Færslur: 2015 Nóvember

24.11.2015 11:12

Byr SH 101, í skipalyftunni á Akranesi

Bátur þessi var nýlega seldur til Bíldudals, þar sem hann mun koma í stað Jóns Hákons sem fórst í Aðalvík í sumar. Báturinn er núna til viðgerðar í slippnum á Akranesi.

 

       1436. Byr SH 101, í skipalyftunni á Akranesi © mynd  Sigurbrandur Jakobsson, 22. nóv. 2015

24.11.2015 10:11

Jón forseti, á Akranesi

 

        1157. Jón forseti, á Akranesi © mynd Sigurbrandur Jakobsson, 22. nóv. 2015

24.11.2015 09:10

Reginn ÁR 228, í Njarðvíkurhöfn

 

           1102. Reginn ÁR 228, í Njarðvík © mynd Emil Páll, 22. nóv. 2015

24.11.2015 07:00

Valþór GK 123, í Njarðvíkurhöfn, í gær

 

       1081. Valþór GK 123, í Njarðvíkurhöfn, í gær © mynd Emil Páll, 23. nóv. 2015

24.11.2015 06:03

Askur GK 65, í Keflavíkurhöfn, í gær

 

      1811. Askur GK 65, í Keflavíkurhöfn, í gær © mynd Emil Páll, 23. nóv. 2015

23.11.2015 21:00

Grundfirsk-syrpa með skemmtiferðaskipum


 


 


 


 


 


 


 


 


 


 


 


 


        Skemmtiferðaskip í Grundarfirði - 13 mynda syrpa © myndir Rósi
 

23.11.2015 20:21

Ýmis ónafngreind skip í Grundarfirði - syrpa

Hér kemur syrpa af skipamyndum þar sem skipin eru ónafngreind, en þau eiga það öll sameiginleg að vera í Grundarfirði


 


 


 


 


 


 


 


 


 


      Ónafngreind skip í Grundarfirði, þó þau þekkist flest © myndir Rósi

23.11.2015 20:02

Sæljós ÁR og Álftafell hurfu í dag og sá þriðji hverfur á næstu dögum

Starfsmenn Furu hófu í morgun að brjóta niður Sæljós ÁR, í Skipasmíðastöð Njarðvíkur og luku því. Þá var hafist handa við sama verk á Álftafelli og er ég yfirgaf vettvang um kl. 15 í dag var unnið við að brjóta þann bát niður. Á morgun kemur í ljós hvort ekki hafi tekist að ljúka því og síðan mun Lára Magg ÍS 86, verða að eins færð til í slippnum og síðan löggð á hliðina og brotin niður. Trúlega verður hafist handa við brjóta þann bát á morgun, það kemur í ljós á morgun.

Hér eru myndir sem ég tók í dag af vinnunni við að eyða Sæljósi og Álftafelli:


                                      467. Sæljós komið í tvo búta í morgun


                          Að mestu búið að brjóta bátinn niður


 


                 Unnið að því að klára að hreinsa restina af bátnum í slippnum


                                Þá var það 1195. Álftafell


 


 


 


     1195. Álftafell ÁR, en þó síðast skráð KE 90, í dag, eða það sem eftir var af því

23.11.2015 19:20

Tveir um borð í Grundarfirði

 

        Tveir um borð í Grundarfirði © mynd Rósi

23.11.2015 19:12

Icegroup veltir 6-7 milljörðum á ári

 
23. nóvember 2015 kl. 10:02
 
 

Rekur tvær þurrkverksmiðjur í Noregi

Icegroup í Reykjanesbæ veltir 6-7 milljörðum króna á ári og rekur tvær fiskþurrkunarverksmiðjur í Noregi þar sem þurrkuð eru 16.000 tonn á ári. Einnig rekur það fyrirtæki í Marokkó sem selur niðursoðnar sardínur til Nígeríu. 

Fyrirtækið er í eigu bræðranna Guðmundar, Jóns og Kristþórs Gunnarssona og Birkis Marteinssonar. Það er orðið eitt umsvifamesta fyrirtæki heims í sölu á þurrkuðum fiski til Nígeríu.

Fyrir átta árum stofnuðu eigendurnir fyrirtækið Ask í Hammerfest í Noregi sem var fiskþurrkun að íslenskri fyrirmynd. Þegar sú starfsemi hófst þekktist það ekki í Noregi að þurrka fiskafurðir innanhúss. 2012 stofnuðu þeir svo Emblu í Bátsfirði sem einnig er fiskþurrkun.

Sjá nánar í tímariti Fiskifrétta.

23.11.2015 18:56

Haukaberg SH til Patreksfjarðar

 

23. nóvember 2015 kl. 14:39
Haukaberg SH. (Mynd: Alfons Finnsson)
 

Kemur í staðinn fyrir Brimnes BA.

Oddi hf. á Patreksfirði hefur keypt bátinn Haukaberg SH og kom hann til nýrrar heimahafnar núna um helgina. Hjálmar ehf. í Grundarfirði seldi Haukabergið ásamt kvóta til Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði fyrr á þessu ári. Aflaheimildirnar urðu eftir á Fáskrúðsfirði þegar báturinn var seldur til Patreksfjarðar. 

Haukabergið kemur í staðinn fyrir Brimnes BA 800, er talsvert stærra og yfirbyggt og mun því verða mikill munur hjá áhöfninni að fara yfir á nýja skipið, segir í frétt á vef Odda hf. Skipstjóri á Haukaberginu er Þorsteinn Ólafsson. 

23.11.2015 18:19

Tveir togarar og margir smábátar í Grundarfirði

 

            Tveir togarar og margir smábátar í Grundarfirði © mynd Rósi

23.11.2015 17:18

Tveir koma saman til hafnar í Grundarfirði

 

           Tveir koma saman til hafnar í Grundarfirði © mynd Rósi

23.11.2015 16:17

Tveir grænir, í Grundarfirði

 

                             Tveir grænir, í Grundarfirði © mynd Rósi

23.11.2015 15:16

Tveir á spíttbát

 

                                       Tveir á spíttbát © mynd Rósi