Færslur: 2010 Mars
27.03.2010 23:46
Hvað vita menn um þennan?

7032. Svalan BA 27, í Hafnarfirði © mynd Sigurður Bergþórsson, 26. mars 2010
Hvað vita menn um þennan bát?
27.03.2010 23:40
1262. Fyrr og nú
Eftir að hann brann fyrir norðan,þá var skipt um stýrishús á honum og ég verð að segja að breytingarnar voru meiri en ég átti von á. Þessir bátar sem voru smíðaðir á Akureyri á sínum tima voru einstaklega fallegir og samsvöruðu sér vel. Gaman væri að heyra í mönnum á þinni síðu um þessar breytingar.Eru þær góðar eða ekki. Kv. Bjarni Sv. Benediktsson
Boltanum velti ég því til ykkar lesendur góðir.
1262. Ásgeir Torfason ÍS 96
1262. Svona er báturinn í dag í Reykjavíkurhöfn
1262. Í dag. Eru menn sáttir við þessar breytingar? © myndir Bjarni Sv. Benediktsson
27.03.2010 20:30
Eyja í Dal
5889. Eyja í Dal © mynd Jón Halldórsson, holmavik.123.is í mars 2010
27.03.2010 13:28
Bjóðin tekin um borð fyrir tugum ára

Bjóðin tekin um borð. Vitað er um nöfn á tveimur mannana, en annar frá hægri sem lútir höfði á að vera Garðar Magnússon, Ketilssonar úr Höfnum. En Garðar þessi bjó lengi að Faxabraut 11 í Keflavík og sá með húfuna sem horfir til hans og er 4 frá hægri er Vikar heitinn Árnason, pabbi Árna heitins Vikarssonar skipstjóra.

Bjóðunum ekið um borð © myndir í eigu Emils Páls
27.03.2010 00:00
Magnús Ólafsson GK 494 / Gjafar VE 600 / Oddgeir EA 600

1039. Magnús Ólafsson GK 494 © mynd af google, ljósm.: ókunnur

1039. Gjafar VE 600, ásamt 556. Elliðaey VE 45 og 244. Glófaxa VÉ ´300 í höfn í Vestmannaeyjum á áttunda áratug síðustu aldar © mynd Emil Páll

1039. Gjafar VE 600, í Vestmannaeyjum á áttunda áratug síðustu aldar © mynd Emil Páll

1039. Gjafar VE 600 © mynd Snorrason

1039. Gjafar VE 600 © mynd Þór Jónsson

1039. Gjafar VE 600 © mynd Þorgeir Baldursson

1039. Oddgeir EA 600 í Grindavíkurhöfn © mynd Emil Páll

1039. Oddgeir EA 600, í höfn í Grindavík © mynd Emil Páll
Smíðanúmer 445 hjá Veb. Elbewerft, í Boizenburg, Þýskalandi 1967, eftir teikningu Hjálmars R. Bárðarsonar. Yfirbyggður 1978. Lengdur hjá Stálsmiðjunni, Reykjavík.
Seldur úr landi til Svolfaar, Noregi 22. október 1976. Keyptur til landsins að nýju 7. mars 1977 og kom hann til Þorlákshafnar sem Jóhann Gíslason ÁR 42, 22. mars 1977 og sem Gjafar VE 600 kom hann í fyrsta sinn til Vestmannaeyja 21. ágúst 1977.
Nöfn: Magnús Ólafsson GK 494, Njörvi SU 620, Víðir AK 063, Víðir ( í Noregi), Jóhann Gíslason ÁR 42, Gjafar VE 600 og núverandi nafn: Oddgeir EA 600.
26.03.2010 22:52
Lágey náðist ekki út í kvöld
Mun báturinn vera farinn að brotna, en leki var kominn að honum í morgum. Kom fram í fréttum í kvöld að orsök strandsins hafi verið að skipstjórin sofnaði.
26.03.2010 21:42
Ver II VE 118 / Bragi KE 19 / Bragi ÍS 27

356. Ver II VE 118 © mynd Snorrason

356. Bragi KE 19 © mynd Emil Páll

356. Bragi ÍS 27 © mynd Bjarni Sv. Benediktsson

356. Bragi ÍS 27 © mynd Bjarni Sv. Benediktsson
Smíðaður í Dráttarbraut Innri-Njarðvíkur 1944, eftir teikningu Bjarna Einarssonar, sem jafnframt var yfirsmiður við smíðina. Dæmdur ónýrt vegna fúa 8. des. 1975. Sökkt á utanverðum Önundarfirði.
Nöfn: Bragi GK 479, Ver II VE 118, Bragi KE 19, Bragi SK 74 og Bragi ÍS 27
26.03.2010 18:19
Kolmunaskipin fjögur á Neskaupstað

Rúta komin að skipshlið Vilhelms Þorsteinssonar EA 11, til að taka áhöfnina

F.h. 2287. Bjarni Ólafsson AK 70, 2410. Vilhelm Þorsteinsson EA 11 og fyrir endan á bryggjunni má sjá 1293. Börk NK 122

