Færslur: 2014 Febrúar

03.02.2014 07:00

Njáll RE 275



                                                  1575. Njáll RE 275, á Stakksfirði


               1575. Njáll RE 275, við bryggju í Sandgerði © myndir Emil Páll, 2008

03.02.2014 05:50

Dröfn RE 35 og Ásdís GK 218, mætast


           1574. Dröfn RE 35 og 2395. Ásdís GK 218 mætast við Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll, 20. sept. 2008

02.02.2014 21:00

Hvalsnes / Frendo Hvalsnes / Vesturland / Valur

Útgerðarfélag sem áður hafði verið í bátaútgerð suður með sjó ákvað að fara í útgerð flutningaskipa og keypti tvö lítil, nánast eins flutningaskip og gáfu þeim nöfnin Hvalsnes og Álfsnes og voru bæði með heimahöfn í Njarðvik. Lét útgerðin smíða Hvalsnesið fyrir sig en keypti Álfsnesið notað.  Útgerðin stóð stutt yfir, en hér verður rakin saga Hvalsness.


                                 1341. Hvalsnes, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll


                   1341. Frendo - Hvalsnes ex Hvalsnes, í Goole, Bretlandi © mynd PWR


             1341. Vesturland ex Frendo Hvalsnes ex Hvalsnes, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll


           1341. Vesturland ex Frendo Hvalsnes ex Hvalsnes, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll


           1341. Vesturland ex Frendo Hvalsnes ex Hvalsnes, í Njarðvíkurhöfn © mynd Emil Páll


                  1341. Vesturland ex Frendo Hvalsnes ex Hvalsnes © mynd PWR


              1341. Valur ex Vesturland ex Frendo Hvalsnes ex Hvalsnes © mynd PWR


            1341. Valur ex Vesturland ex Frendo Hvalsnes ex Hvalsnes © mynd PWR



Smíðanúmer 25 hjá Fiskerstrand Verft A/S í Fiskarstrand Noregi 1973. Skráð í Noregi 18. mars 1991, og hélt nafninu Valur, en eigendur voru í raun íslenskir. Skipið sökk í höfninni Vyborg í Rússlandi 22. okt. 1992.

Nafninu Frendo- var bætt framan við Hvalsnes er það hóf leigusiglingar erlendis á vegum Odd Fjell, Noregi sem rak þá og gerir kannski enn Frendo skipahringinn.

Sem Vesturland var skipið fyrsta flutningaskipið sem kom til Sandgerðis og það gerðist 28. sept. 1977.

Nöfn: Hvalsnes, Frendo-Hvalsnes, aftur Hvalsnes, Vesturland og Valur.
                 


.



 

02.02.2014 20:21

8 myndir teknar við Skarfabakka, í Reykjavík, síðdegis í dag

Tryggvi tók þessa myndasyrpur fyrir síðuna af skipum við Skarfabakka, í Reykjavík, síðdegis í dag


                                                              1919. Skrúður


                                                                   2311. Gestur


                                                        Dorado LVL 2033


                                                       Dorado LVL 2033


                                                                           Kaspryba 1


                                                                      Bonn A1413


                                                                        Bonn A1413


                                                                     Bonn A1413
 
               Við Skarfabakka, í Reykjavík, síðdegis í dag © myndir Tryggvi,     2. feb. 2014
 

02.02.2014 19:47

Frá Örnes, í Noregi, í ljósaskiptunum í dag


             Frá Örnes, í Noregi, í ljósaskiptunum í dag © mynd Svafar Gestsson, 2. feb. 2014

02.02.2014 19:20

Benni Sæm GK 26, í Sandgerði, í gær



                      2430. Benni Sæm GK 26, í Sandgerði, í gær © mynd Emil Páll, 1. feb. 2014

02.02.2014 18:19

Birta SH 707, í Sandgerði, í gær


                       1927. Birta SH 707, í Sandgerði, í gær © mynd Emil Páll, 1. feb. 2014

02.02.2014 17:51

Mjög umfangsmikil leit

visir.is:

Fjöldi skipa leita nú að skipverjunum.
Fjöldi skipa leita nú að skipverjunum. MYND FRÁ ANTONI ERNI RÚNARSSYNI.

