Færslur: 2013 Júní

05.06.2013 13:04

Garðmennirnir Baldur Konráðsson og Geir Garðarsson og skemmtileg tilviljun


Um síðustu helgi vakti mikla athygli myndasyrpur frá Baldri Konráðssyni. Hann er Garðmaður eins og Geir Garðarsson fyrrum skipstjóri, en þeir báðir hafa lánað mér mikið af myndum sem ég mun hefja birtingu á í kvöld og svo annað kvöld og næstu daga þar á eftir.

 
         Baldur Konráðsson á yngri árum en þessi mynd birtist einnig um síðustu helgi, en þá var hann með öðrum á myndinni.


                                                    Geir Garðarsson

        - Sendi ég þeim báðum miklar þakkir fyrir myndir þessar sem sumar hverjar eru algjörir gullmolar -

Talandi um Geir Garðarsson, þá er hann þekktur m.a. sem skipstjóri á bátum með nafninu Helga RE og hér birti ég skemmtilega tilviljun sem á við um hann, nöfn bátanna, nafn útgerðarinnar og nafn og föðurnafn konu hans.

Geir hefur stjórnað eins og áður segir bátum með nafninu Helga og eru þær sex að tölu, sem hann hefur verið með og nafn fyrirtækisins er Ingimundur hf. Höfðu því margir gaman að því þegar kona hans var kynnt fyrir útgerðinni, því hún heitir Helga Ingimundardóttir.

05.06.2013 12:44

Bára GK 24 ( í dag Stafnes KE 130) og Valþór KE 125


           964. Bára GK 24 ( í dag Stafnes KE 130) og 1170. Valþór KE 125 í Njarðvíkurhöfn © mynd Emil Páll

05.06.2013 11:10

Þorgrímur KE 81, ný endurbyggður


           918. Þorgrímur KE 81, ný endurbyggður í Dráttarbraut Keflavíkur © mynd Emil Páll um 1971

Smíðaður hjá Mortensen Skibsbygg A/S, Frederikssund, Danmörku 1955. Endurbyggður hjá Dráttarbraut Keflavíkur hf., Keflavík 1971. Mulinn niður í Vestmannaeyjum 2005.

Nöfn: Gullfaxi NK 6, Þorgrímur ÍS 175, Þorgrímur KE 81, Þingey ÞH 102, Sigrún ÞH 169, Sigurvík SH 117, Sigurvík VE 555, Vík VE 555, Skuld VE 263, Sigurbára VE 249 og Hrauney VE 41

05.06.2013 10:39

Hegri KE 107


             848. Hegri KE 107, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll

Smíðaður í Barenfleth, Vestur - Þýskalandi 1956. Stækkaður 1966. Fórst 12. mars 1984, 3 sm. A af Vestmannaeyjum ásamt 4 mönnum. Það slys varð kveikjan að kvikmyndinni Djúpið.

Nöfn: Júlíus Björnsson EA 216, Sævar KE 105, Hegri KE 107, Sigurvon AK 56, Sigurvon SH 121 og Hellisey VE 503

05.06.2013 09:45

Sædís RE 63


               826. Sædís RE 63, í Keflavíkurhöfn © myndir Emil Páll
 

Svokallaður blöðrubátur, smíðaður í Hallerviksstrand í Svíþjóð 1941. Endurbyggður inni í húsi hjá Dráttarbraut Keflavíkur hf. 1981 - 1982.  Afskráður 1998, brenndur á áramótabrennu á hafnarsvæðinu í Hafnarfirði 31. des. 1988.

Frá des. 1946 til 1962, fór ekki saman skráning í Sjómannaalmanaki og því sem stóð á bátnum sjálfum. Samkvæmt sjómannaalmanakinu hét báturinn Jón Finnsson II GK 505, en á bátnum sjálfum stóð aðeins Jón Finnsson GK 505 og hjá Siglingamálastofnun var hann skráður sem Jón Finnsson GK 505 og 1962 var því breytt þar í Jón Finnsson II GK 505.

Nöfn: Koberen, Jón Finnsson GK 505, Jón Finnsson II GK 505, Sædís RE 63, Jóhannes Jónsson KE 79 og Fengsæll GK 262.

05.06.2013 08:44

Júlía VE 123 í Skipasmíðastöð Vestmannaeyja


 

 

            623. Júlía VE 123 í Skipasmíðastöð Vestmannaeyja © myndir Emil Páll, á áttunda áratug síðustu aldar

05.06.2013 08:00

Sjöfn VE 37, Júlía VE 123, Draupnir VE 550 o.fl.

 

          759. Sjöfn VE 37, 623. Júlía VE 123, 433. Draupnir VE 550 o.fl.  í Vestmannaeyjum á áttunda áratug síðustu aldar

05.06.2013 06:55

Frá Vestmannaeyjum


            Frá Vestmannaeyjum fyrir einhverjum tugum ára © mynd Emil Páll

04.06.2013 23:00

Sjómannadagurinn á Djúpavogi - mikil myndasyrpa

Hér birtist mikil myndasyrpa sem Ólafur Björnsson tók á Sjómannadaginn á Djúpavogi og birti á vefnum Djúpivogur.is. Hefur Ólafur heimilað mér að birta myndirnar og sendi ég honum bestu þakkir fyrir






































































         Djúpivogur, á sjómannadaginn 2013 © myndir Djúpivogur.is,    Ólafur Björnsson


04.06.2013 22:20

Jóhannes Jónsson KE 79 og Ársæll KE 77

 

         826. Jóhannes Jónsson KE 79 og 965. Ársæll KE 77 í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll, fyrir xx árum

04.06.2013 21:39

Stafnes KE 38 í Keflavíkurhöfn á háflóði


            784. Stafnes KE 38, í Keflavíkurhöfn á háflóði, fyrir tugum ára © myndir Emil Páll
 

04.06.2013 20:54

Gunnar Hámundarson GK 357 í upprunarlegu útliti


           500. Gunnar Hámundarson GK 357, eins og hann leit út í upphafi © mynd Emil Páll

04.06.2013 20:25

Francisca í Straumsvík í dag


            Francisca, í Straumsvík í dag © myndir Tryggvi, 4. júní 2013
 

04.06.2013 19:45

Jóhann KE 25


            485. Jóhann KE 25, fyrir tugum ára, í Keflavíkurhöfn © myndir Emil Páll
 

04.06.2013 18:45

Farsæll SH 30

                475. Farsæll SH 30 í Daníelsslipp Reykjavík © mynd Emil Páll, fyrir fjölda ára