Færslur: 2013 Nóvember

19.11.2013 06:00

Khomas L-1024, ex Helga II, Skúmur, Óseyri, Eyvindur vopni, Drangey og Aðalvík


       Khomas ex 1348.  Aðalvík, Drangey, Eyvindur Vopni, Óseyri, Skúmur og Helga II © mynd shipspotting  carlos otero cidras, 24.júní 2011

Smíðanúmer 70 hjá Maritima de Aspe, Bilfao, Spáni 1974. Sjósettur 17. apríl 1973. og gaf Margrét Helgadóttir, eiginkona Benedikts Jónssonar, framkvæmdastjóra, skipinu nafnið Aðalvík.

Úreldingastyrkur samþykktur 1994, en hætt við hann 31. mars 1995. Selt úr landi til Namibíu, Suður-Afríku í júní 2001. Afskráð hér á landi 8. sept. 2001

Nöfn: Aðalvík KE 95, Drangey SK 1, Eyvindur vopni NS 70, Óseyri ÍS 4, Skúmur GK 111, Helga II RE 373 og núverandi nafn, í Namibíu: Khomas L-1024

18.11.2013 21:16

Nýtt skip: Jónína Brynja ÍS 55, í Hafnarfirði í dag

Jónína Brynja ÍS-55 var sjósett í síðustu viku en línubáturinn er nýsmíði frá Trefjum í Hafnafirði fyrir útgerðarfélagið Jakob Valgeir ehf. í Bolungarvík. Jónína Brynja kemur í stað nöfnu sinnar sem strandaði við Straumnes norðan Aðalvíkur fyrir um ári. Tveir menn voru um borð en þeir komust af sjálfdáðum í land sem telst mikil mildi. Skipverjarnir sendu neyðarboð og voru nærstödd skip þegar kölluð á staðinn sem og björgunarsveitir. Eftir neyðarboðin heyrðist ekkert skipverjunum í nokkurn tíma vegna lélegs fjarskiptasambands og óttast var um afdrif þeirra. Loks náði þó eitt af aðvífandi skipum sambandi við þá í gegnum talstöð. Eins og áður segir komust mennirnir í land af sjálfsdáðum en báturinn maraði mölbrotinn í hálfu kafi. Hann var nýr og hafði aðeins farið í fimmtán róðra og verðmæti hans og tækja talið vera um 130 milljónir króna. 

Nýja skipið mun vera fyrsta Cleopatra 50 sem smíðuð er fyrir Íslandsmarkað að Rósinni undanskilinni en hún er farþegaskip og með minni vél.

Hér koma myndir sem Tryggvi tók fyrir síðuna, af bátnum í Hafnarfjarðarhöfn í dag.








          2868. Jónína Brynja ÍS 55, í Hafnarfjarðarhöfn í dag © myndir Tryggvi, 18. nóv. 2013

18.11.2013 21:00

Brælumyndir






                                   Brælumyndir © myndir Magnús Þorvaldsson

18.11.2013 20:00

Guðmundur Þór SU 121

                   

                             1312. Guðmundur Þór SU 121 © mynd í eigu Ljósmyndasafns Eskifjarðar, ljósm.: Vilberg Guðnason
 

18.11.2013 19:00

Álfur SH 414, í Keflavík


                                     2830. Álfur SH 414 í Keflavík © mynd Emil Páll

18.11.2013 18:00

Víðir Trausti SU 517 - er enn til


            1178. Víðir Trausti SU 517 © mynd í eigu Ljósmyndasafns Eskifjarðar, ljósm.: Vilberg Guðnason - fyrir stuttu kom þessi bátur upp í Skipasmíðastöð Njarðvíkur sem Blíða SH 277 og spurning er hvort ekki verði komin önnur skráning á bátinn þegar hann fer niður, þar sem eigendaskipti hafa orðið á honum

18.11.2013 17:00

Sigurvin og Gullhólmi í snjókomu, á Siglufirði


              2683. Sigurvin og 264. Gullhólmi SH 201, í snjókomu á Siglufirði © mynd Hreiðar Jóhannsson, 17. nóv. 2013

18.11.2013 16:00

Fleiri frá Sommarøy, í Troms, Noregi í morgun: Willasen N-95-V og E.H. Senior T-300-TK

Hér koma fleiri myndir frá Sommarøy, í Troms, í Noregi, frá Elfar Jóhannesi Eiríkssyni.


