Færslur: 2015 Mars
15.03.2015 18:19
Vidfoss
![]() |
Vidfoss © mynd shipspotting, Aart van Bezooijen, 8. ágúst 2014
15.03.2015 17:18
Reykjanes
![]() |
Reykjanes © mynd Emil Páll, rétt fyrir síðustu aldarmót þ.e. 199 og eitthvað
15.03.2015 16:17
Signý HU 13, í Grófinni, Keflavík, í gær
![]() |
2630. Signý HU 13, í Grófinni, Keflavík, í gær © mynd Emil Páll 14. mars 2015
15.03.2015 15:27
Helgafell, í vari út af Helguvík, í gær
![]() |
Helgafell, í vari út af Helguvík, í gær © mynd Emil Páll, 14. mars 2015
15.03.2015 15:12
Vilhelm Þorsteinsson EA 11, í vari á Stakksfirði, í gær
![]() |
2410. Vilhelm Þorsteinsson EA 11, í vari á Stakksfirði, í gær © mynd Emil Páll, 14. mars 2015
15.03.2015 13:14
Baldvin Njálsson GK 400 og Sturlaugur H. Böðvarsson AK 10, í vari á Stakksfirði, í gær
![]() |
2182. Baldvin Njálsson GK 400 og bak við hann sést í 1585. Sturlaug H. Böðvarsson AK 10, í vari á Stakksfirði, í gær © mynd Emil Páll, 14. mars 2015
15.03.2015 12:13
Grænlenski togarinn QAQQATSIAQ kom til Patreksfjarðar í nótt með slasaðan sjómann.
Halldór Árnason, Patreksfirði: Grænlenski togarinn QAQQATSIAQ kom til Patreksfjarðar seinnipart nætur
15. 3. 2015, með slasaðan sjómann.
Togarinn var kominn hingað inn á fjörðinn klukkan 5 í morgun.
Þyrlan kom svo og sótti manninn um borð um kl sex. (Hún lenti þó fyrst á
Oddanum).
Það er viss öryggiskennd að vakna upp við hljóðið í þyrlunni og vita að
ef eitthvað kemur fyrir,
hvort sem er hjá manni sjálfum eða öðrum, þá er þetta leið út úr vandanum.
Jafnvel þótt aðrar samgönguleiðir séu lokaðar.
Hér á sunnanverðum Vestfjörðum hefur verið óvenju harður vetur.
Oft lokað í allar áttir á landi og ekki innanlandsflug heldur.
Þetta er í þriðja skiptið nú í vikunn,i sem þyrlan kemur hingað að sækja
sjúklinga.
Myndirnar, sem fylgja eru frá því í gær, þegar þyrlan var í annarri ferð
sinni.
Hún lenti á Oddanum (við innsiglinguna í Patrekshöfn), sem er
hefðbundinn lendingarstaður hennar hér.
![]() |
||||
|
|
![]() |
| QAQQATSIAQ GR 4-403, frá Nuuk, í Grænlandi © mynd MarineTraffic |
15.03.2015 11:12
Sturlaugur H. Böðvarsson AK 10, Helga María AK 16 og Kristín GK 457, í vari á Stakksfirði, í gær
![]() |
1585. Sturlaugur H. Böðvarsson AK 10, 1868. Helga María AK 16 og 972. Kristín GK 457, í vari á Stakksfirði, í gær © mynd Emil Páll, 14. mars 2015
15.03.2015 10:11
Sigurbjörg ÓF 1, í vari, á Stakksfirði, í gær
![]() |
1530. Sigurbjörg ÓF 1, í vari á Stakksfirði, í gær © mynd Emil Páll, 14. mars 2015
15.03.2015 09:10
Sturla GK 12 og Ágúst GK 95, í vari á Stakksfirði, í gær
![]() |
1272. Sturla GK 12 og 1401. Ágúst GK 95, í vari á Stakksfirði, í gær © mynd Emil Páll, 14. mars 2015
15.03.2015 08:09
Páll Jónsson GK 7, í vari á Stakksfirði, hér framan við Hólmsbergsvita, í gær
![]() |
1030. Páll Jónsson GK 7, í vari á Stakksfirði, framan við Hólmsbergsvita, í gær © mynd Emil Páll, 14. mars 2015
15.03.2015 07:08
Kristín GK 457, í vari á Stakksfirði, í gær
![]() |
972. Kristín GK 457, í vari á Stakksfirði, í gær © mynd Emil Páll, 14. mars 2015
15.03.2015 06:00
Kristín GK 457, Helga María AK 16 og Sturlaugur H. Böðvarsson AK 10, í vari á Stakksfirði, í gær
![]() |
972. Kristín GK 457, 1868. Helga María AK 16 og 1585. Sturlaugur H. Böðvarsson AK 10, í vari á Stakksfirði, í gær © mynd Emil Páll, 14. mars 2015
14.03.2015 21:00
Kap II VE 7 drekkhlaðinn af hrognaloðnu
Um miðjan dag í dag kom Vestmannaeyjabáturinn Kap II VE 7, til Keflavíkur, þar sem hann hafði stutt viðdvöl. Skipið var á leiðinni til Vestmannaeyja til löndunar, en sökum óveðursins sem var, leitaði hann vars inn undir Kúagerði og kom síðan við í Keflavík á heimleið.
Það verður að viðurkennast að það er alltaf gaman að sjá svona gamla báta í drift. Þessi sem þarna er drekkhlaðinn af hrognafullri loðnu, var upphaflega smíðaður í Stálvík, í Garðabæ 1967 og fékk þá nafnið Óskar Magnússon AK 177. Árið 1976 var skipið selt til Vestmannaeyja þar sem það hefur verið síðan, ýmist undir nöfnunum Kap II, Kap eða aftur Kap II. Að vísu er skipið lítið notað nú orðið, eingöngu þegar loðnuvertíðin stendur yfir.
Síðustu tvö til þrjú úthöldin hefur skipstjóri skipsins verið Sveinn Valgeirsson, sem búið hefur í Vestmannaeyjum nánast allan sinn tíma, að undanskyldum fyrstu árum ævinnar er hann átti heima, ýmist í Höfnum eða Keflavík.
Hér koma myndir sem ég tók af bátnum er hann kom til Keflavíkur í dag og á einni sést Sveinn Valgeirsson í brúarglugganum.
Það er kannski táknrænt að skipið er núna þegar þetta er skrifað, nýbúið að sigla fram hjá Höfnum ( þar sem Sveinn átti einu sinni heima) á 4.9 mílna hraða á leið sinni til Eyja.
![]() |
||||||||||||||
|
|
14.03.2015 20:21
Séð ofan af Kaldbak
Þorgrímur Ómar Tavsen, hefur verið mikið á farandsfæti að undanförnu og höfum við fengið að njóta mynda frá honum úr þessum ferðum, bátamyndir sem eru teknar víðsvegar um landsbyggðina. Að auki hefur hann tekið mikið af landslagsmyndum og öðrum mjög athyglisverðu og því ljóst hann hann hefur gott ljósmyndaraauga. Hér birti ég myndir sem hann tók fyrir nokkrum dögum uppi á toppi Kaldbaks og svona til að sýna aðra hlið en venjulega, koma þær myndir nú:
![]() |
||||
|
Árskógsandur
|
![]() |
||||||||||||
|
Hrísey
|


































