Færslur: 2015 Desember
30.12.2015 14:15
KÁRI BA 132, á Bíldudal
![]() |
7347. KÁRI BA 132, á Bíldudal © mynd Sigurður Bergþórsson, MarineTraffic. í nóv. 2015
30.12.2015 13:14
Hamravík ST 79, á Hólmavík
![]() |
6599. Hamravík ST 79, á Hólmavík © mynd Jón Halldórsson, 29. des. 2015
30.12.2015 12:13
Hamravík ST 79 og annar til, á Hólmavík
![]() |
6599. Hamravík ST 79 og annar til, á Hólmavík © mynd Jón Halldórsson, 29. des. 2015
30.12.2015 11:12
Sandgerðisbót, á Akureyri
![]() |
Sandgerðisbót, á Akureyri © mynd Þorgeir Baldursson í des. 2015
30.12.2015 10:11
Laxinn ÍS 109, í Hafnarfirði
![]() |
5920. Laxinn ÍS 109, í Hafnarfirði © mynd Sigurður Bergþórsson, Marine Traffic, í nóv. 2015
30.12.2015 09:10
Heimaey VE 1, í Reykjavík
![]() |
2812. Heimaey VE 1, í Reykjavík © mynd Sigurður Bergþórsson, MarineTraffic, 2015
30.12.2015 08:00
Njörður BA 114, á Tálknafirði
![]() |
2432. Njörður BA 114, á Tálknafirði © mynd Sigurður Bergþórsson, MarineTraffic. í nóv. 2015
30.12.2015 07:00
Sóley Sigurjóns GK 200, á siglingu á Ísafjarðardjúpi
![]() |
2262. Sóley Sigurjóns GK 200, á siglingu á Ísafjarðardjúpi © mynd Þorgeir Baldursson, 2014
30.12.2015 06:00
Muggur HU 57, seldur til Þórshafnar
Nýlega var gengið frá sölu á Muggi HU 57, til Ísfélags Vestmannaeyja og verður báturinn gerður út frá Þórshöfn og er hann kominn þangað.
![]() |
2771. Muggur HU 57, í Sandgerði © mynd Emil Páll, 6. maí 2015
29.12.2015 22:32
Rúða brotnaði og hurð þeyttist úr dyraopi
mbl.is:
Rúða brotnaði og hurð þeyttist úr dyraopi
Rúða brotnaði og hurð þeyttist úr dyraopi sínu þegar Bergur Sterki HU-7 fékk á sig brotsjó á landleið til Skagastrandar úr línuróðri um hádegisbil í dag. Tveir menn voru um borð en þá sakaði ekki en urðu rennblautir frá hvirfli til ilja.
Fyrri frétt mbl.is: Fiskibátur fékk á sig brotsjó
Þorlákur Sveinsson eigandi Bergs Sterka og Brynjar Max Ólafsson fóru í línuróður norðvestur af Skagaströnd í sæmilegasta veðri í nótt en síðan bætti í vind og sjó eftir því sem á leið. Þeir luku þó við að draga línuna enda var veðrið farið að skána aftur. Á landleiðinni kom allt í einu stórt brot framan á bátinn og mölbraut miðrúðuna á stýrishúsinu svo sjórinn gekk inn í húsið og sprengdi dyrnar, sem eru beint aftan við gluggann, úr karminum og kastaði þeim aftur á dekk.
Þorlákur og Brynjar voru svo heppnir að þeir sátu sinn hvoru megin við gluggann sem brotnaði þannig að vatnsþunginn lenti ekki beint á þeim. Aftur á móti blotnuðu þeir upp úr og niður úr og áttu því kalsamt stím fyrir höndum í land. Sem betur fer drapst ekki á vél þannig að þeir sigldu fyrir eigin vélarafli í land. Björgunarskipið Húnabjörg fór þó til móts við Berg Sterka og fylgdi bátnum til hafnar.
