Færslur: 2013 Nóvember
11.11.2013 10:20
Goðafoss heldur sjó og er ástandið stöðugt
Goðafoss heldur sjó og er ástandið stöðugt. Tekist hefur að slökkva eld
um borð í Goðafossi og er nú unnið að því að kanna aðstæður um borð og
ná fullu afli á aðalvél skipsins.
TF-SIF flugvél Landhelgisgæslunnar er nú við flutningaskipið, 70 sml V-af Færeyjum. Í framhaldinu mun flugvélin kanna aðstæður á flugleið þyrlna Landhelgisgæslunnar frá vettvangi að Höfn í Hornafirði.
Þyrlur Landhelgisgæslunnar bíða nú áttekta á Höfn í Hornafirði og varðskipið Þór heldur áleiðis á vettvang.
Flutningaskipið Arnarfell er komið að Goðafossi og færeyska varðskipið Brimill er á leið á vettvang og áætlar að vera hjá Goðafossi kl.13:30.

Goðafoss © mynd Landhelgisgæslan, tekin um borð í TF-SIF
11.11.2013 10:00
Ægir utan á Þór


1066. Ægir, utan á 2769. Þór, í Reykjavíkurhöfn © myndir shipspotting, John Grace, 16. sept. 2013
11.11.2013 09:31
Sex skip í og við Bodø og Helgolandskvsten, Noregi

Den Norske Veritas, að fara út frá Bodø

Folla, að koma inn til Bodø

Havtrans á siglingu úti fyrir Helgolandskvsten

Herisont N-240-B í Bodø

Inger Vetlesen, gömul retningsskúta í Bodø

Nordfisk N-1-B, í Bodø
© myndir Elfar Jóhannes Eiríksson, í Noregi, í nóv. 2013
11.11.2013 09:00
Gullborg RE 38


490. Gullborg RE 38, í Reykjavík © myndir shipspotting, John Grace, 16. sept. 2013
11.11.2013 08:10
Þór farinn frá Reykjavík til aðstoðar Goðafossi
mbl.is.:
Varðskipið Þór er nú farið úr höfn í Reykjavík og siglir á fullri ferð á staðinn þar sem eldur kom upp í flutningaskipinu Goðafossi. Að sögn áhafnar Goðafoss tókst að slökkva eldinn og er nú unnið að kælingu.
Eldur kviknaði um borð í Goðafossi um fjögur leytið í nótt. Samkvæmt upplýsingum frá upplýsingafulltrúa Eimskip hefur áhöfn skipsins tekist að ná tökum á eldinum og vinnur nú að því að kæla niður skorsteinshús skipsins þar sem eldurinn kom upp. Ekkert amar að skipsverjum en þrettán eru í áhöfn Goðafoss og þrír farþegar eru um borð.
Allar einingar Landhelgisgæslunnar hafa nú verið virkjaðar auk Samhæfingarstöðvar í Skógarhlíð en skipið er staðsett í íslenskri björgunarlögsögu.
Skipið er á leið til landsins frá Evrópu og hafði viðkomu í Færeyjum en fóru þaðan klukkan níu í gærmorgun.
11.11.2013 08:00
Fjölnir SU 57

237. Fjölnir SU 57, í Reykjavík © mynd shipspotting, John Grace, 16. sept. 2013
11.11.2013 07:06
Eldur kviknaði um borð í Goðafossi
mbl.is:
Eldur kviknaði um borð í Goðafossi um fjögur leytið í nótt. Samkvæmt upplýsingum frá upplýsingafulltrúa Eimskip hefur áhöfn skipsins tekist að ná tökum á eldinum og vinnur nú að því að kæla niður skorsteinshús skipsins þar sem eldurinn kom upp. Ekkert amar að skipsverjum.
Ólafur Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips, segir í samtali við mbl.is að þetta hafi farið miklu betur en áhorfðist í fyrstu því það er alltaf alvarlegt þegar eldur kemur upp um borð í skipi. Þá ekki síst í jafn slæmu veðri og nú er.
Goðafoss er staddur í um 90 sjómílna fjarlægð frá Færeyjum og að sögn Ólafs fylgist stjórnstöð Landhelgisgæslunnar grannt með sem og Landhelgisgæslan í Færeyjum.
Þrettán eru í áhöfn Goðafoss auk þess sem þrír farþegar eru um borð.
11.11.2013 07:00
Magni ( gamli)

146. Magni, í Reykjavík © mynd shipspotting, John Grace, 16. sept. 2013
10.11.2013 22:00
Ópal, við Ingólfsgarð








2851. Ópal, skúta Norðursiglingar, við Ingólfsgarð, í Reykjavík, í gær © myndir Faxagengið, faxire9.123.is 9. nóv. 2013
10.11.2013 21:15
Sigurjón Arnlaugsson GK, dró Ásgeir Magnússon II GK 59 út í Helguvík, þar sem hann var brenndur


Hér er 290 Sigurjón Arnlaugsson GK 16, með 331. Ásgeir Magnússon II GK 59, utan á sér á leiðinni í Helguvíkina. Mennirnir sem standa í þeim síðarnefnda eru frá vinstri Hjálmar Magnússon, útgerðarmaður í Garði, Halldór Pálsson (þessi dökkhærði) starfmaður Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur og aðrir sem sjást eru starfsmenn þess fyrirtækis, en ég man ekki nöfnin á þeim

331. Ásgeir Magnússon II GK 59, séð frá 290. Sigurjóni Arnlaugssyni GK 16

Báturinn kominn upp í fjöru í Helguvík og búið að kveikja í

Hér er kominn mikill eldur í 331. Ásgeir Magnússon II GK 59, í Helguvík
© myndir frá Ásgeiri Hjálmarssyni
10.11.2013 21:00
Vissolela

Vissolela, í Luganda, í Angola © mynd Einar Örn Einarsson, 3. nóv. 2013
10.11.2013 20:00
Seabulk Asia

Seabulk Asia, í Luganda, Angóla © mynd Einar Örn Einarsson, 3. nóv. 2013
10.11.2013 19:00
Oljevern 04

Oljevern 04, í Svolvaer, Noregi © mynd shipspotting, frode adolfsen, 7. nóv. 2013
10.11.2013 18:00
Vågtrans

Vågtrans, í Svolvaer, Noregi © mynd shipspotting, frode adolfsen, 7. nóv. 2013
10.11.2013 17:00
Lagarfoss GK 516, Kári GK 146, Hólmsteinn GK 198 og Trausti KÓ 9
Nú birti ég þrjár gamlar myndir frá Ásgeir Hjálmarssyni, í Garði og upp úr kl. 21 í kvöld birti ég aðra syrpu, nokkuð frábrugðna þessari, hún er einnig frá Ásgeiri.
- Sendi ég Ásgeir Hjálmarssyni, kæra þakkir fyrir myndirnar -

Lagarfoss GK 516, á legunni í Sandgerði og 631. Kári GK 146 ex Þórkatla frá Grindavík, á þessum báti hóf Ásgeir sinn sjómannsferil, árið 1957

Hólmsteinn GK 198 og 859. Trausti KÓ 9, við Gerðabryggju

631. Kári GK 146, trúlega nýkominn frá Dráttarbraut Keflavíkur, ný skveraður
© myndir frá Ásgeir Hjálmarssyni
Varðskipið Þór mbl.is/Ómar Óskarsson
