Færslur: 2012 Október

08.10.2012 16:00

Daníel SI 152 ex ex Guðmundur Þórðarson GK 75


                                         482. Daníel SI 152, á Siglufirði © mynd visir
Þessi bátur sem hefur staðið uppi á Siglufirði í fjölda ára, var smíðaður á sínum tíma í Hafnarfirði og var hans fyrsta nafn Guðmundur Þórðarson GK 75 og síðan hefur hann borið þó nokkur nöfn. Auk þess sem myndir af honum hafa verið notaðar í ýmis verkefni og nú síðast í auglýsingu fyrir tölvur.


Af Facebook:

Þorgrímur Ómar Tavsen Ég keifti bæði akkerin úr þessum og setti annað um borð í Straumey 1919 þar sem það er enn fremst ;-)

08.10.2012 15:00

Sigurður ÍS 33, nýr 1960


                  183. Sigurður ÍS 33, nýr togari , sept.  1960
                        © mynd Sigmar Þór Sveinbjörnsson

08.10.2012 12:00

Víkurnes ST 10, á sjómannadag 1997
                    236. Víkurnes ST 10, sennilega á Sjómannadag 1997 © myndir Jón Halldórsson, holmavik.123.is

08.10.2012 11:00

Vestri BA 63
                  182. Vestri BA 63, á sjómannadag á Patreksfirði 3. júní 2012 © myndir Patreksfjörður myndasafn

08.10.2012 10:49

HB Granda veitt umhverfisverðlaun Akraness 2012

Af heimasíðu HB Granda:


                                         Frá höfninni á Akranesi. Mynd/HB Grandi: ESE.

Skipulags- og umhverfisnefnd Akraness hefur ákveðið að veita HB Granda umhverfisverðlaun Akraneskaupstaðar 2012 fyrir fallegustu fyrirtækjalóðina í sveitarfélaginu.

Frá þessu er greint á heimasíðu Akraneskaupstaðar en umhverfisverðlaunin eru veitt árlega fyrir fallegustu einkalóðina,  fyrirtækja- eða stofnanalóðina, fallegustu götumyndina og eins fyrir besta framtak íbúa- og félagssamtaka. Í flokki fyrirtækja- og stofnanalóða stóð valið á milli HB Granda og Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Höfða.

Að sögn Vilhjálms Vilhjálmssonar, forstjóra HB Granda, er þessi viðurkenning starfsfólki HB Granda á Akranesi til mikils sóma og hvatning fyrir félagið og starfsfólk þess. Áhugi á umgengni og umhirðu fari sívaxandi og mikilvægt sé að hvort tveggja sé til fyrirmyndar.

08.10.2012 10:10

Hafrannsóknarskip landaði ónýtum afla

visir.is:


Hafrannsóknarskip landaði ónýtum afla
Henda varð megninu af afla Hafrannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar, sem hann landaði á Austfjörðum í síðustu viku, þar sem fiskurinn var stór skemmdur vegna slæmrar meðferðar um borð.

Aflinn var seldur óséður á fiskmarkaði Austurlands og sendur til kaupenda á Suðvesturlandi, þar sem skemmdirnar komu í ljós. Þetta var afli sem skipið fékk við rannsóknaveiðar og á andvirði hans, fleiri milljónir króna í þessu tilviki að renna í Ríkissjóð.

Kaupendurnir hafa fengið endurgreitt og Fiskistofu hefur verið gert viðvart.


08.10.2012 10:00

Surprise HF 8


                    137. Surprise HF 8, í Hafnarfirði © mynd Emil Páll, í ágúst 2010

08.10.2012 09:05

Triton F 358 í morgunsárið

Þessar þrjár myndir tók ég af skipinu þar sem það liggur á Stakksfirði, framan við Innri - Njarðvík, en myndirnar eru teknar með miklum aðdrætti frá efstu byggðum í Keflavík og er það Sjúkrahúsið sem sést mest á myndinni.
Fyrstu myndina tók ég fyrir kl. 8 í morgun, en þá var rétt að fara að birta, næsta var tekin kl. rúmlega 8 og sú þriðja rétt fyrir kl. 9 í morgun


                   Triton F358, á Stakksfirði, framan við Innri - Njarðvik í morgun © myndir Emil Páll, 8. okt. 2012

08.10.2012 09:00

Mímir ÍS 37


                                    89. Mímir ÍS 37 © mynd af síðu Púka Vestfjörð

08.10.2012 08:00

Happasæll KE 94 í skrúfu og gír veseni


                      13. Happasæll KE 94 í gír- og skrúfuveseni, í Njarðvíkurslipp © mynd FB síða SN 5. okt. 2012

08.10.2012 07:00

Halkion VE 205, nýr til Eyja 1960


                        79. Halkion VE 205, nýr til Eyja 30. des. 1960
                             © mynd Sigmar Þór Sveinbjörnsson

08.10.2012 00:00

Sægrímur GK 525
                                       2101. Sægrímur GK 525, siglir inn Stakksfjörðinn


                                      Báturinn beygir fyrir grjótgarðinn í Njarðvík
                   2101. Sægrímur GK 525, kemur til Njarðvíkurhafnar úr róðri © myndir Emil Páll, 5. okt. 2012

07.10.2012 23:00

Siglingastofnun að mæla á Siglufirði


              Siglingastofnun að botnmæla á Siglufirði © mynd sksiglo.is GSH,  5. okt. 2012

07.10.2012 22:00

Siglufjörður 5. október 2012

                                   Siglufjörður, 5. okt. 2012 © myndir Sksiglo.is, GSH

07.10.2012 21:00

Husöysund


                   Husöysund, í Solbergsfjord, Senja Norway © mynd shipspotting, Paul Schneiden 9. nóv. 2007