Færslur: 2012 Október

24.10.2012 20:00

Keflavík VA 16 ex GK 15

Hér er á ferðinni enskur kútter sem keyptur var um aldamótin 1900 til Íslands og síðan seldur til Færeyja þar sem hann var gerður út í nokkra áratugi.


                    Keflavík VA 16 ex Keflavík GK 15 © mynd Skipini í Vágum, Hans Sjalagarð

24.10.2012 19:00

Íslensk/norski báturinn Ásta B T-3-T

Eins og margir vita er hér á ferðinni íslensk smíði fyrir íslendinga og norðmenn, en báturinn er skráður og gerður út frá Noregi.


                    Ásta B  T-3-T, með 18 tonna afla í lest © mynd Fróði og Tanja Ejdesgard, 19. okt. 2012

24.10.2012 18:00

Gulur, nafnlaus bátur á Fáskrúðsfirði


                 Gulur, nafnlaus, á Fáskrúðsfirði © myndir Óðinn Magnason,  21. okt. 2012

Af Facebook:

Sumarlína Ehf Jón Finnbogason

24.10.2012 17:00

Grundarfjörður


                 Grundarfjörður, fyrir nokkrum dögum © mynd Faxagengið, faxire9.123.is  2012

24.10.2012 16:00

Ásgrímur Halldórsson SF 250 , kemur með eftirlitsmann í land


                  2780. Ásgrímur Halldórsson SF 250, kemur með eftirlitsmann í land á Grundarfirði © mynd Faxagengið, faxire9.123.is, fyrir nokkrum dögum

24.10.2012 15:00

Jóna Eðvalds SF 200, á Breiðafirði
                 2618. Jóna Eðvalds SF 200, á Breiðafirði, fyrir nokkrum dögum © myndir Faxagengið, faxire9.123.is   2012

24.10.2012 14:18

Helgi SH 135 og Þórsnes II SH 209


                     2017. Helgi SH 135 og 1424. Þórsnes II SH 209, Grundarfirði © mynd Faxagengið,123,.is  21. okt. 2012

24.10.2012 10:00

Faxi RE 9, á Breiðafirði. fyrir nokkrum dögum


               1742. Faxi RE 9, á Breiðafirði, fyrir nokkrum dögum © myndir Jökull Helgason, 2012

24.10.2012 09:00

Hoffell SU 80, á Breiðafirði
                 2345. Hoffell SU 80, á Breiðafirði © myndir Jökull Helgason, fyrir nokkrum dögum

24.10.2012 08:49

Fallstykkið gert klárt

Af vef Faxaflóahafna í gær:

triton_hreinsun 
Fallbyssan hreinsuð 

Dátarnir á Triton, danska varðskipinu sem liggur við Miðbakkann í Reykjavíkurhöfn, sinntu skyldustörfum í morgunsárið þegar þeir þjónustuðu fallbyssuna.

Einhverjum datt í hug að Danir væru ekki alls kostar sáttir við það hringl sem fram hefur farið í kringum "dönsku stjórnarskrána" sem fengin var að láni 1944 og væru því að brýna kutana.

Enn aðrir héldu því fram að áflog þeirra Obama og Romney  um utanríkismál væri ástæðan fyrir því að fallstykkið á Triton er tekið í gegn.

 

24.10.2012 08:00

Þorvarður Lárusson SH 129, Blíðan SH 277, Garpur SH 95 og Tjaldur II ÞH 294


              1622. Þorvarður Lárusson SH 129, 1178. Blíða SH 277, 2018. Garpur SH 95 og 1109. Tjaldur II ÞH 294, Grundarfirði © mynd Faxagengið, faxire9.123.is  22. okt. 2012

24.10.2012 07:00

Sóley SH 124


                   1674. Sóley SH 124, Grundarfirði © mynd Faxagengið, faxire9.123.is  22.okt. 2012

24.10.2012 00:00

Una ÍS 127 ex HF 7, sjósett í Sandgerði í dag

Hér kemur myndasyrpa frá Jónasi Jónssyni, sem hann tók í dag í Sandgerði er Una ÍS 127 ex HF 7 var sjósett eftir viðgerð og endurbætur hjá Sólplasti ehf. Sést ferðalag Gullvagnsins með bátinn um Sandgerði og til sjávar og að lokum er mynd sem Jónas tók af Kristjáni Nielsyni, í Sólplasti.
                                      2338. Una ÍS 127 ex HF 7, í Sandgerði í dag


                   Kristján Nielsen, hjá Sólplasti © myndir Jónas Jónsson, 23. okt. 2012

23.10.2012 23:57

Gott ástand á gullkarfastofninum

Af vef HB Granda

Ásbjörn RE.
Ásbjörn RE.

Von er á ísfisktogaranum Ásbirni RE til hafnar í Reykjavík í fyrramálið með um 115 til 120 tonna afla. Aflinn er að uppistöðu gullkarfi en einnig þorskur og ufsi sem fengust á Vestfjarðamiðum í lok veiðiferðarinnar.


,,Við byrjuðum á karfaveiðum á Fjöllunum og fengum þar góðan afla. Ástandið á gullkarfastofninum er gott og þetta eru okkar hefðbundnu heimamið," segir Friðleifur Einarsson, skipstjóri á Ásbirni en að hans sögn var ákveðið að ljúka veiðiferðinni á Halamiðum og freista þess að ná þar þeim þorskskammti sem skipinu er skammtaður í hverri veiðiferð.


,,Við vorum komnir á Halamið á laugardeginum og þar hafði verið mjög góð þorskveiði vikurnar á undan. Hins vegar var farið að draga úr veiðinni en hún var samt þokkaleg og við getum ekki kvartað. Ufsaveiði hefur sömuleiðis verið góð á Halanum en nú brá svo við að fiskurinn var óvenju smár. Það er ekki hægt að ganga að neinu vísu hvað þetta varðar," segir Friðleifur en þess má geta að á sama tíma og þorskveiði hefur tregast á Vestfjarðamiðum berast fréttir af því að mokveiði sé fyrir austan, allt frá Digranesflaki og suður fyrir svokallaðan Fót.

23.10.2012 23:00

Sovéskt skip í Reykjavík

Hér sjáum við skip frá fyrrum Sovétríkjunum, statt í Reykjavík fyrir fjölda fjölda ára


                     Sovést skip í Reykjavík fyrir fjölda ára © mynd 101Reykjavík.is