Færslur: 2017 Júlí

13.07.2017 21:10

Vinnslustöðin kaupir Útgerðarfélagið Glófaxa ehf.

       968. Glófaxi VE 300 í höfn í Grundarfirði © mynd Emil Páll 29. ágúst 2009

Vinnslustöðin kaupir Útgerðarfélagið Glófaxa ehf.

Vinnslustöðin hf. hefur eignast öll hlutabréfin í Útgerðarfélaginu Glófaxa ehf. í Vestmannaeyjum og tekur við félaginu 1. september 2017.

Kaupsamningurinn var undirritaður með venjulegum fyrirvara um fjármögnun, samþykki stjórnar VSV og samþykki Samkeppniseftirlits.

Kaupverðið er trúnaðarmál.

Útgerðarfélagið Glófaxi gerir út tvo báta, nótaskipið Glófaxa VE-300 og línu- og netabátinn Glófaxa II VE-301.

Seljendurnir, Bergvin Oddsson og fjölskylda hans, halda eftir Glófaxa II og 50 þorskígildistonnum og stunda útgerð áfram. 

  • Bergvin Oddsson, Hrafn Oddsson og Sævaldur Elíasson keyptu Glófaxa VE-300 á árinu 1974 og stofnuðu útgerðarfélagið Snæfell sf. um reksturinn. Bergvin keypti Hrafn og Sævald út 1986 og árið 1994 var nafni félagsins breytt í Útgerðarfélagið Glófaxi.

Með samningi sínum um kaupin á Glófaxa ehf. eykur Vinnslustöðin heildaraflamark sitt um 800 þorskígildistonn.

Seljendur Glófaxa ehf. höfðu frumkvæði að viðræðum sem lyktaði með fyrirliggjandi kaupsamningi, segir Sigurgeir B. Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar:

„Bergvin Oddsson og fjölskylda hans buðu okkur forkaupsrétt að félaginu með tilheyrandi aflaheimildum og skipi. Með því var okkur sýnt traust og trúnaður sem við erum fjölskyldunni afar þakklát fyrir.

Það er beinlínis yfirlýst stefna Vinnslustöðvarinnar að halda aflaheimildum í byggðarlaginu svo sem kostur er. Viðhorf okkar og seljendanna fara saman að þessu leyti og eru í samræmi við hagsmuni byggðarinnar og atvinnulífsins í Vestmannaeyjum.“

13.07.2017 21:00

Jón & Margeir sótti til Sólplasts í gær 10 metra langan bát og flutti til Hafnarfjarðar

Það er ekki langt síðan ég sagði frá 10 metra báti sem Sólplast var að klára, hvað plastið varðar, en eigandinn mun síðan innrétta hann og setja niður öll tæki og tól. Í gær sótti Jón & Margeir bátinn og flutti til Hafnarfjarðar, þar sem báturinn verður kláraður.

Sjáum við hér syrpu er báturinn var tekinn út og settur á bíl frá Jóni & Margeir og á síðustu myndinni sést þegar ekið er út af athafnarsvæði Sólplasts í Sandgerði.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

       Maðurinn í sterklitaða gallanum er Margeir Jónsson hjá Jóni & Margeiri, þessi í gráa mittisjakkanum er Kristján Nielsen hjá Sólplasti og sá sem er í bláamittis sloppnum með húfuna, er eigandi bátsins, sem ég veit því miður ekki hvað heitir.

13.07.2017 20:21

Langfoss, í Tromsø, Noregi, tvær myndir, tveir ljósmyndarar, sama daginn

Hér sjáum við tvær myndir af skipinu Langfoss og eru báðar af skipinu í Tromsø, Noregi, en eftir tvo ljósmyndara þ.e. Guðna Ölversson og Svafar Gestsson, báðar teknar í gær

 

    Langfoss, í Tromsø, Noregi © mynd Guðni Ölversson, 12. júlí 2017

 

    Langfoss, í Tromsø, Noregi © mynd Svafar Gestsson, 12. júlí 2017

13.07.2017 20:02

Tromsbas T-169-T í Tromsø, Noregi

 

 

 

           Tromsbas T-169-T í Tromsø, Noregi © myndir Svafar Gestsson, 12. júlí 2017

13.07.2017 19:20

Bátar í Amsterdam, fyrir nokkrum dögum

 

 


          Bátar í Amsterdam, fyrir nokkrum dögum

            © myndir Helga Katrín Emilsdóttir

13.07.2017 18:45

Þýsk skúta við Noreg

 

            Þýsk skúta við Noreg © mynd Guðni Ölversson, 12. júlí 2017

13.07.2017 18:19

Vidfoss, í Tromsø í gær

 

         Vidfoss, í Tromsø í gær © mynd Guðni Ölversson, 12. júlí 2017

13.07.2017 17:18

Rækjupungur með dræsuna á eftir sér og karlinn með hausinn út um gluggann, í gær

 

      Rækjupungur í Noregi með dræsuna á eftir sér og karlinn með hausinn út um gluggann, í gær © mynd Guðni Ölversson, 12. júlí 2017

13.07.2017 17:00

HDMS Knud Rasmussen (P570) í Reykjavík

 

         HDMS Knud Rasmussen (P570) í Reykjavík © mynd Tryggvi Björnsson, 11. júlí 2017

13.07.2017 16:41

Hdms Ejnar Mikkelsen P 571, á Vatnsnesvíkinni, Keflavík í rigningasudda í gær

 

Hdms Ejnar Mikkelsen P 571, á Vatnsnesvíkinni, Keflavík í rigningasudda í gær - mynd Emil Páll, 12. júlí 2017

13.07.2017 16:17

Alliance A 5345, við Ægisgarð, Reykjavík

 

          Alliance A 5345, við Ægisgarð, Reykjavík © mynd Tryggvi Björnsson, 11. júlí 2017

13.07.2017 13:17

Akurey AK 10, á Akranesi

 

             2890. Akurey AK 10, á Akranesi © mynd Ragnar Emilsson, 7. júlí 2017

13.07.2017 12:13

Engey RE 91, á Akranesi

 

       2889. Engey RE 91, á Akranesi © mynd Ragnar Emilsson, 7. júlí 2017

13.07.2017 11:12

Skipst á bátum: Hulda HF 27, til Siglufjarðar og Oddur á Nesi SI 76 til Hafnarfjarðar

Útgerðir Odds á Nesi SI og útgerð Huldu HF, hafa skipst á bátum.

 

          2912. Oddur á Nesi SI 76, í Sandgerði í gær - keyptur suður © mynd Emil Páll, 12. júlí 2017

 

         2500. Hulda HF 27, seld til Siglufjarðar, en hér að koma inn til Sandgerðis © mynd Emil Páll, 27. mars 2017

 

13.07.2017 10:11

Ólafur II N-132-Ø ex Ólafur HF 200

Nýlega birti ég mynd af þessum báti, með norsku skráningunni, en vissi þá ekki hver hefði verið sú íslenska. Nú hef ég komist yfir þær upplýsingar og birti því myndina aftur með nýjum upplýsingum

 

         Ólafur II N-132-Ø, frá Myre, Noregi, ex 2483. Ólafur HF 200, í Hafnarfirði © mynd Emil Páll, 23. júní 2017 - farinn til Noregs