Færslur: 2013 Júní
19.06.2013 12:45
Siggi Sveins ÍS 29 - í dag Valur ÍS 20

1440. Siggi Sveins ÍS 29, í Daníelsslipp í Reykjavík © mynd Emil Páll
Smíðnúmer 34 hjá Trésmiðju Austurlands hf., Fáskrúðsfirði 1975, eftir teikningu Egils Þorfinnssonar, Keflavík. Afhentur í júlí 1975
Meðan báturinn var í smíðum urðu þrenn eigendaskipti á honum. Fyrst var það Bjarni Pétursson, Reykjavík, þá Hraðfrystihús Fáskrúðsfjarðar hf. og er hann hljóp af stokkum var eigandinn Eljan hf., Eskifirði.
Nöfn: Sólfaxi SU 12, Sólfaxi EA 75, Siggi Sveins ÍS 29, Halldór Sigurðsson ÍS 14 og núverandi nafn: Valur ÍS 20
19.06.2013 11:12
Skagaröst KE 70 (grínnafn í nokkra daga)

1427. Skagaröst KE 70, í Dráttarbraut Keflavíkur © mynd Emil Páll
Smíðanúmer 9 hjá Trésmiðju Guðmundar Lárussonar hf., Skagaströnd 1975 eftir teikningu Egils Þorfinnssonar. Afhentur í júlí 1975. Fórst austur af Skarðsfjöruvita 12. október 1996 ásamt þremur mönnum.
Nafnið Skagaröst KE 70, var að sögn Guðmundar Axelssonar, útgerðarmanns bátsins á þeim tíma, aðeins grinnafn hjá starfsmönnum Dráttarbrautar Keflavíkur. Báturinn hét Vala ÓF 2 og átti að verða Vala KE 70, en slippkarlarnir settu þá nafnið Skagaröst á bátinn.
Nöfn: Árni ÓF 43, Sigurþór GK 43, Vala ÓF 2, Skagaröst KE 70 (í nokkra daga), aftur Vala ÓF 2, Vala KE 70, Bára Björg HU 27 og Jonna SF 12
19.06.2013 10:45
Fiskanes NS 37
![]() |
||
|
19.06.2013 09:41
Knarrarnes EA 399



1251. Knarrarnes EA 399 © myndir Emil Páll
Smíðanr. 400 hjá Bátalóni hf., Hafnarfirði 1972. Fórst 6 sm. N af Garðskaga 12. mars 1988 ásamt þremur mönnum.
Nöfn: Knarrarnes GK 157, Knarrarnes ÍS 99, Knarrarnes GK 99, Knarrarnes EA 399 og Knarrarnes KE 399.
19.06.2013 09:00
Skælingur NS 96


1241. Skælingur NS 96, í Njarðvík © myndir Emil Páll
Smíðaður í Hafnarfirði 1959. Endurbyggur og dekkaður á Eskifirði 1972, Talinn ónýtur og tekinn af skrá 18. mars 1983.
Nöfn: Víðir SU 13, Unnur VE 52, Skælingur NS 96 og Brimir NS 21
19.06.2013 07:00
Freyja GK 364 og Freyja GK 364 - þ,e, 2x Freyja GK 364


1209. Freyja GK 364 og 426. Freyja GK 364. Þarna er ekki búið að taka nafnið af þeim eldri, en sá fékk nafnið Pólstjanan KE 3 og svo fljótlega Jóhanna Magnúsdóttir RE 74 og brann og sökk fljótlega eftir það © myndir Emil Páll
19.06.2013 06:00
Pólstjarnan KE 3 / Freyja GK 364

1209. Pólstjarnan KE 3, í Njarðvíkurslipp

1209. Freyja GK 364, í Njarðvikurslipp © myndir Emil Páll
Smíðanúmer 45 hjá Skipasmíðastöð Marselliusar Bernhardssonar, Ísafirði 1972. Yfirbyggður hjá Vélsmiðjunni Stál hf., Seyðisfirði 1988. Kom í fyrsta sinn til heimahafnar í Keflavík 2. mars 1972. Seldur til Írlands 20 des. 1994 og þaðan til Króatíu 2004.
Nöfn: Ólafur Sólimann KE 3, Pólstjarnan KE 3, Freyja GK 364. Freyja SO (Írlandi), Kelly J (Írlandi) Keli (Króatíu) Ekkert vitað um hann eftir 2004.
18.06.2013 23:00
Hilmir II KE 8 / Jökull SH 77 / Brimnes SH 257
Hér
kemur saga báts sem var til í um 20 ár en brann þá og sökk. Birtast með
sögunni nokkrar myndir af bátnum áður en kom að þeirri stundu að hann
brann og sökk, en þá var snillingurinn Guðmundur St. Valdimarsson með
myndavél sína tilbúin og tók syrpu þá sem er af brunanum, en Guðmundur
var þá um borð í varðskipinu Óðni.

