) og 1416. Sævík GK 257, í Skipasmíðastöð Njarðvíkur í gær © myndir Emil Páll, 28. des. 2013
AF FACEBOOK:
29.12.2013 09:38
Gjafar Vestmannaeyjar og Magnús Geir Keflavík

1039. Gjafar Vestmannaeyjar og Magnús Geir Keflavík © mynd Emil Páll, 28. des. 2013
29.12.2013 08:47
Cemisle, í Helguvík

Cemisle, í Helguvík © mynd Emil Páll í júní 2009
29.12.2013 07:47
Lómur
Lómur, í Hamborg, Þýskalandi © mynd shipspotting, elbwasser, 27. des. 201329.12.2013 07:00
Sunna, í Hollandi - skráð í Færeyjum, eigandi á Íslandi

Sunna, í Hollandi - skráð í Færeyjum, eigandi á Íslandi © mynd shipspotting, Joop Klaasman, 28. des. 2013
28.12.2013 21:05
Friðrik Sigurðsson ÁR 17 - syrpa frá því þegar báturinn kom niður úr slipp í dag
Við bryggjuna var báturinn í um klukkustund og fór síðan um kl. 15 í dag áleiðis til heimahafnar í Þorlákshöfn og sýnist mér á AISinu að hann eigi stutt eftir þangað, þegar þetta birtist.


1084. Friðrik Sigurðsson ÁR 17, utan við Bátaskýlið hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur í dag


Báturinn kominn í sleðann og lagður á stað til sjávar



Kominn í sjó


Kominn úr sleðanum og að slippbryggjunni




Báturinn bakkar út á höfnina í Njarðvík í dag



1084. Friðrik Sigurðsson ÁR 17, bakkar að bryggju í Njarðvíkurhöfn um kl. 14, í dag og um klukkustund síðar sigldi hann áleiðis til heimahafnar í Þorlákshöfn og á trúlega nú mjög stutt þangað © myndir Emil Páll, 28. des. 2013
28.12.2013 20:40
Kospryba 2, í Las Palmas, Spáni - tengist Íslandi
Kospryba 2, í Las Palmas, Spáni © mynd shipspotting, Angel Luis Goda Moreira, 12. des. 2007
28.12.2013 19:43
LEIVUR OSSURSSON TG 32, í Hull

LEIVUR OSSURSSON TG 32, í Hull © mynd shipspotting, PWR
28.12.2013 18:43
K. Horisant III VA 196, í Skagen, Danmörku

K. Horisant III VA 196, í Skagen, Danmörku © mynd shipspotting, bendt nielsen, 1. des. 2013

