Móðir Benjamíns staðfestir þetta í samtali við mbl.is í kvöld. Skipið var við höfn í ítölsku borginni Catanía á Sikiley. Fjölskylda Benjamíns hélt út til Sikileyjar í gær til að aðstoða við leitina að honum.
Faðir Benjamíns, Ólafur Ingólfsson, staðfesti í samtali við fréttastofu RÚV nú rétt í þessu að Benjamín væri heill á húfi, en vildi að öðru leyti ekki tjá sig.
Blaðmannafundur verður haldinn á Ítalíu á morgun vegna málsins.



















