Færslur: 2012 Október
03.10.2012 20:00
Úr Siglufjarðarhöfn

Úr Siglufjarðarhöfn © mynd Hreiðar Jóhannsson, 22. sept. 2012
03.10.2012 19:40
Síldveiðar smábáta framundan og mikill áhugi
Margir smábátaeigendur við Breiðafjörð eru nú í startholunum fyrir síldveiðar í reknet og lagnet enda gengu þær veiðar vel á síðasta ári. Fyrirtækið Agustson ehf í Stykkishólmi hefur að undanförnu óskað eftir smábátum í viðskipti en þar á bæ hyggjast menn nú verka síld. Ellert Kristinsson framkvæmdastjóri segir að búið sé að kaupa flökunarvélar fyrir síld. "Við stefnum á að flaka síldina og frysta auk þess að heilfrysta líka. Þessar vélar geta svo nýst til makrílvinnslu einnig." Hann segir talsverðan áhuga vera hjá smábátaeigendum fyrir síldveiðum en hingað til hefur ekkert af síldinni sem veiðst hefur verið verkuð í Stykkishólmi.
03.10.2012 19:28
Kæja ÍS 19 ex Ársæll Sigurðsson HF 80
Skúbb mitt í síðustu viku um söluna á Ársæli Sigurðssyni HF 80 til Súðavíkur, vakti athygli, enda var blekið varla þornað á sölusamningnum er ég var búinn að setja fréttina í loftið. Þá var verið að taka bátinn á land í Hafnarfirði og síðan þá hefur verið unnið að ýmsum lagfæringum, s.s. aukningu á tækjum og botnmálingu.
Mun báturinn fá nýtt nafn, Kæja ÍS 19 og fara vestur fljótlega.

1873. Ársæll Sigurðsson HF 80, sem nú verður Kæja ÍS 19 © mynd Emil Páll
03.10.2012 19:00
Togarasplæs á Týr



Togarasplæs á Týr © myndir Jón Páll Ásgeirsson, 21. sept. 2012
03.10.2012 18:00
Skemmtiferðaskip við Djúpavog




Skemmtiferðaskip við Djúpavog © myndir Sigurbrandur Jakobsson, 26. ágúst og 20. sept. 2012
03.10.2012 17:00
Skemmtibátur


Skemmtibátur © myndir Árni Þór Baldursson, í Odda, 10. til 12. ágúst 2012
03.10.2012 16:00
Sjómannaminnismerkið í Keflavík

Sjómannaminnismerkið í Keflavík © mynd Óðinn Magnason, 22. sept. 2012
03.10.2012 15:00
Selur eða Lagarfljótsormurinn? - auðvitað bara selur


Selur eða Lagarfljótsormurinn? - Auðvitað bara selur © myndir Sigurbrandur Jakobsson, 20. sept. 2012
03.10.2012 14:00
Ólafsfjörður




Ólafsfjörður © myndir Hreiðar Jóhannsson, 24. sept. 2012
03.10.2012 10:00
Marc



Marc, í Rijeka, Croatíu © myndir shipspotting, Dragec, 20. sept. 2012
03.10.2012 07:00
Fiskiskip og skúta, á Ólafsfirði

Fiskibátar og skúta, á Ólafsfirði © mynd Hreiðar Jóhannsson, 24. sept. 2012
03.10.2012 00:00
Sending 2. frá Svafari Gestssyni - Frá Faro og íle de Faro
Ég er að dunda í bátaviðgerðum þegar ég nenni bæði hér í Quarteira og Vilamoura og eins í Faro. Það er af nógu að taka og frekar að það sé skortur á mönnum til að sinna viðhaldi á smávélum. Annars hef ég hálfgerða skömm á þessum utanborðsmótorum, jet sky og smávélum, kann betur við vélar eftir eftir að þær eru komnar yfir 1000 hp.
Sumt af myndunum sem ég sendi þér frá Faro eru úr ferð sem ég fór með konuna til að kanna óshólma Faro með viðkomu í eyjuni île de Faro. Eyja þessi sem er í raun langt og mjótt sandrif úti fyrir bænum Faro er um 4 mílur á lengd og um 0.4 mílur þar sem það er breiðast. Sunnan til á þessu rifi brotnar svo úthafsalda Atlanshafsins.
Þarna búa nánast eingöngu fiskimenn auk ríkisbubba frá Lissabon sem eiga þar sumarhallir.
Það liggur vegur yfir sundið með brú, en vegakerfi er aðeins á vestasta hluta rifsins, annars er báturinn eina samgöngutækið þegar austar dregur þar sem fiskimannasamfélagið er.
Sólarkveðjur héðan frá Algarve í Portugal.

























© myndir Svafar Gestsson, 2012





