Færslur: 2014 Febrúar

06.02.2014 17:09

Óli á Stað GK 99 og Happasæll KE 94, í dag


          13. Happasæll KE 94, siglir fyrir Bæjarsker, á leið sinni að innsiglingunni til Sandgerðis, í dag






         13. Happasæll KE 94, siglir fyrir utan Bæjarsker, á leið sinni að innsiglingunni til Sandgerðis og 2672. Óli á Stað GK 99, nágast höfnina í Sandgerði í dag © myndir Emil Páll, 6. feb. 2014

06.02.2014 16:41

Addi afi GK 97, að koma inn til Sandgerðis, í dag


          2106. Addi afi GK 97, að koma inn til Sandgerðis í dag © mynd Emil Páll, 6. feb. 2014

06.02.2014 16:14

Vending og Steini HU, - meiri umfjöllun um þá báða á morgun

Hér sjáum við tvo báta mætast í Sandgerðishöfn í dag. Á morgun koma fleiri myndir af þeim báðum, auk þess sem syrpa birtist varðandi annan þeirra og sérstaklega hversvegna hann kom til Sandgerðis í dag.


          7641. Vending og 2443. Steini HU 45, í mætast í Sandgerðishöfn í dag - meira um þá báða hér á síðunni á morgun © mynd Emil Páll, 6. feb. 2014

06.02.2014 15:37

Þórey KE 23


                              1913. Þórey KE 23 © mynd Emil Páll, 1. júlí 2008

06.02.2014 13:07

Brimill GK 17


                            1911. Brimill GK 17, í Keflavík © mynd Emil Páll, 1988

06.02.2014 12:19

Hraunsvík GK 75


                               1907. Hraunsvík GK 75  © mynd Emil Páll, 23. júní  2008

06.02.2014 11:36

Frá Rörvik, í Noregi, í gær










                       Rörvik, í Noregi, í gær © myndir Svafar Gestsson, 5. feb. 2014

06.02.2014 10:32

Höfrungur III AK 250


                     1902. Höfrungur III AK 250, í Reykjavík © mynd Emil Páll, 7. júlí  2008

06.02.2014 09:20

Luno, brotnaði í tvennt á strandstað í gær

Spænska flutningaskipið. Luno, rakst á flóðgarð og brotnaði í tvennt við strendur Frakklands í gær. Óttast menn að von sé á umfangsmiklu mengunarslysi, en um 80 tonn af olíu eru í skipinu.


          Luno, á strandstað við Frakkland í gær © myndir shipspotting, Philippe Langa, 5. feb. 2014

06.02.2014 08:17

Frá Grindavík, árið 2008


                                Úr smábátahöfninni í Grindavík © Emil Páll, 31. maí 2008

06.02.2014 06:23

Polarfangst og Polarhav, bátarnir sem Jón Páll og Svafar Gests, eru á í Noregi


            Polarfangst, báturinn sem Jón Páll Jakobsson, er á í Noregi og er sá á snurvoð


          Polarhav ex ex 2140. Skotta og Eldborg, á þessum báti sem stundar ufsaveiðar er Svafar Gestsson

                                    © myndir Jón Páll Jakobsson, 4. feb. 2014

06.02.2014 05:53

Rörvik, í Noregi, í gær


                           Rörvik, í Noregi, í gær © mynd Svafar Gestsson, 5. feb. 2014

05.02.2014 21:00

Blaut blástur, nýjung til að ná botnmálningu af

Í  dag var gerð tilraun hjá Sólplasti í Sandgerði með að ná botnmálingu af plastbáti. Heppnaðist það mjög vel og voru þeir sem fylgdust með raunar orðlausir yfir árangrinum. Hér er  um að ræða nýung á Íslandi til að hreinsa  plastbáta t.d. hvort sem um er að ræða botninn, þilfarið eða annað sem erfitt er að þrífa.

Það er Sigurþór S. Sigurþórsson sem hefur flutt inn tæki  frá Bandaríkjunum, til að hreinsabotnmálingu af svo og ýmislegt annað sem erfitt er að ná, t.d. af plastbátum. Fram að þessu hefur hann notað þetta við bíla o.fl. við góðar undirtektir, en ákvað nú að kanna hvort hægt væri að nota þetta t.d. á plastbáta og fyrir valinu var að fá að prufa þetta hjá Sólpasti.

Um er að ræða svokallaðan blautblástur, sem er vatn og sérstakur sandur blandað saman og er þetta var framkvæmd rann nánast gamla málningin af og það  án þess að nokkrar skemmdir yrðu á Gelgotinu, sem er húð sem sett er á plastið.

Að sögn Sigurþórs er hér á ferðinni umhverfisvæn þrif þar sem hægt er að blása ryði, málningu, bílalakki, skipalakki, veggjakroti og fleiru af á umhverfisvænan hátt. Varðandi hreinsun á botnmálingu sparast eyðsla á eldsneyti báta, auk þess sem gangurinn verður betri.  Hafa því þær tilraunir sem gerðar hafa tekist mjög  vel.

En hvað sagði Kristján Nielsen, hjá Sólplasti, um þetta, en hann fylgdist vel með : ,,Mæli með þessu, til að spara olíu og auka ganga bátsins og það besta er að Gelgotið skemmist ekki neitt".

Mun Sigurþór fara hvert á land sem er með tækin og framkvæma verkið, sé þess óskað.  Hann hefur símanúmerið 894 3944, netfangið sissi@blb.is og á vefsíðunni www.blb.is er hægt að fá nánari upplýsingar um málið.

Hér eru síðan myndir sem ég tók í dag þegar blautblásturinn var kynntur í húsnæði Sólplasts í Sandgerði.

               Bíllinn tækjabúnaðinn, er mjög áberandi, svo ekki sé meira sagt, hvað lit varðar

                                Búnaðurinn eins og hann kom frá Bandaríkjunum á sínum tíma


            Hér fyrir neðan koma nokkrar myndir teknar i dag þegar Sigurþór var að sýna hvernig þetta virkaði og hver væri árangurinn.





                 Gamla málningin rennur af þegar sprautað er og áferðin á eftir er eins og ekkert hafi verið málað © myndir Emil Páll í dag, 5. feb. 2014

05.02.2014 20:21

Perla og Sólborg


        1894. Sanddæluskipið Perla, í Njarðvíkurslipp og 284. Sólborg RE 22 © mynd Emil Páll, í okt. 2008

05.02.2014 19:20

Bresi AK 101, raunar skráður þarna sem Arnþór EA 102



             1887. Bresi AK 101,  þarna þó skráður sem Arnþór EA 102, í Reykjavík © mynd Emil Páll, 10. júlí 2008 - Þessi heitir í dag Máni II ÁR 7