Töluverður vindur var á þessum slóðum, þannig að hætta var á að skipið strandaði við austurhluta Falklandseyja. Breskir hermenn sem hafa aðsetur á eyjunum voru sendir á vettvang. Fjórar þyrlur og tveir björgunarbátar voru notaðir við að koma fólkinu frá borði, samtals 347 manns. Fólkið var flutt til Falklandseyja, þar sem hlúð var að því. Tveir dráttarbátar voru sendir til að draga skipið til hafnar.
Le Boreal var tekið í notkun fyrir fimm árum. Frá þeim tíma hefur það margoft komið til Íslands ásamt systurskipinu Le Diamant. Skipin hafa meðal annars haft viðdvöl í Hafnarfirði og á Akureyri og Húsavík.




































