Báturinn, sem ber nafnið Atlavík, var smíðaður árið 1972 og er rúmlega fimmtán metra að lengd.
Þórður Bogason varðstjóri hjá slökkviliðinu segir að fimm slökkviliðsmenn á dælubíl hafi verið sendir á vettvang. Hann segir í samtali við fréttastofu að nú sé verið að dæla sjó upp úr bátnum og of snemmt sé að segja til um hvað hafi valdið lekanum.
Þá kvaðst hann ekki vita hvort það hafi verið eigandi bátsins eða vegfarandi sem tilkynnti slökkviliði um lekann.
Sjónvarvottur segir í samtali við fréttastofu að báturinn hafi verið mikið sokkinn.
Uppfært kl. 15:11
Björgunaraðgerðum er að ljúka í Reykjavíkurhöfn, en svo virðist sem að lensidæla hafi gefið sig í bátnum með fyrrgreindum afleiðingum. Ekki er vitað um tjón að svo stöddu.


















