Færslur: 2013 Nóvember

22.11.2013 18:00

Øybuen 1 M-175-F, í Svolvaer, Noregi


            Øybuen 1 M-175-F, í Svolvaer, Noregi © mynd shipspotting, frode adolfsen, 14. nóv. 2013

22.11.2013 17:00

Sæbjörg SU 580


                   Sæbjörg SU 580 ©  mynd í eigu Ljósmyndasafns Eskifjarðar, ljósm. óþekktur

22.11.2013 16:35

Heimila síldveiðar innan brúar

ruv.is:

„Við höfum gefið út reglugerð og ég mun heimila frjálsar veiðar smábáta fyrir innan brú,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra um viðbrögð stjórnvalda við því að Kolgrafafjörður er fullur af síld, og heimamenn óttast síldardauða eins og varð síðastliðinn vetur.

Sigurður Ingi segir tilganginn með veiðunum bæði að bjarga verðmætum sem ella yrðu að engu við síldardauða og til að reyna að fæla síldina út úr firðinum. „Ég vil leggja mikla og ríka áherslu á að menn fari varlega við þessar aðgerðir því það er ekki auðvelt að fara undir brúna og inn í fjörðinn.“

Sjávarútvegsráðherra segir að það tæki langan tíma og myndi kosta 500 til 600 milljónir króna að breyta vegarstæðinu. „Við sáum fyrir að við myndum aldrei geta náð því fyrir veturinn auk þess sem rannsóknir sem fóru af stað í sumar þurfa eitt ár til að sjá hvernig straumar liggja og hvort orsökin sé þarna,“ segir Sigurður Ingi. „Til viðbótar höfum við líka undirbúið það í samstarfi við innanríkisráðuneytið að , ef til þess kemur að það stefni í stórtjón, þá íhugum við að taka veginn í sundur til að skapa hringrás á vatninu. Þar fyrir utan hefur Hafrannsóknastofnun verið með í undirbúningi hvalahljóðafælur og annað í þeim dúr. Það verður allt gert sem hægt er til að bjarga þeim verðmætum sem þarna hugsanlega myndu fara en það verður að vega það og meta á hverjum tímapunkti hvernig það fer.“

22.11.2013 16:00

Nantucket, á síldarmiðunum við Ameríku


                    Nantucket, á síldarmiðunum við Ameríku © mynd Eiríkur Erlendsson

22.11.2013 15:00

Sjómannadagurinn í Keflavík, fyrir áratugum síðan









            Keflavíkurhöfn á sjómannadag © myndir úr safni Eiríks Erlendssonar, ljósmyndari trúlega Erlendur Sigurðsson, fyrir mörgum áratugum

22.11.2013 14:00

Tvö rússnesk síldarskip sem fiskuðu fyrir verksmiðjuskipið við Ameríku

Þessi færsla er í raun framhald af þeirri sem kom hér á undan, því nú sjáum við myndir af tveimur síldveiðiskipum sem  voru að veiðum við Ameríku og voru að fiska fyrir verksmiðjuskipið.




          Rússnesku síldarskipin, sem voru að fiska fyrir verksmiðjuskipið við Ameríku © myndir Eiríkur Erlendsson, fyrir fjórum áratugum

22.11.2013 13:13

Rússneskt verksmiðjuskip við Ameríku




               Rússneskt verksmiðjuskip við Ameríku © myndir Eiríkur Erlendsson, fyrir u.þ.b. fjórum áratugum

22.11.2013 11:00

Eftir að merkið var gefið - hófst kappsigling á bestu veiðisvæðin

Hér í denn var það þannig að bátarnir söfnuðust saman  á ákveðnum stað og síðan var gefið merki og þá hófst kappsigling á besta veiðistaðinn. Hér koma nokkrar myndir sem sýna báta, eftir að merkið hafði verið gefið og þeir hópast á veiðistaðina.










             Kappsiglingin hafin © myndir frá Eiríki Erlendssyni, en trúlega teknar af föður hans Erlendi Sigurðssyni, skipstjóra

22.11.2013 10:00

Álsey VE 2




                      2772. Álsey VE 2 © Faxagengið, faxire9.123.is  20. nóv. 2013

22.11.2013 09:05

Sævík GK 257 - verið að vinna við bátinn

Eins og sést á þessari mynd er eitthvað verið að vinna meira í bátnum þar sem hann stendur í Njarðvíkurslipp


             Bíll frá Jóni & Margeir í Grindavík að hífa kar upp í 1416. Sævík GK 257, í Skipasmíðastöð Njarðvíkur í gær © mynd Emil Páll, 21. nóv. 2013

22.11.2013 07:00

Aðalvík KE 95 - pokinn tekinn inn


                       1348. Aðalvík KE 95, pokinn tekinn inn © mynd Eiríkur Erlendsson

22.11.2013 06:00

Bjarni Ólafsson GK 200


          333. Bjarni Ólafsson GK 200 © mynd  úr safni Eiríks Erlendssonar, ljósmyndari trúlega Erlendur Sigurðsson

21.11.2013 21:10

Gísli KÓ 10, tekinn út úr húsi hjá Sólplasti, í dag eftir viðgerð eftir ásiglingatjón og endurbætur

Í hádeginu í dag var Gísli KÓ 10 tekinn út úr húsi hjá Sólplasti í Sandgerði, eftir endurbætur og viðgerð á tjóninu sem varð þegar báturinn sigldi á bryggju á Vestfjörðum. Vera bátsins hjá Sólplasti var ekki löng eða 10 dagar, þrátt fyrir að báturinn hafi m.a. verið heilmálaður.

Kemur hér syrpa af því þegar báturinn var tekinn út úr húsinu, en hann verður sjósettur í fyrramálið.


















          1909. Gísli KÓ 10, kominn út hjá Sólplasti, í Sandgerði í hádeginu í dag. Maðurinn sem sést á sumum myndanna er Kristján Nielsen, hjá Sólplasti © myndir Emil Páll, 21. nóv. 2013

21.11.2013 21:00

Erlend skúta

 

                                  Erlend skúta © mynd Eiríkur Erlendsson

21.11.2013 20:00

Strömoygutt N-87-ME


                              Strömoygutt N-87-ME. © mynd Jón Páll Jakobsson