Færslur: 2014 Júní
24.06.2014 15:16
Skjálfandi ÞH 6, á Húsavík, um síðustu helgi

6844. Skjálfandi ÞH 6, á Húsavík, um síðustu helgi © mynd Árni Árnason, í júní 2014
24.06.2014 14:30
Eimskip tók við Lagarfossi í dag
mbl.is:
Guðmundur Haraldsson skipstjóri tók við Lagarfossi í Kína í dag, ásamt 11 manna íslenskri áhöfn.
Eimskip tók í dag við nýju skipi, Lagarfossi, í Kína. Samningur var gerður um smíði tveggja skipa í júní 2011. Í ljósi þess að verkinu seinkaði var samið um tæplega 11 milljóna dollara afslátt frá upphaflegu samningsverði skipanna. Viðræður eru í gangi um afhendingartíma seinna skipsins sem mun skýrast á þriðja ársfjórðungi. Þetta kemur fram í tilkynningu Eimskips til Kauphallarinnar.
Við skipinu tók skipstjóri þess, Guðmundur Haraldsson, ásamt 11 manna íslenskri áhöfn. Á leið sinni til Íslands mun Lagarfoss hafa viðkomu í kínversku hafnarborginni Qingdao til að lesta gáma, m.a. fyrir viðskiptavini félagsins í tilefni af nýjum fríverslunarsamningi Íslands og Kína. Skipið mun einnig flytja 200 nýja frystigáma sem félagið festi kaup á í Kína. Jafnframt verða fluttir gámar til Rotterdam fyrir erlenda viðskiptavini.
Skipið mun sigla um 11 þúsund sjómílur á leið sinni til Rotterdam sem svipar til vegalengdarinnar á milli Norður- og Suðurpólsins.
Lagarfoss er 875 gámaeiningar að stærð, þar af með tengla fyrir 230 frystigáma. Burðargeta skipsins er um 12 þúsund tonn, það er 140,7 metrar á lengd, 23,2 metrar á breidd og ristir 8,7 metra. Tveir 45 tonna kranar eru á skipinu. Lagarfoss mun leysa Selfoss af á gulu leiðinni, en það skip mun fara í önnur verkefni.
Lagarfoss er sjöunda skipið sem ber þetta nafn hjá félaginu. Lagarfoss I var þriðja skipið sem Eimskip eignaðist og var það í eigu félagsins frá 1917 til 1949.
Eimskip rekur 51 starfsstöð í 19 löndum og er með 16 skip í rekstri. Félagið hefur á að skipa um 1.400 starfsmönnum, þar af um 800 á Íslandi. Um helmingur tekna félagsins kemur frá starfsemi utan Íslands.
24.06.2014 14:15
Árni ÞH 127, á Húsavík, um síðustu helgi

5493. Árni ÞH 127, á Húsavík, um síðustu helgi © mynd Árni Árnason, í júní 2014
24.06.2014 13:14
Hafborg SI 4 og Mávur SI 96, á Siglufirði, í gær

2458. Hafborg SI 4 og 2795. Mávur SI 96, á Siglufirði, í gær © mynd Hreiðar Jóhannsson, 23. júní 2014
24.06.2014 12:15
Katrín GK 266 ex Una SU 3, á Siglufirði, í gær

1890. Katrín GK 266, ex Una SU 3 á Siglufirði, í gær © mynd Hreiðar Jóhannsson, 23. júní 2014
24.06.2014 11:12
Sóley Sigurjóns GK 200 og Grímsnes GK 555, á Siglufirði, í gær

2262. Sóley Sigurjóns GK 200 og 89. Grímsnes GK 555, á Siglufirði, í gær © mynd Hreiðar Jóhannsson, 23. júní 2014
24.06.2014 10:11
Haukur, á Húsavík um sl. helgi


1292. Haukur, á Húsavík, um síðustu helgi © myndir Árni Árnason, í júní 2014
24.06.2014 09:20
Kristbjörg VE, mun draga Fram ÍS, í pottinn - þangað mun Jón Gunnlaugs ST, fara líka
Í gær sagði ég frá því að Fram ÍS 25 færi nú næstu daga í pottinn og samkvæmt því sem ég hef heyrt mun Kristbjörg VE 71 koma og sækja bátinn og draga með sér til Belgíu. Þangað er Sæmundur GK líka á leið þangað, en hvernær hann veit ég ekki og sama er með Jón Gunnlaugs ST 444, sem seldur hefur verið í pottinn í Belgíu, en hvernær hann fer veit ég ekki og ekki heldur í fylgd hvaða báts hann fer yfir hafið.

84. Kristbjörg VE 71, í Vestmannaeyjum © mynd Emil Páll, 18. júní 2014

1204. Jón Gunnlaugs ST 444, að koma inn til Sandgerðis © mynd Emil Páll, 5. júlí 2013
AF FACEBOOK:
24.06.2014 09:10
Sæmundur GK, fer í pottinn í Belgíu, hætt við sölu til Hollands

1264. Sæmundur GK 4, í Skipasmíðastöð Njarðvíkur í gær. Nú hefur verið ákveðið að báturinn fari í pottinn í Belgíu © mynd Emil Páll, 23. júní 2014
24.06.2014 08:39
Akraberg SI 90, á Siglufirði, í gær

2765. Akraberg SI 90, á Siglufirði © mynd Hreiðar Jóhannsson, 23. júní 2014
24.06.2014 07:08
Grímsnes GK 555, á Siglufirði

89. Grímsnes GK 555, á Siglufirði © mynd Hreiðar Jóhannsson, 23. júní 2014
24.06.2014 06:07
Skaftafell, í Martinique og í Hollandi


Skaftafell, í Martinique, með flaggi Gibraltar © myndir Shipspotting Yvon Perchoe, 22. júní 2014

Skaftafell, í Hollandi, með flaggi Gibraltar © mynd Shipspotting Aleksi Lindström, 26. júní 2013
23.06.2014 21:00
Osló - ónafngreind skip og bátar - 2. og síðasti hluti, frá 1. júní 2014


















Í og við Osló, í Noregi © myndir Ragnar Emilsson, 1. júní 2014
23.06.2014 20:21
Siglufjörður

Frá Siglufirði © mynd Hreiðar Jóhannsson, 21. júní 2014
23.06.2014 19:20
Staðarberg GK 94

6811. Staðarberg GK 94 © mynd Jón & Margeir, Grindavík, 20. júní 2014




