Færslur: 2012 Október
23.10.2012 22:00
Frosti ÞH 320

6190. Frosti HF 320, í Hafnarfirði © mynd Emil Páll, 2009
23.10.2012 21:05
Una ÍS 127 ex HF 7 - sjósett með þessu nýja nr. í dag - syrpa á eftir

2338. Una ÍS 127 ex HF 7, fyrir sjósetningu í Sandgerði í dag. Mikil myndasyrpa af þeim atburði síðar í kvöld © mynd Jónas Jónsson, 23. okt. 2012
23.10.2012 21:00
Norðurljós HF 73

2360. Norðurljós HF 73, í Hafnarfirði © mynd Emil Páll, 2009
23.10.2012 20:00
Ólafur Magnússon HU 54

2183. Ólafur Magnússon HU 54, í Hafnarfirði © mynd Emil Páll, 2009
23.10.2012 19:00
Eyjólfur Ólafsson GK 38

2175. Eyjólfur Ólafsson GK 38, í Grófinni, Keflavík © mynd Emil Páll, 2009
23.10.2012 18:25
Bóndinn í Bjarnarhöfn vildi trúlega hlutdeild í aflanum
,,Það var ákaflega rólegt yfir veiðinni. Við rúntuðum um Breiðafjörðinn í þrjá daga að þessu sinni. Fyrsta daginn var ekkert að sjá, síðan náðum við einu kasti og 75 tonnum af síld inni á Grundarfirði í fyrradag en það rættist úr þessu í gær og þá fengum við rúmlega 480 tonn við Hrútey."
Þetta sagði Albert Sveinsson, skipstjóri á Faxa RE, er við ræddum
við hann um gang síldveiðanna nú síðdegis. Faxi RE var þá á leið til
Vopnafjarðar og var skipið statt um fjórar mílur norður af Grímsey og
áætlaður komutími til Vopnafjarðar er um klukkan tvö í nótt.
,,Við fundum litla torfu við Hrútey, köstuðum þrisvar og náðum
þokkalegum afla. Það er aðdjúpt við eyna og síldin var þétt uppi við
hana. Við fórum svo nærri eynni að Hildibrandur bóndi og hákarlaverkandi
í Bjarnarhöfn hringdi í okkur og spurði hvort við ætluðum með trollið
upp á eyna. Honum fannst líklega við værum komnir inn í hans landhelgi
og gott ef hann vildi ekki fá aflahlut," segir Albert en síldin við
Hrútey var að jafnaði um 300 grömm að þyngd eða mun vænni en síldin á
Grundarfirði en þar var meðaltalið um 245 grömm.
Að sögn Alberts virðist vera mun minna af síld í Breiðafirði nú
en mörg undanfarin ár en hann segir þó of snemmt að kveða upp úr um það
hvernig vertíðin verði.
,,Við byrjuðum ekki veiðar á íslenskri sumargotssíld fyrr en í
nóvember í fyrra og erum því a.m.k. hálfum mánuði fyrr á ferðinni nú.
Vonandi rætist úr þessu og fréttir frá í morgun benda til þess að veiðin
sé að glæðast og nokkur skip fengu strax góðan afla. Ingunn AK fékk
t.d. mjög góðan afla og skipið er farið af miðunum áleiðis til
Vopnafjarðar. Lundey NS ætti að koma á miðin í kvöld og vonandi verður
framhald á veiðinni á morgun og næstu daga," segir Albert Sveinsson.
Samkvæmt upplýsingum Vilhjálms Vilhjálmssonar, forstjóra HB
Granda, er góður markaður fyrir frystar síldarafurðir um þessar mundir
og þótt síldin sé að jafnaði nokkuð smærri en menn hafa átt að venjast
undanfarin ár, hentar hún vel til vinnslu.
23.10.2012 18:00
Prestkarlinn á Rut ST 50



Prestkarlinn, á 6123. Rut ST 50, kemur inn til Hólmavíkur © myndir Jón Halldórsson, holmavik.123.is 21. okt. 2012
23.10.2012 17:00
Oddur á Nesi SI 76, í gær


2799. Oddur á Nesi SI 76, Siglufirði í gær © myndir Hreiðar Jóhannsson, 22. okt. 2012
23.10.2012 16:00
Uggi SI 167 og Múlaberg SI 22, í gær

6952. Uggi SI 167 og 1281. Múlaberg SI 22, Siglufirði í gær © mynd Hreiðar Jóhannsson, 22. okt. 2012
23.10.2012 15:00
Múlaberg SI 22 og Siglunes SI 70, í gær

1281. Múlaberg SI 22 og 1146. Siglunes SI 70, Siglufirði í gær © mynd Hreiðar Jóhannsson, 22. okt. 2012
23.10.2012 13:00
Siglufjörður í hvítum klæðum



Siglufjörður, í hvítum klæðum í morgun © myndir Hreiðar Jóhannsson, 23. okt. 2012
23.10.2012 12:24
Fáskrúðsfjörður

Fáskrúðsfjörður © mynd Óðinn Magnason, 21. okt. 2012
23.10.2012 08:00
Gjafar SU 90 og Díana SU 131

1929. Gjafar SU 90 og 1760. Díana SU 131, á Fáskrúðfirði © mynd Óðinn Magnason, 21. okt. 2012
23.10.2012 07:00
Múlaberg SI 22, í gær


1281. Múlaberg SI 22, Siglurfirði, í gær © myndir Hreiðar Jóhannsson, 22. okt. 2012
23.10.2012 00:00
Siglufjarðarsyrpa frá 19. og 20. október 2012






Frá Siglufirði © myndir Hreiðar Jóhannsson, 19. og 20. okt. 2012
