Færslur: 2012 Október

11.10.2012 13:00

Hafsteinn SK 3, Íslandsbersi HU 113 og Kæja ÍS 19              1850. Hafsteinn SK 3, 2099. Íslandsbersi HU 113 og 1873. Kæja ÍS 19, í Hafnarfirði
© mynd Faxagengið, faxire9.123.is  9. okt. 2012

11.10.2012 12:00

Öyfisk ex Þórir Jóhannsson og Útlaginn, stóð í sleðanum í Reipa

Er verið var að sjósetja norska bátinn Öyfisk, sem áður hét 1860. Útlaginn og Þórir Jóhannsson GK, í Reipa í Noregi, eftir að hafa verið frískað upp á hann, vildi ekki betur til en svo að skyndilega stoppaði sleðinn á leið niður í sjó. Stóð báturinn því á þurru á fjörunni. Annars sest það best á þessum myndum Jón Páls Jakobssonar.
                   Öyfisk N-34-ME ex 1860. Þórir Jóhannsson GK 116 og Útlaginn, í sleðanum í Reipa sl. , á fjörunni © myndir Jón Páll Jakobsson. 8. okt. 2012


11.10.2012 09:00

Kræklingabáturinn Kári AK 33, sjósettur að nýju í Reykjavík
                Kræklingabáturinn 1761. Kári AK 33, sjósettur að nýju í Reykjavík, eftir að hafa verið settur í sparifötin © myndir Faxagengið, faxire9.123.is  8. okt. 2012

11.10.2012 08:00

Njáll RE 275 og Sævar KE 15


                 1575. Njáll RE 275 og 1587. Sævar KE 15, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll, 14. sept. 2010

11.10.2012 07:00

Hólmatindur SU 220


                                    1567. Hólmatindur SU 220 © mynd Ísland 1990

11.10.2012 00:00

Siglufjörður 28. og 30. sept. 2012
        Siglufjörður © myndir Hreiðar Jóhannsson, 28. og 30. sept. 2012

10.10.2012 23:00

Sigurbjörg SU 44


                                  1543. Sigurbjörg SU 44 © mynd Ísland 1990

10.10.2012 22:00

Eldborg HF 13


                                      1525. Eldborg HF 13 © mynd Ísland 1990

10.10.2012 21:29

Glæsileg syrpa frá Neskaupstað í dag

Bjarni Guðmundsson, Neskaupstað: Kristina EA fór í morgun eftir löndun og Beitir kláraði löndun og Börkur kom i löndun. Einnig kom Reina að lesta frosið. Norsk skúta Widdershins var hér í dag og svo var veisla hjá fuglunum


                                                             2662. Kristína EA 410
                                             2662. Kristína EA 410 og Widdershins


                                                                 Widdershins

                                                               2827. Börkur NK 122


                                Reina, 2662. Kristína EA 410 og 2827. Börkur NK 122


                                                         2730. Beitir NK 123


                                                       2730. Beitir NK 123 og Reina


                                                                        Reina
                                                              Veisla hjá fuglunum
                       © myndir Bjarni Guðmundsson, á Neskaupstað í dag, 10. okt. 2012

10.10.2012 21:00

Sóley Sigurjóns GK 200


                      2262. Sóley Sigurjóns GK 200, í Helguvík © mynd Emil Páll, 14. sept. 2010

10.10.2012 20:00

Oddur V. Gíslason og Fylkir KE 102


                     2743. Oddur V. Gíslason og 1914. Fylkir KE 102, í Njarðvíkurslipp í gær © mynd Emil Páll, 9. okt. 2012

10.10.2012 19:00

Oddur V. Gíslason, í Njarðvíkurslipp


                2743. Oddur V. Gíslason, í Njarðvíkurslipp í gær © mynd Emil Páll, 9. okt. 2012

10.10.2012 18:00

Bóti HF 84


                       2579. Bóti HF 84, í Hafnarfirði í gær © mynd Emil Páll, 9. okt. 2012

10.10.2012 17:17

Ársæll Sigurðsson HF 80 ex Freyja KE 100


               2581. Ársæll Sigurðsson HF 80, í Hafnarfirði í gær © mynd Emil Páll, 9. okt. 2012

10.10.2012 16:20

Segir mikið brottkast stundað á skipi Hafró

dv.is:


"Það var um það bil helmingnum af aflanum af tveimur holum kastað fyrir borð"

Bjarni Sæmundsson RE 30, rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunnar.