Landhelgisgæslunni barst tilkynningu um leka í bát sem var á siglingu á Faxaflóa á þriðja tímanum í dag.
Mennirnir á bátnum tilkynntu um lekann á neyðarrás og að þeir væru allir komnir í flotgalla.   

Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni var allt tiltækt lið kallað út og er gríðarlega umfangsmikil leit.

Ekki liggur fyrir hversu margir voru um borð í bátnum og hvort báturinn sé sokkinn.

Þyrla Landhelgisgæslunnar leitar nú stöðugt á Faxaflóanum sem og sex björgunarskip. Fjöldi minni báta taka einnig þátt í leitinni en þetta staðfesti Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsinga- og kynningarfulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjörg.

"Það hefur enginn bátur fundist en mjög umfangsmikil leit stendur nú yfir," segir Ólöf í samtali við Vísi.

"Ekki er vitað hvaða bátur þetta er en allir bátar sem vitað er um á sjónum hafa tilkynnt sig inn."

"Nokkuð erfiðar aðstæður eru á svæðinu og veðrið slæmt."

Uppfært:

Nú eru tvær björgunarþyrlur Landhelgisgæslunnar, TF-GNÁ og TF-LIF, við leit að báti á Faxaflóa. Auk þess eru tvær finnskar björgunarþyrlur, sem staddar voru hér á landi vegna loftrýmisgæslu, nýttar við leitina en þær fljúga nú yfir norðanverðan flóann.

Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar frá Grindavík, Sandgerði, Hafnarfirði, Reykjavík og Rifi eru einnig við leit auk nokkurra minni björgunarbáta. Björgunarsveitir og lögregla á svæðinu eru með eftirgrennslan frá landi.

Upphaflega neyðarkallið heyrðist í báti við Akranes og í kerfi LHG og þar kom fram að leki væri komin að bátnum og að menn væru að fara í björgunargalla. Engar frekari upplýsingar hafa borist síðan og ekki vantar skip inn í tilkynningaþjónustuna hjá Vaktstöð siglinga.

Leitarsvæðið er víðfemt, en segja má að það nái frá Reykjanestá að austasta hluta Snæfellsness en áhersla er lögð á að leita innarlega í Faxaflóa þar sem báturinn sem heyrði neyðarkallið var staddur rétt utan við Akranes. Veðurspá á leitarsvæðinu gerir ráð fyrir norðaustan 10-20 m/sek, skýjuðu með köflum og hita í kringum frostmark.


02.02.2014 17:35

Hafsteinn SK 3, í Sandgerði, í gær


                    1850. Hafsteinn SK 3, í Sandgerði, í gær © mynd Emil Páll, 1. feb. 2014

02.02.2014 16:48

Arnþór GK 20, í Sandgerði, í gær


                     2325. Arnþór GK 20, í Sandgerði, í gær  © mynd Emil Páll, 1. feb. 2014

02.02.2014 16:13

Leit hafin af sökkvandi bát á Faxaflóa

Síðan kl. 15 hefur staðið yfir leit á Faxaflóa af sökkvandi báti, en ekki er vitað hvar hann er staðsettur, en þegar neyðarkallið kom, sögðust skipverjar verða komnir i flotgalla.
Leitin er því mjög umfangsmikli og var umsvifalaust kallað út kafarar, björgunarskip og bátar Slysvarnarfélagsins Landsbjargar frá Snæfellsnesi til Reykjaness. Virðist báturinn vera dottinn út úr Tilkynningaskyldukerfinu.
Þá eru þyrlur einnig að leita.

02.02.2014 16:00

Gísli Súrsson GK 8, í Sandgerði, í gær


               2608. Gísli Súrsson GK 8, í Sandgerði, í gær © mynd Emil Páll, 1. feb. 2014

02.02.2014 15:00

Kristján HF 100, í gær




                  2820. Kristján HF 100, í Sandgerði, í gær  © mynd Emil Páll, 1. feb. 2014

02.02.2014 14:00

Andey GK 66, í Sandgerði


                  2405. Andey GK 66, í Sandgerði, í gær © mynd Emil Páll, 1. feb. 2014

02.02.2014 12:46

Aðalbjörg RE 5, í Sandgerði, í gær


                 1755. Aðalbjörg RE 5, í Sandgerði, í gær © mynd Emil Páll, 1. feb. 2014