1293. Börkur NK 122

Erika GR 18-119 ex 1807. Birtingur NK 119 © myndir Bjarni G, á Neskaupstað 26. mars 2010
26.03.2010 16:04
Lágey ÞH 265 enn á strandstað
Línubátur strandar við Héðinshöfða á Skjálfanda
Föstudagur 26. mars 2010
Vaktstjórar stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar fengu kl. 01:56 aðstoðarbeiðni á rás 16 frá línubát sem strandaður var við Héðinshöfða, um 3 sjómílur norður af Húsavík. Tveir menn voru um borð í bátnum og sakaði þá ekki. Enginn leki virtist kominn að bátnum. Samstundis voru tveir nærstaddir línubátar kallaðir til aðstoðar, Karolína og Háey II sem héldu á strandstaðinn. Einnig var björgunarsveit Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Húsavík kölluð út. Auk þess var bakvakt SL og lögreglu gert viðvart.
Línubáturinn Karolína var komin á staðinn um 30 mín síðar. Erfiðlega gekk að koma taug á milli skipa þar sem ekki voru nógu löng dráttartóg tiltæk. Búið var að koma bráðabirgðataug á milli björgunarbáts og línubátsins kl. kl.05:40, um hálftíma síðar eða klukkan 06:04 var kominn leki að bátnum.
Björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, Sigurvin frá Siglufirði tilkynnti kl. 07:10 að hann eigi eftir 30 mínútur að strandstaðnum. Var hann tilbúinn með dælu á dekki. Var þá komið gott dráttartóg á staðinn og unnið að því að koma henni yfir í línubátinn frá Háey II. og. Sigurvin var kominn á strandstaðinn kl. 07:39 og um klukkustund síðar var dæling hafin um borð í línubátnum. Var þá STK tæki bátsins dottið út. Gerðar voru tilraunir til að draga bátinn af strandstað en kl. 10:50 hafði það ekki borið árangur. Að loknum stöðufundi verður ákvörðun tekin um framhaldið en flóð verður á svæðinu um kl. 20:00 í kvöld.
Hafþór Hreiðarsson birtir á síðu sinni, mjög skemmtilega myndasyrpu sem hann tók á strandstað í morgun. En um er að ræða 2651. Lágey ÞH 265.
26.03.2010 15:36
Sæljós GK 2

1315. Sæljós GK 2 í Njarðvíkurslipp © mynd Emil Páll, 26. mars 2010
26.03.2010 13:18
Árni Þorkelsson KE 46

13. Árni Þorkelsson KE 46 © mynd frá einum af velunnurum síðunna og nú í eigu Emils Páls. Bátur þessi er til enn í dag og heitir núna Búddi KE 9.
26.03.2010 10:12
Þorbjörn II GK 541 / Gandí VE 171 / Björg Jónsdóttir ÞH 321 / Valeska EA 417

263, Þorbjörn II GK 541 © mynd Snorrason

263. Gandí VE 171 © mynd Snorrason

263. Björg Jónsdóttir ÞH 321 © mynd Þór Jónsson

263. Valeska EA 417 © mynd Skipamyndir, Hreiðar Olgeirsson
Smíðanúmer 247 hjá Djupvik Batvarv A/B, Djupvik, Svíþjóð 1964, eftir teikningu Egils Þorfinnssonar. Kom til heimahafnar í Grindavík 1. maí 1964. Seldur úr landi til Noregs 11. ágúst 1992 og eftir það er ekkert vitað um bátinn.
Nöfn: Þorbjörn II GK 541, Gandí VE 171, Björg Jónsdóttir ÞH 321, Hafsteinn EA 262, Hafsteinn SI 151 og Valeska EA 417.
26.03.2010 00:00
Þórður Jónasson RE 350 / Þórður Jónasson EA 350 / Gullhólmi SH 201

264. Þórður Jónasson RE 350 © mynd í eigu Ljósmyndasafns Akraness

263. Þórður Jónasson EA 350 © mynd Snorri Snorrason

264. Þórður Jónasson EA 350 © mynd Þór Jónsson

264. Þórður Jónasson EA 350 © mynd af google, ljósm.: ókunnur

264. Gullhólmi SH 201, í höfn í Stykkishólmi © mynd Emil Páll í ágúst 2009

264. Gullhólmi SH 201, við slippbryggjuna í Njarðvík © mynd Emil Páll

264. Gullhólmi SH 201, í Njarðvík © mynd Emil Páll
Smíðanúmer 556 hjá Stord Verft A/S, Stord, Noregi 1964. Lengdur og hækkaður 1973. Yfirbyggður 1978. Lengdur aftur 1986. Sleginn út að aftan, byggt yfir nótagryfju og breyting í línu og togskip hjá Slippstöðinni, Akureyri 2003.
Nöfn. Þórður Jónasson RE 350, Þórður Jónasson EA 350 og núverandi nafn: Gullhólmi SH 201