Bjarni Sæmundsson RE 30, rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunnar. Mynd DV: Róbert Reynisson.

Björn Sverrisson, nemandi í sjávarútvegsfræðum við Háskólann á Akureyri, varð vitni að miklu brottkasti úr rannsóknaskipi Hafrannsóknastofnunnar, Bjarna Sæmundssyni RE 30, þegar hann fór einn túr með skipinu í tengslum við nám sitt þriðjudaginn 2. október síðastliðinn.

"Það var um það bil helmingnum af aflanum af tveimur holum kastað fyrir borð, eða tæplega tveimur tonnum. Ég er sjálfur gamall sjómaður, var á sjó á togara í þrettán ár þegar þetta var stundað, og mér leið eins og ég væri komin aftur til þess tíma," segir Björn í samtali við DV.is.

Hann segist hafa rætt við aðra sem hafa farið túr með Bjarna Sæmundssyni: "Flestir segja þeir sömu söguna, að svona hafi þetta verið í mörg ár."

Fiskistofa mun ekki beita sér í málinu
Þegar rætt er við Eyþór Björnsson, forstjóra Fiskistofu, sem gegnir mikilvægu hlutverki við að stuðla að ábyrgri og hagkvæmri nýtingu fiskistofna og hvala, um málið segist hann ekki hafa vitað af því að stundað sé brottkast á rannsóknaskipi Hafrannsóknastofnunar.

Spurður hvort að Fiskistofa muni aðhafast eitthvað vegna málsins svarar Eyþór: "Nei, í rauninni erum við erum ekki að fara í neinar aðgerðir gagnvart rannsóknaskipum. Við höfum heimildir til að svipta skip veiðileyfi ef þau brjóta af sér og rannsóknaskip eru ekki með veiðileyfi." Hann segir auk þess að ef Fiskistofa ætlaði almennt séð að beita sér vegna brota þá þyrfti hún að hafa sönnun fyrir því.

Hann segist ekki geta túlkað þetta sem lögbrot af hálfu Hafrannsóknastofunnar því engin viðurlög séu gagnvart rannsóknaskipum sem ekki eru með veiðileyfi. "Auðvitað gerir fiskveiðilöggjöf almennt ráð fyrir því að afla sé ekki kastað í hafið en þar er sérstaklega fjallað um skip sem hafa veiðileyfi, en ekki rannsóknaskip. Við erum ekki búin að greina þetta ofan í kjölinn en við erum ekki að fara í neinar aðgerðir gagnvart Hafró," segir Eyþór.

Aðspurður hvort það sé ekki bagalegt að starfsmenn Hafrannsóknastofnunnar stundi brottkast segir Eyþór forstjóra Hafrannsóknastofnunnar verða að svara fyrir það.

Bagalegt að afli sé látinn fara frá borði
Ekki náðist í Jóhann Sigurjónsson, forstjóra Hafrannsóknastofnunnar, við vinnslu þessarar fréttar en í gær birtist viðtal við hann á vef Morgunblaðsins um málið. Þar sagði Jóhann Hafrannsóknastofnun ekki vilja stunda neitt sem telst rangt eða ólöglegt og er ætlunin að fara yfir málið með ráðuneyti og Fiskistofu til að fá úr því skorið hverjar heimildir stofnunarinnar eru.

Þar sagði Jóhann einnig að honum þætti það bagalegt ef afli sé látinn fara frá borði.