Færslur: 2011 Desember

23.12.2011 19:00

Vaedderen F 359 í ís


      Vaedderen F 359, við Nassarssuaq, Grænlandi © mynd shipspotting, Robbie Shaw, 8. apríl 1999

23.12.2011 16:00

Jólakveðja frá Grundarfirði

Sendi þér nokkrar myndir sem ég tók að kveldi 15. des við höfnina hér í Grundarfirði, bátarnir sem sjást á myndunum eru Sóley SH, Hringur SH, Helgi SH og Haukaberg SH, upplýsti báturinn við smábátabryggjuna er Arnar SH.

Með jólakveðju

Heiða Lára




    1674. Sóley SH 124, 2685. Hringur SH 153, 2017. Helgi SH 135 og 1399. Haukaberg SH 20


                    2685. Hringur SH 153 og 2017. Helgi SH 135


      2660. Arnar SH 157, lengst til vinstri © myndir Heiða Lára, á Grundarfirði 15. des. 2011

23.12.2011 14:30

R/S Eden


           R/S Eden í Rocin, Króatíu © mynd shipspotting, Michael Cupic, 14. des. 2011


           R/S Eden, í ST. Ropez © mynd shipspotting, Frank Behrends, 16. ágúst 2009

23.12.2011 10:00

Björgunarsveitin Þorbjörn fær viðurkenningu fyrir öflugt sjálfboðaliðastarf

grindavik.is

Björgunarsveitin Þorbjörn fær viðurkenningu fyrir öflugt sjálfboðaliðastarf

Í tilefni þess að árið 2011 er tileinkað sjálfboðaliðum samþykkti bæjarstjórn tillögu frístunda- og menningarnefndar að Björgunarsveitinni Þorbirni verði veitt viðurkenning fyrir öflugt sjálfboðaliðastarf í þágu Grindvíkinga.

23.12.2011 00:00

Sandvík ÍS 707, hjá Sólplasti

Rétt fyrir hádegi, fimmtudaginn 22. desember 2011, kom Margeir Jónsson á flutningabíl frá Jóni og Margeiri í Grindavík með Sandvík ÍS 707, frá Grindavík, til Sólplasts í Sandgerði. Þar fær báturinn viðhald, endurbætur og hugsanlega lengingu. Hér fyrir neðan er myndasyrpa sem ég tók við það tækifæri, en fyrsta myndin sýnir þó þá Margeir Jónsson hjá Jóni & Margeiri og Páll Jóhann Pálsson, útgerðarmann bátsins, virða fyrir sér aðstæðu í húsinu hjá Sólplasti, áður en báturinn var settur þar inn.


       Margeir Jónsson (f.v.) og Páll Jóhann Pálsson og utan dyra má sjá enn einn Grindvíkinginn, eða kannsi fyrrum Grindvíking, er hann hét þar Sigurvin GK 61 en er nú skráður Sigurborg I GK 61


        Flutningabíllinn frá Jóni & Margeiri með 6936. Sandvík ÍS 707, kominn á athafnarsvæði Sólplasts í Sandgerði. Gerfihnattarkúlan sem er um borð í Sandvík er bátnum óviðkomandi.


                               Þá hefst það verk að hífa hann af vagninum






                                         Hér er báturinn kominn á loft



     
                             Bátnum komið fyrir á vagni til að trilla honum inn


                                                  6936. Sandvík ÍS 707


               Eftir að báturinn komst í eigu núverandi eigand fékk hann skráninganúmerið ÍS og með heimahöfn á Þingeyri, en áður hafði hann ST númer með heimahöfn í Munaðarnesi


      6936. Sandvík ÍS 707, kominn á þann stað sem hann mun verða einhvern tíma, innandyra hjá Sólplasti í Sandgerði © myndir Emil Páll, 22. des. 2011

22.12.2011 23:00

Njarðvíkurslippur úr lofti

Það er langt í frá að þessi mynd sé ný af nálinni. Margir hafa því séð hana áður og ég birt hana a.m.k. einu sinni áður, en ætla samt að endurbirta hana nú.


         Loftmynd af hluta af slippnum hjá Skipasmíðastöð Njarðvikur fyrir nokkrum árum

22.12.2011 22:00

Og annar stór úr plasti


          Plastbáturinn Albacore SF-18-F, í Leirwick © mynd shipspotting Sydney Sinclair, 19. sept. 2009

22.12.2011 21:00

HMS Visby - úr plasti

Þó undarlegt sé þá er skip þetta smíðað úr trefjaplasti eins og bátarnir sem Sólplast, Seigla, Bláfell, Trefjar o.fl. framleiða.


                                                       HMS Visby

22.12.2011 20:00

Vagero


            Vagero, í Syria © mynd shipspotting, Sushkov Oleg, 16. jan. 2010

22.12.2011 19:00

Glær KÓ 9

Vinnu við viðgerð á bátnum eftir tjón það sem hann varð fyrir er keyt var á bátinn á veiðisvæði í Breiðafirði í sumar, er á lokastigi hjá Sólplasti í Sandgerði.


        7428. Glær KÓ 9, í húsi hjá Sólplasti, í Sandgerði í dag © mynd Emil Páll, 22. des. 2011

22.12.2011 18:00

Lenging Sæúlfs GK gengur vel

Eins og sést á þessum myndum er vinnu við lengingu Sæúlfs GK 137, langt kominn hjá Sólplasti í Sandgerði.




     Frá vinnu við 6921. Sæúlf GK 137, hjá Sólplasti í dag © myndir Emil Páll, 22. des. 2011

22.12.2011 17:20

Enn óvissa með lengingu Kidda Lár

Þrátt fyrir þær fullyrðingar á sumum skipasíðum að Sólplast sé að hefja lengingu á Kidda Lár GK 501 um 2 metra, er sú staða ekki örugg ennþá. Að vísu er hugur kaupenda bátsins í þá veru, en það dugar ekki til og því er óvíst hvort hann verði lengdur í Sandgerði eða annarsstaðar. Einnig tengist það sama máli, hvort farið verði strax úr í lenginguna eða hún bíði.


      2704. Kiddi Lár GK 501, nýkominn á athafnarsvæði Sólplasts í Sandgerði þar sem hann er ennþá © mynd Emil Páll, 12. feb. 2010

22.12.2011 15:00

Hvað eru þessir að gera?

Hvað skyldu þessir menn vera að gera, allt um það í syrpu sem birtist hér á miðnætti.


      Grindvíkingarnir Margeir Jónsson (t.v.) og Páll Jóhann Pálsson, í Sandgerði í dag © mynd Emil Páll, 22. des. 2011 - en hvað þeir eru að horfa á og um hvað málið snýst, fáum við að sjá í syrpu hér á miðnætti

22.12.2011 10:25

Veronica


                           Veronica © mynd Irish Trawler

22.12.2011 09:25

Hugborg SH 87, seld til Bolungarvíkur - stolin mynd

Ég sá það í gær á síðu einni að Hugborg SH hefur verið seld til Bolungarvíkur. Með frásögninni fylgdi mynd merkt viðkomandi skipasölu. Um er að ræða stolin mynd af síðunni minni sem ég tók í Ólafsvík í ágúst 2009.

Birti ég því mína mynd og þá sem skipasalan merkti sér og sjá menn að það er sama myndin.


                 2493. Hugborg SH 87, í Ólafsvík © mynd Emil Páll, í ágúst 2009


                         2493. Hugborg SH 87 © mynd www.híbýliogskip.is