98. Hilmir II KE 8 © mynd úr Faxa, 8. tbl. 1963

98. Hilmir II KE 8, á Flateyrarhöfn 1965 © mynd Önfirðingafélagið, Flateyri.is Trausti Magnússon

98. Hilmir II KE 8, gerður út frá Vestmannaeyjum © mynd Eiríkur H. Sigurgeirsson

98. Jökull SH 77, í Sandgerði © mynd Emil Páll

98. Jökull SH 77 © mynd Snorrason

98. Jökull SH 77 © mynd Snorrason. Þessi mynd er tekin á sama stað og sú fyrir ofan, eini munurinn er að þessi er í lit, en hin í svart-hvítu

98. Brimnes SH 257, að brenna 27 sm. V af Öndverðanesi 2. sept. 1983




Brimnes SH 257, tekið frá varðskipinu Óðni © myndir: Guðmundur St. Valdimarsson
Smíðaður hjá J.W. Bergs Varv & Mek, Verksted A/B, Halsö, Svíþjóð 1963, eftir teikningur Egils Þorfinnssonar. Kom til heimahafnar í Keflavík 28. júlí 1963
Brann og sökk 2. sept. 1983, 27 sm. V. af Öndverðarnesi.
Nöfn: Hilmir II KE 8, Valur ÍS 420, Jökull SH 77, Magnús Kristinn GK 515 og Brimnes SH 257
18.06.2013 22:24
Erling KE 45
![]() |
| 1361. Erling KE 45, í Njarðvikurslipp © mynd Emil Páll |
Smíðanúmer 34 hjá A/S Eidsvik Skipsbyggeri, Uskedalen, Noregi 1969. Yfirbyggður og breyt túr togskipi í nótaskip hjá Vélsmiðjunni Herði hf., Njarðvík 1978. Lengdur 1986 hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur. Stykkið sem sett var í Erling KE í Njarðvíkurslipp var smíðað upp í sveit í Danmörku og flutt hingað til lands. Strandaði á Bogarboða utan við Hornafjörð 11. des. 1990 og sökk.
Nöfn: Stjernöysund, Pétur Jóhannsson SH 207, Seley SU 10 og Erling KE 45
AF FACEBOOK:
Jón Páll Ásgeirsson Man þegar hann sökk, reyn á v/s að ná frá honum nótinn en korkateinninn flaut uppi.
18.06.2013 22:10
Neskaupstaður í dag: Börkur og Bjartur nýmálaðir og tveir flekar færðir
Bjarni Guðmundsson, Neskaupstað: Hér eru myndir af Berki nýmáluðum og Bjarti. Vegna stækkunar hafnarinnar voru tveir flekar færðir í dag ( innskot epj: við köllum þetta flotbryggjur)

2827. Börkur NK 122 og 1278. Bjartur NK 121, ný málaðir



2734. Vöttur, færir tvo fleka (flotbryggjur) til vegna stækkunar hafnarinnar
© myndir Bjarni Guðmundsson, í dag, 18. júní 2013
AF FACDBOOK:
Guðni Ölversson Skemmtilegar myndir.
18.06.2013 22:01
Árskógssandur í dag: Sandvík SH 4, Niels Jónsson EA 106, Hulda EA 628 o.fl.

1357. Niels Jónsson EA 106

2274. Sandvík SH 4, að vísu skrá EA,

7329. Hulda EA 628

1357. Niels Jónsson EA 106

Árskógssandur í dag © myndir Þorgrímur Ómar Tavsen, 18. júní 2013
18.06.2013 21:45
Þórunn Gunnarsdóttir EA 205


1152. Þórunn Gunnarsdóttir EA 205, í Sandgerði © myndir Emil Páll
Smíðanr. 388 hjá Bátalóni hf., Hafnarfirði 1971.
Síðustu árin var báturinn notaður sem þjónustubátur við laxeldi á Sundunum í Reykjavík, þegar laxeldið var upp á sitt besta. Slitnaði báturinn upp af legu á Grafarvoginum og rak upp í Geldinganes, fyrir þó nokkrum árum og er þar ennþá..
Nöfn: Hrönn KE 48, Magnús Jónsson BA 35, Þórunn Jónsdóttir RE 101, Þórunn Jónsdóttir EA 205, Þórunn Gunnarsdóttir KE 207, Særós KE 207, Sif ÁR 207 og Lax III.
18.06.2013 20:35
Eldeyjar Hjalti GK 42

1125. Eldeyjar - Hjalti GK 42, í Njarðvik © mynd Emil Páll
Smíðanr. 11 hjá Einari S. Nielssen Mek Verksted A/S í Harstad í Noregi 1968. Yfirbyggður 1984.
Vél bátsins hrundi á vetrarvertíð 2003 og var það þá tekið upp í Njarðvíkurslipp og um sumarið selt ókunnum aðila, sem átti það í fáar vikur, áður en sölunni var rift. Þá var skipið selt til Rússlands en ekkert varð úr því og enn stendur skipið uppi í Njarðvíkurslipp, hver svo sem eigandi þess sé í dag.
Nöfn: Palomar T-22-SA, Kristján Guðmundsson ÍS 77, Vöttur SU 3, Eldeyjar-Hjalti GK 42, Bergvík KE 65, Melavík SF 34 og Gerður ÞH 110.
18.06.2013 19:35
Ásgeir RE 50 og Ásbjörn RE 400
![]() |
1026. Ásgeir RE 60 og 17. Ásbjörn RE 400 í Reykjavíkurhöfn fyrir langa löngu © mynd Emil Páll
AF FACEBOOK:
Jón Páll Ásgeirsson Þettað voru fallegir bátar Ásgeir og Ásberg !!!
18.06.2013 18:50
Erling KE 140

1016. Erling KE 140, í NJarðvík © mynd Emil Páll
Smíðanr. 1 hjá Slippstöðinni hf. á Akureyri 1966. Seldur úr landi til Danmerkur í pottinn fræga 20. feb.1995.
Nöfn: Sigurbjörg ÓF 1, Sigurbjörg ÓF 30, Pálmi BA 30, Fylkir NK 102, Sigurður Pálmason HU 333, Erling KE 140 og Keilir GK 140.