Það var björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Húnabjörg frá Skagaströnd, sem kom og aðstoðaði áhöfnina á Bergi Sterka. Samkvæmt tilkynningu frá Landsbjörg var Húnabjörgin farin úr höfn innan fimm mínútum eftir að útkallið barst. Bergur Sterki var í um 8,5 sjómílum NV af Skagaströnd þegar hann fékk á sig brotið. Húnabjörg kom að bátnum eftir tæplega klukkustundar siglingu. Brugðið var á það ráð að láta Húnabjörgina kljúfa ölduna á leið til hafnar á Skagaströnd og sigldi báturinn í skjóli hennar þangað en þeir komu í höfn um klukkan 14:20.
29.12.2015 22:23
Finnbjörn líklegast rekist upp undir dekk
bb.is:
bb.is | 29.12.2015
Verið er að skoða tildrög þess að Finnbjörn ÍS sökk í Bolungarvíkurhöfn aðfaranótt annars dags jóla. Torfi Einarsson hjá Sjóvá á Ísafirði segir líklegustu skýringuna vera þá að gálgahorn bátsins hafi farið í dekk á höfninni og við það komið halli á bátinn og sjór flætt ofan í lest sem varð til þess að bátinn tók niður. Mikill ís var í höfninni nóttina sem báturinn sökk og olli hann miklum þrýstingi á bátinn, einnig er stórstreymt um þessar mundir og því mikill munur á flóði og fjöru. Torfi segir ummerki á bátnum benda til að þetta sé svarið og einnig hafi hann séð slíkt gerast áður bæði í Bolungarvík og á Ísafirði. Torfi segist þó ekki þora að hengja sig upp á þessa skýringu, en sé hún ekki raunin eigi hann ekki aðra eftir en að hinir himnesku herskarar hafi verið á ferðinni um jólin og drepið niður fæti í Bolungarvík með þessum afleiðingum.
Torfi segir menn nú keppast við að hreinsa vélarnar þrjár úr skipinu, aðalvél og tvær ljósavélar. Einnig annan búnað líkt og rafmagnskassa. En hann segir seltuna helsta óvin búnaðarins og fái hún að grassera eyðileggi hún hann. Ekki liggur fyrri hversu mikill kostnaðurinn er á þessari stundu, en Torfi segir mikinn kostnað hafa verið við að ná skipinu upp og hann sé enn að telja í björgunaraðgerðum á búnaðinum. Hann segir þó að ekki þurfi að óttast því skipið muni með nýjum eiganda sínum bera að landi margfalda þá upphæð.
29.12.2015 21:00
Hrafn Sveinbjarnarson III GK 11, á sjó, við bryggju - á strandstað og síðan sem flak - 14 myndir
|
||||||||||||||||||||||||||
|
103. Hrafn Sveinbjarnarson III GK 11 © mynd í eigu Ljósmyndasafns Akraness
|
29.12.2015 20:21
Ásþór RE 395 / Stafnes KE 130 / Thorsland - 5 myndir
![]() |
||||||||
|
|
29.12.2015 20:02
Skinney SF - 3 myndir
![]() |
250. Skinney SF 20, hjá Stál á
Seyðisfirði © mynd Ægir í okt.1988
![]() |
||
|
|
29.12.2015 19:20
Gjafar VE 300, á strandstað - 3 myndir
![]() |
240. Gjafar VE 300 strandaður í innsiglingunni til Grindavíkur, í janúar 1973 © mynd úr Ægir í júní 1985. Ljósm. SLVI
![]() |
240. Gjafar VE 300 á strandstað við Grindavík,1973 þar sem hann eyðilagðist © mynd úr Ægir í júní 1985. Ljósm. SLVI
![]() |
240. Gjafar VE 300, á strandstað © mynd á skilti á Hópsnesi, Grindavík, Emil Páll, 18. nóv. 2010 |





































