Færslur: 2014 Febrúar

03.02.2014 21:10

Lutro / Álfsnes (íslenskt) / Fonntind / Freifjord

Í gær kom ég með syrpu af Hvalsnesinu og sagði sögu þess. Það skip var smíðað fyrir útgerðina sem var með heimili í Ytri-Njarðvík og gerði skipið út og eftir stutta veru hjá þeirri útgerð var það selt og gekk síðan milli nokkra útgerða hér innanlands og síðasta útgerðin flutti með það erlendis og fjótlegar eftir það  sökk það.

Núna tek ég hitt skipið sem útgerðin átti en það var Álfsnes. Það var keypt notað og eftir að hafa verið selt hér innnanlands lendi það á nauðungaruppboði og skipti eftir það, nokkrum sinnum um nafn erlendis og er eins og fram kemur fyrir neðan myndirnar ennþá í fullum reksti og birti ég nú myndir af skipinu undir fjórum nöfnum og þ.á.m. því fyrsta og eins núverandi nafni, eins er ég með mynd af skipinu sem Álfsnes.

Útgerð sú sem átti Hvalsnesið og Álfsnesið var Hólmi hf. í Ytri-Njarðvík, útgerðarfélag sem áður hafði verið í bátaútgerð í Stykkishólmi og átti m.a. Þrótt SH 4, sem í dag er hvalaskoðunarskipið Náttfari á Húsavík. Flutti útgerðin með Þrótt til Njarðvíkur og í samstarfi við aðra eignaraðila fékk það bæði nafnið Morgunstjarnan KE 6 og Páll Rósinkarsson KE 42, en þá sölsaði útgerðin um og fór í útgerð skipanna, Hvalsness og Álfsness, en bæði voru þau með heimahöfn í Ytri-Njarðvík.


             Lutro, síðar 1439. Álfsnes, í Goole, Bretlandi © mynd shipspotting, PWR


                   1439. Álfsnes © mynd úr safni Emils Páls, ljósm.: Ókunnur


                   Fonntind ex ex 1439. Álfsnes, í Goole © mynd shipspotting, PWR


                  Fonntind ex ex 1439. Álfsnes, í Goole © mynd shipspotting, PWR


              Freifjord, í Kristjansund, Noregi © mynd shipspotting, Moolen, 2. júní 2009


                           Freifjord © mynd shipspotting, Yevegenii, 6. nóv. 2010


                 Freifjord ex ex 1439. í Aalesund, Noregi © mynd shipspotting, Aage, 6. júlí 2013


                 Freifjord ex Fonntind og ex ex 1439. Álfsnes, í Aalesundi, Noregi © mynd shipspotting, Aage, 6. júlí 2013


Smíðanr. 515 hjá Batservice Verft A/S í Mandal í Noregi 1965. Skipið var selt á nauðungaruppboði er það hét Austri til þess norska aðila sem átti það fyrst 6. okt. 1977 Frá því að skipið fékk nafnið

Skipið fékk nafnið Frendo-Simby, er það var leigt Frendo skipahringnum eins og var með Hvalsnesið.

Nöfn: Lutro, Bergo, Álfsnes, Frendo-Simby, Austri, Öksöy, Fonntind, Imperator og núverandi nafn: Freifjord

03.02.2014 20:21

Guðmundur BA 78


               1673. Guðmundur BA 78, í höfn á Akranesi © mynd Emil Páll, 1987

Smíðaður af nokkrum einstaklingum í húsnæði Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur hf. 1984 og verkið klárað í Reykjavík. Sökk 15 sm. NV af Akranesi 19. ágúst 1988.

Nöfn: Breiður RE 31, Guðmundur BA 78 og Villi AK 112.

03.02.2014 19:20

Svala Dís KE 29


                                      1666. Svala Dís KE 29  © mynd Emil Páll, 2008

03.02.2014 18:59

Icelandic Group kaupir Ný-Fisk

mbl.is:

 

Icelandic Group hefur keypt fiskvinnslufyrirtækið Ný-Fisk í Sandgerði. Ný-Fiskur sérhæfir sig í frumvinnslu og sölu á ferskum sjávarafurðum, sér í lagi þorski og ýsu. Samhliða mun Icelandic Group yfirtaka Útgerðarfélag Sandgerðis sem rekur línubátinn Von GK-113 með kvóta upp á um 800 tonn.