                              Willasen N-95-V, í Sommarøy, í Troms, í Noregi


                       E.H. Senior T-300-TK, í Sommarøy, í Troms, í Noregi
                                © myndir Elfar Jóhannes Eiríksson, 18. nóv. 2013

18.11.2013 15:00

Hákon EA 148, í snjómuggu, á Stakksfirði í morgun




          2407. Hákon EA 148, í snjómuggu, á Stakksfirði í morgun © myndir Emil Páll, 18. nóv. 2013

18.11.2013 14:14

Gunnar K. N-246-Ø og Skagøysund T-23-T, núna áðan

Komum áðan inn tilo Sommarøy í  Troms þar sem þessi nótabátar lágu. Síldin hefur nú gengið inn á firðina Na af Sommarøy og eru eitthvað af Nótaskipum þar við veita og svo netabátar sem fylgja eftir Síldinni.

 

 

                    Gunnar K. N-246-Ø í Sommarøy í  Troms í Noregi, núna áðan

 

                   Skagøysund T-23-T í Sommarøy í  Troms í Noregi, núna áðan

                                    © myndir Elfar Jóhannes Eiríksson, 18. nóv. 2013

18.11.2013 13:00

Sjö síldarskip að veiðum inná Urthvalafirði








           Sjö síldarskip að veiðum inná Urthvalafirði og öll að fá síld © myndir Símon Már Sturluson 15. nóv. 2013

AF FACEBOOK:

Sigurbrandur Jakobsson Jæja svo menn hafa gaman af því að mynda flotan þó þeir vilji losna við hann

18.11.2013 12:04

Fernanda í Njarðvík - rifin á næstu dögum í Helguvík

Í gær eftir að dimman tók völdin kom Magni með Fernöndu til Njarðvíkur, en samkvæmt viðtali við forráðamenna Hringrásar á Rúv í morgun verður skipið rifið út í Helguvík og fer þangað á næstu tveimur dögum.
Þar sem að myndavélin sem ég hef þessa dagana náði ekki skipinu í gærkvöldi birti ég hér myndir sem ég tók af skipinu núna áðan.








                  Fernanda, í Njarðvíkurhöfn í morgun © myndir Emil Páll, 18. nóv. 2013

18.11.2013 10:00

Krossanes SU 320 - í dag Glófaxi VE 300


           968. Krossanes SU 320 © mynd í eigu Ljósmyndasafns Eskifjarðar, ljósm. Vilberg Guðnason - í dag heitir þessi bátur Glófaxi VE 300

18.11.2013 09:38

Hlynntur því að kvótasetja makríl

ruv.is:

 
 
 
 

Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra sjávarútvegsmála telur tækifæri til að auka arðsemi af makrílveiðum með því að kvótasetja tegundina. Nú er markrílkvóta úthlutað á grundvelli veiðireynslu til eins árs í senn samkvæmt lögum.

Makrílveiðar skila yfir 20 milljörðum króna í ríkissjóð á ári. Sigurður Ingi segir að það sé í sjálfu sér fullkomið tækifæri til þess að setja makrílstofninn í sama pott og aðra stofna, og þannig nýta möguleika á að hámarka arðsemi af þeirri nýtingu sem mest, og þá ekki síst í ljósi þjóðhagslegs ávinnings þess.

Í dag funda samninganefndir strandríkjanna um makrílveiðar á Írlandi. 

 

AF Facebook:

Emil Páll Jónsson Hræddur er ég um að margir af þeim smábátakörlum sem hafa verið að fjárfesta undanfarin ár og sérstaklega í sumar, séu ekki sáttir við þetta.

Sigurbrandur Jakobsson Virkilega sammála því enda ekki gáfulegt að friða ránfisk sem fer vaxandi þrátt fyrir veiðar hvað sem ESB og fleiri segja

 

18.11.2013 08:47

Oddverji ÓF 76 ex Bára SH 27

Samkvæmt vefsíðu Fiskistofu, hefur þessi bátur nú verið skráður Oddverji ÓF 76, en var áður Bára SH 27


      2102. Oddverji ÓF 76 ex Bára SH 27 o.fl.  á Siglufirði í snjókomu, í gær © mynd Hreiðar Jóhannsson, 17. nóv. 2013