Færslur: 2012 Október
02.10.2012 23:00
Erlend skúta, á Siglufirði

Erlend skúta, á Siglufirði © mynd Hreiðar Jóhannsson, 27. sept. 2012
02.10.2012 22:00
Drangsnes


Drangsnes © myndir Árni Þór Baldursson, í Odda, 10. til 12. ág. 2012
02.10.2012 21:05
Æfingin Northern Challenge stendur yfir
Miðvikudagur 2. október 2012
Nú stendur yfir Northern Challenge, fjölþjóðleg æfing sprengjusérfræðinga á Keflavíkurflugvelli og á fyrrum varnarsvæðum utan hans, í höfninni í Helguvík, Patterson svæðinu og í Hvalfirði. Æfingin er haldin hér á landi í tólfta sinn en að henni standa Landhelgisgæsla Íslands og NATO. Að þessu sinni taka tíu þjóðir með um tvö hundruð liðsmenn þátt í æfingunni en þær eru auk Íslands: Danmörk, Noregur, Svíþjóð, Þýskaland, Holland, Belgía, Frakkland, Austurríki og Bandaríkin.
Tilgangur Northern Challenge er að æfa viðbrögð við hryðjuverkatilfellum þar sem heimatilbúnum sprengjum hefur verið komið fyrir. Búinn er til samskonar búnaður og fundist hefur víðsvegar um heim og aðstæður hafðar eins raunverulegar og hægt er. Einnig er rannsóknarþátturinn tekinn fyrir þar sem ákveðin teymi hafa einungis þann tilgang að rannsaka vettvang og fara yfir sönnunargögn.
Reynslan frá æfingum þessum hefur gert starfsmönnum Landhelgisgæslunnar kleift að fara utan sem friðargæsluliðar til að taka þátt í mannúðarstarfi sem unnið hefur verið í Líbanon og Írak. Þar hefur starf sprengjusérfræðinga falist í að hreinsa sprengjur af átakasvæðum og er það mikilvægur þáttur í uppbyggingarstarfi því sem fer fram til að skapa friðvænleg skilyrði til framtíðar. Víða er mikið starf óunnið. Talið er að 90% þeirra sem látast af völdum sprengja á átakasvæðum séu börn. Mjög mikilvægt er að þjóðir sameinist í hreinsun svæðanna en slík hreinsun er eðli málsins samkvæmt hættuleg og mikilvægt er að rétt sé að verki staðið.
Margir aðrir aðilar frá Landhelgisgæslunni sem og öðrum íslenskum stofnunum koma að framkvæmdinni, má þar nefna þyrludeild, köfunardeild, varðskipadeild, Ríkislögreglustjóra, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og Keflavíkurflugvallar.
Mynd fyrir ofan © Doug Elsey.
Áhöfn TF GNA tók þátt í æfingunni.Mynd © Þorgeir Baldursson.

Varðskipið Týr í Helguvík. Mynd © Þorgeir Baldursson.

Leitað að sprengju í höfninni. Mynd © Doug Elsey.

Ýmsar tegundir af "róbotum" eru notaðir á æfingunni. Mynd © Doug Elsey.

Aðstæður á svæðinu henta sérstaklega vel fyrir æfinguna. Mynd © Doug Elsey.

Skipulagning leitar. Mynd © Doug Elsey.
02.10.2012 21:00
Bátur í dimmu, á Siglufirði

Bátur í dimmu, á Siglufirði © mynd Hreiðar Jóhannsson, 25. sept. 2012
02.10.2012 20:10
Bannað að veiða við Ingólfsgarð, í Reykjavík

Bannað að veiða við Ingólfsgarð, í Reykjavík
© mynd Jón Páll Ásgeirsson, 24. sept. 2012
02.10.2012 19:44
Eyjar í blíðunni í dag








Eyjar í blíðunni í dag © myndir Heiðar Baldursson, 2. okt. 2012
02.10.2012 18:15
Guðný SU 45, Glaður SU 97 o.fl.

7479. Guðný SU 45, 1910. Glaður SU 97 o.fl. Djúpavogi © mynd Sigurbrandur Jakobsson, í ágúst 2012
02.10.2012 17:54
Varðskip á ytri - höfninni og björgunarbátur að aðstoða Strýtu

1421. Týr á ytri-höfninni Reykjavík


7707. (björgunarbátur) að aðstoða 1706. Strýtu á Reykjavíkurhöfn í morgun
© myndir Sigurður Bergþórsson, 2. okt. 2012
Af Facebook:
- Jón Páll Ásgeirsson Týr var ekki á ytri-höfninni í morgun, þetta er eldri mynd, hann var í Helguvík eins og sést á heimasíðu LHG. Þetta er Týr !!!Emil Páll Jónsson Búinn að birta þetta með Tý í Helguvík. En er þetta samt það skip?
- Emil Páll Jónsson Það er þá ljóst að myndin er eldri en síðan í morgun, þó svo að ljósmyndarinn segi svo.
02.10.2012 17:00
Gummi ST 31

7353. Gummi ST 31 © mynd Árni Þór Baldursson, í Odda, 10. til 12. ág. 2012
02.10.2012 16:15
Faxi HU 67

6251. Faxi HU 67 © mynd Árni Þór Baldursson, í Odda, 10. - 12. ág. 2012
02.10.2012 15:00
Gvendur á Eyri HU 15 o.fl.



6170. Gvendur á Eyri HU 15, o.fl. á Drangsnesi © mynd Árni Þór Baldursson, í Odda, 10. til 12. ágúst 2012
02.10.2012 14:00
Andrea, á útleið frá Reykjavík

2787. Andrea, á útleið frá Reykjavík © mynd MarineTraffic, Sigurður Bergþórsson, 27. sept. 2012
02.10.2012 09:00
Dúan BA 122 og Siggi Þórðar GK 197

2781. Dúan BA 122 og 1445. Siggi Þórðar GK 197, í Reykjavíkurhöfn © mynd Óðinn Magnason, 22. sept. 2012
02.10.2012 08:00
Ásrún GK 266 o.fl.

1755. Ásrún GK 266 o.fl. í Grindavík © mynd Emil Páll, 2003