Í fréttatilkynningu kemur fram að Ný-Fiskur notar yfir 7.000 tonn af hráefni árlega til sinnar framleiðslu. Um 70% af framleiðslu er seld sem ferskar afurðir með flugi þar sem fiskurinn er komin á disk neytenda innan við 48 tímum eftir að fiskurinn kemur upp úr sjó. Í kjölfar kaupanna verður nafni Ný-Fisks breytt í Icelandic Ný-Fiskur.

Magnús Bjarnason, forstjóri Icelandic Group, segir í fréttatilkynningu að kaupin á Ný-Fiski og Útgerðarfélagi Sandgerðis sé mikilvægt skref fyrir okkur hjá Icelandic Group og mun styrkja aðgengi félagsins enn frekar að sjávarauðlindum, sem er einn af lykilþáttum í stefnu og framtíðarsýn félagsins. „Með þessum kaupum erum við jafnframt að bregðast við auknum kröfum neytenda okkar um allan heim varðandi skýran uppruna og rekjanleika fiskafurða.“

Ný-Fiskur var stofnað árið 1989 af Birgi Kristinssyni framkvæmdastjóra félagsins. Allt frá stofnun hefur höfuðáhersla verið lögð á að selja ferskan línuveiddan fisk til viðskiptavina víðsvegar um Evrópu. Auk þess er Ný-Fiskur mikilvægur birgir Icelandic Gadus, dótturfélags Icelandic Group í Belgíu. Ný-Fiskur rekur verksmiðju sem fengið hefur BRC vottun ásamt því að reka HACCP gæðakerfi og er ein af fáum fiskvinnslum á Íslandi sem hefur fengið slíkar vottanir. Hjá fyrirtækinu starfa um 100 manns að jafnaði

03.02.2014 18:19

Dalaröst ÞH 40 / Dalaröst GK 150


                            1639. Dalaröst ÞH 40, að koma inn til Njarðvíkur, 3. júní 2008


                                 1639. Dalaröst GK 150, í Sandgerði, 29. júní 2008


           1639. Dalaröst GK 150, á leið út frá Keflavíkurhöfn, 28. sept 2008 © myndir Emil Páll

03.02.2014 17:18

Farsæll GK 162


               1636. Farsæll GK 162, á leið í Keflavíkurhöfn, Vogarnir og ströndin í baksýn,


                   1636. Farsæll GK 162, í Keflavíkurhöfn © myndir Emil Páll, 200803.02.2014 16:17

Mundi SF 1 og Drífa SH 400, í Njarðvíkurhöfn


                           1631. Mundi SF 1, í Njarðvíkurhöfn © mynd Emil Páll, 2008


           1631. Mundi SF 1 og 795. Drífa SH 400, í Njarðvík © mynd Emil Páll, 28 nóv. 2008

03.02.2014 15:16

Sæbjörg, í Keflavík


                                    1627. Sæbjörg, í Keflavík  © mynd Emil Páll,  2008

03.02.2014 14:15

Guðdís KE 9


                         1621. Guðdís KE 9, í Grindavík © mynd Emil Páll, 28. sept. 2009

03.02.2014 13:10

Hafey AK 55


                                          1616. Hafey AK 55 © mynd Emil Páll, 18.9.08

03.02.2014 12:19

Guðbjörg Sigríður GK 63 / Staðarvík GK 44


                 1600. Guðbjörg Sigríður GK 63, í Grófinni, Keflavík © mynd Emil Páll


                       1600. Staðarvík GK 44, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll, 16. okt. 2008


             1600. Staðarvík GK 44, að koma inn til Keflavíkur © mynd Emil Páll, 16. okt. 2008

03.02.2014 11:43

Sjávarborg GK 60


                              1586. Sjávarborg GK 60 © mynd úr safni Emils Páls

03.02.2014 10:33

Faxi RE 24                            1581. Faxi RE 24  í Reykjavík © mynd Emil Páll, 2. júlí 2008

03.02.2014 09:27

Gnúpur GK 11                                   1579. Gnúpur GK 11 © Emil Páll, 31. maí 2008

03.02.2014 08:28

Ottó N. Þorláksson RE 203


                        1578. Ottó N. Þorláksson RE 203 © mynd Emil Páll, 7. júlí  2008